Fréttablaðið - 01.06.2007, Page 50
BLS. 10 | sirkus | 1. JÚNÍ 2007
Litla Ellý fædd
Ellý Ármanns þula, vinsælasti bloggari landsins og
fyrrverandi ritstjóri Hér og nú, eignaðist dóttur á dög-
unum. Litla Ellý fæddist 10. maí, var 13 merkur og 51
cm. Ellý og sambýlismaður hennar, Freyr Einarsson,
fyrrverandi ritsjóri DV og núverandi sjónvarpssjóri
Sirkuss, eiga bæði börn frá fyrri samböndum. Ellý á tvo
drengi en Freyr tvær dætur. Ellý hafði látið hafa eftir sér
að hún vildi heldur eignast dóttur og fékk ósk sína upp-
fyllta.
ÓTRÚLEGA MARGAR FJÖLMIÐLAKONUR EIGA VON Á SÉR EÐA ERU NÝBÚNAR AÐ EIGA.
Fjölmiðlakonur fjölga sér
Sjónvarpsstjörnur
eignast barn
Katrín Rut Bessadóttir, nýr liðmaður Íslands í dag, á
von á sínu fyrsta barni í byrjun desember. Kata, sem
starfaði áður sem blaðamaður á DV og sem skrifta á
Stöð 2, er kærasta sjónvarpsstjörnunnar Helga Seljan
úr Kastljósinu. Parið kynntist á DV en um fyrsta barn
þeirra beggja er að ræða. Katrín staðfesti við Sirkus að
hún væri ófrísk en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um
málið. Hún viðurkenndi þó að vita ekki um hvort kynið
væri að ræða.
Kynið kemur á óvart
Katrín Brynja Hermannsdóttir, þula hjá Sjónvarpinu, á
von á sínu öðru barni. Barnið er væntanlegt í heiminn
um miðjan september en fyrir á Katrín Brynja fimm
ára gamlan son. Hún og sambýlismaður hennar, Auð-
unn Svafar Guðmundsson forstjóri, ætla að láta kynið
koma sér á óvart.
Fyrsta barn á leiðinni
Sólveig Kr. Bergmann, fréttakona Stöðvar 2, á von á
sínu fyrsta barni í byrjun ágúst. Kærasti Sólveigar er
Kristján Haagensen en barnið er einnig fyrsta barn
hans. Í viðtali við Sirkus í febrúar sagðist Sólveig ekki
ætla að fá að vita kyn barnsins. Hún vildi láta koma sér
á óvart.
Full eftirvæntingar
Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, blaðamaður á DV og fyrr-
verandi fréttakona á Stöð 2, á von á sínu fyrsta barni.
Barnið er væntanlegt í heiminn í september en um
fyrsta barn hennar og Óskars Finnbjörnssonar, kær-
asta hennar, er að ræða. Í viðtali við Sirkus sagðist
Hjördís Rut afar spennt. „Ég er full eftirvæntingar og
ætla ekki að vita kynið. Það skiptir ekki máli þótt það
væri gaman að geta keypt eitthvað á barnið fyrir fram.
Ég kaupi bara hvítt, grænt og gult.“
ottustu óléttufötin hjá okkur.
Stærðir xs-xxl einnig mikið úrval í
stærðum 46-54
Opnunartími: Mán- fös 11-18 • Laugardaga 11-16