Fréttablaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 44
1. JÚNÍ 2007 FÖSTUDAGUR4 fréttablaðið dýrin stór og smá
Linda Ósk Sigurðardóttir starfar sem
verkefnisstjóri við verkefnið Heim-
sóknarvinir hjá Rauða krossinum, en
það er almenn heimsóknarþjónusta við
ýmsa þjóðfélagshópa. Fyrir rúmu ári hóf
hún tilraunir með að láta hunda heim-
sækja fólk og hafa þær gefið góða raun.
„Verkefni þetta var sett á laggirnar eftir
að það kom í ljós að hér á landi eru margir
sem búa við töluverða félagslega einangr-
un,“ segir Linda. „Þetta er mjög góð leið til
að ná til þeirra sem eru einmana en þó erum
við alltaf að reyna að auka á fjölbreytnina.
Það er mjög sjaldgæft að þau sem eru fé-
lagslega einangruð hringi og biðji um að
fá heimsókn og því reynum við að finna
leiðir til að ná til þeirra. Ein þeirra var
að nota hunda við heimsóknir, en hundur
getur virkað sem eins konar ísbrjótur við
fyrstu heimsóknirnar. Þær geta verið svo-
lítið erfiðar, en hundar hjálpa fólki að losa
um feimnina. Þeir bjóða líka upp á hlut-
verk eins og að gefa þeim að borða, fara út
að ganga og fleira. Mér finnst þetta í raun
bara vekja fólk til lífsins,“ segir hún og
bætir við að það að strjúka hundinum og
sýna honum hlýju losi oft um tilfinninga-
legar hömlur og gefi þeim sem eru heim-
sótt mikið.
Um tilkomu þess að fara með hunda í
heimsóknir segir Linda hugmyndina hafa
komið til sín úr ýmsum áttum, meðal ann-
ars af því að fylgjast með sjónvarpsþátt-
um á Animal Planet og fleira. „Svo vissi ég
af verkefni sem var í gangi á Landakoti hjá
Ingibjörgu Hjaltadóttur hjúkrunarfræð-
ingi, en það gekk út á að leyfa hundum að
heimsækja heilabilaða. Verkefni þetta gaf
ákaflega góða raun og sýndi fram á að fólk
hefur gott af þessu.“
Eftir viðtal í sjónvarpi höfðu margir
hundaeigendur samband við Lindu og lýstu
yfir áhuga sínum að fara með hundana í
heimsóknir til fólks. „Við byrjuðum með af-
markaðan hóp og eina Rauða kross-deild til
að sjá hvernig gengi. Fyrst var þetta bara
ein heimsókn en í dag eru þær orðnar um
ellefu hér á höfuðborgarsvæðinu og hafa
staðið í rúmt ár. Eins og staðan er núna eru
nokkrir hundaeigendur að bíða þess að geta
hafið heimsóknir en þeir hafa allir farið á
námskeið og eru tilbúnir í verkefnið.“
Jón, sem er með geðklofa og býr á sam-
býli, hefur fengið tíkina Ídu ásamt eigand-
anum Bjarna Sigurðssyni til sín einu sinni í
viku í heilt ár.
„Þessar heimsóknir hafa gert Jóni mjög
gott. Til dæmis vill hann mun frekar fara
út í gönguferðir og bíður alltaf spenntur
eftir því að Ída komi í heimsókn. Hann
kennir henni ýmsar kúnstir og verður fyrir
vikið virkari og opnari,“ segir Linda Ósk að
lokum. - mhg
Kærkomnir gestir
Ída er orðin besta vinkona Jóns eftir að hann fór að
fá heimsóknir frá henni einu sinni í viku.
MYND/INGA BJÖRK GUNNARSDÓTTIR
Þessar sætu prúðbúnu systur heimsækja reglulega
langveik börn í Rjóðrinu, en það er hvíldarvistun í
Kópavogi.
Ída, Jón og Bjarni í gönguferð. MYND/INGA BJÖRK GUNNARSDÓTTIR