Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.06.2007, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 01.06.2007, Qupperneq 52
BLS. 12 | sirkus | 1. JÚNÍ 2007 É g hafði unnið með íslenskum arkitektum og hönnuðum á sýn- ingum um allan heim og fundið áhuga fólks á íslenskum vörum. Þegar ég sagði þeim að vörurnar fengjust aðeins á Íslandi missti fólk áhuga því Ísland þykir fjarlægt. Mér fannst því að einhver yrði að opna verslun með vörum eftir íslenska hönnuði ein- hvers staðar í Evrópu og eftir að hafa beðið eftir einhverjum öðrum að framkvæma það dreif ég í því sjálf,“ segir Dagmar Þorsteinsdóttir, sem rekið hefur verslunina og galleríið Design Center Knightsbridge í London, ásamt maka, í tæp tvö ár. Verslunin er sett upp eins og gallerí svo hver ein- asti hlutur fær að njóta sín. Eins og er býður Dagmar Bretum upp á samsýn- ingu listakvennanna Hafdísar Bennett og Röggu Ólafs og í tilefni af opnun sýningarinnar hélt Dagmar heljar- innar opnun þar sem Dorrit forseta- frú var meðal gesta auk þess sem sendiherrann hélt ræðu og söngkon- an Lay Low söng. Dagmar segir um 90% vöruúrvalsins íslenskt en hún selur meðal annars íslenska skartgripi, húsgögn, lampa, glervörur, keramik og mál- verk auk þess sem þau eru nýkomin með skó eftir Mörtu Rúnarsdóttur. „Við erum opin fyrir því sem fólk er að gera og tökum reglulega inn nýjar vörur í prufu. Það tekur fólk mislangan tíma að fatta vörurnar en ef þær ganga ekki sendum við þær til baka og gefum einhverjum öðrum tæki- færi.“ indiana@ frettabladid.is Þetta var heljarinnar sýning og Lorenzo var mjög hrifinn af íslenska hestinum. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenski hesturinn er sýndur í Rússlandi,“ segir athafnamaðurinn Fjölnir Þorgeirsson sem fór ásamt hópi Íslendinga til að sýna íslenska hestinn á stórri sýningu sem haldin var í Pétursborg fyrir skömmu. Stjarna sýningarinnar var hinn heimsfrægi knapi Lorenzo frá Frakk- landi en hann er vanur að setja á svið stórkostlegar sýningar þar sem hann stendur á baki á átta hestum. Knap- inn heillaðist svo um munaði af íslenska hestinum og fór þess á leit við íslensku sendinefndina að fá að sitja hann, sem hann og fékk. Fjölnir fór út ásamt félögum sínum sem reka vefsvæðið hestafrettir.is. „Við fórum út til að taka upp efni fyrir vefinn. Við gerum jafnvel eitt- hvað meira úr því síðar meir,“ segir Fjölnir, sem í Rússlandi hitti fyrir systur sína, Guðrúnu Sigríði Þor- geirsdóttur. „Hún hefur starfað hjá íslenska sendiráðinu í Rússlandi í sjö ár og er með doktorspróf í samfé- lagsþróun Rússlands og Kína – talar rússnesku og fleiri tungumál,“ segir Fjölnir. Hugrún Jóhannsdóttir og Páll Bragi Halldórsson á Austurkoti höfðu veg og vanda af sýningu íslenska hestsins í Pétursborg ásamt íslenska sendiráðinu í Moskvu, Icelandair, Sirpu, Hafliða Halldórssyni í Ármóti, Íshestum og Finnanum Pekka Kuuma. - kh HEIMSFRÆGUR KNAPI HEILLAÐUR AF ÍSLENSKA HESTINUM Lorenzo, einn fremsti knapi heims, sýndi listir sínar í Pétursborg og heillaðist af íslenska hestinum. Myndir/Úr einkasafni Fjölnir og félagar skemmtu sér vel á hestasýningu í Péturs- borg. Guðrún Sigríður Þorgeirsdóttir er systir Fjölnis en hún hefur starfað hjá íslenska sendiráðinu í Moskvu í sjö ár. Dorrit mætti á opnunina DESIGN CENTER KNIGHTSBRIDGE Dagmar og maður hennar hafa rekið verslunina í tæp tvö ár. DAGMAR ÞOR- STEINSDÓTTIR Dagmar hafði beðið eftir að einhver annar opnaði verslun en dreif sig svo sjálf af stað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.