Fréttablaðið - 01.06.2007, Síða 61
Undanfarin ár hefur námsfram-boð Háskóla Íslands aukist og
námsleiðum innan hans fjölgað. Ein
elsta deild Háskólans, guðfræði-
deildin, hefur einnig aukið náms-
framboð sitt með tilkomu djákna-
náms og almennrar trúarbragða-
fræði, auk framhaldsnáms.
Í nær hundrað ár hefur Háskól-
inn menntað og útskrifað guðfræð-
inga með áherslu á akademískt nám,
ásamt því að undirbúa þá fyrir fjöl-
breytt og krefjandi starf prestsins.
Komið er inn á ýmis fræðasvið
í guðfræðináminu, sem sum hver
tengjast öðrum greinum háskóla-
náms, eins og sálfræði og félags-
fræði, siðfræði, sagnfræði, heim-
speki og tungumál. Einnig má nefna
trúfræði, sálgæslu, litúrgíu, trúar-
bragðasögu, nýja testamentisfræði
og gamla testamentisfræði. BA-
próf í guðfræði er hægt að taka til
90 eininga eða á móti öðru fagi til 30
eða 60 eininga. Nám í guðfræðideild
býður því upp á ýmsa möguleika og
er góður grunnur fyrir framhalds-
nám í fjölmenningarsamfélagi nú-
tímans.
Djáknafræðin eru kennd til BA-
prófs, en einnig er boðið upp á 30
eininga viðbótarnám til djákna-
prófs að loknu háskólaprófi í hjúkr-
unar- eða uppeldisfræðum.
Í guðfræðideild er ekki aðeins
boðið upp á guðfræði- eða djákna-
nám heldur einnig þverfaglegt nám
í almennum trúarbragðafræðum.
Enn sem komið er er námið aðeins
til 30 eininga en stefnt er að því að
auka það og gefa kost á því sem að-
alnámsgrein.
Allar nánari upplýsingar um nám
í guðfræðideild má fá á heimasíðu
deildarinnar: www.gudfraedi.hi.is.
Í guðfræðideild er ekki aðeins
boðið upp á fjölbreytt nám í aka-
demískum fræðum undir leiðsögn
eftirsóttra kennara á heimsmæli-
kvarða, heldur er einnig sterkt fé-
lagslíf í deildinni. Kapp er lagt á
að nemendur og kennarar eigi gott
samfélag sem einkennist af vin-
semd og virðingu. Flóra nemenda og
kennara er fjölbreytt og skemmti-
leg, nemendur eru á öllum aldri og
með mismunandi bakgrunn. Fjöl-
breytni deildarinnar er því ekki að-
eins í námsframboði heldur einnig
þeim sem þar stunda nám og end-
urspeglast það í félagslífinu. Félag
guðfræðinema stendur fyrir fjölda
viðburða á hverri önn, sem sameina
nemendur á öllum aldri. Háskóla-
kapellan er vel nýtt með vikuleg-
um messum og öðru helgihaldi sem
nemendur taka virkan þátt í. Há-
degisfundir, heimsóknir í prófasts-
dæmi og í fyrirtæki og stofnan-
ir, kokkteilboð og margt fleira er
meðal þess sem í boði er. Óhætt er
að geta þess að margir hafa kynnst
sínum bestu vinum við nám í deild-
inni. Heimasíða Félags guðfræði-
nema er á slóðinni www.fiskurinn.
is.
Fyrir áhugasama er hægt að skrá
sig í grunnnám við Háskóla Íslands
til næstkomandi þriðjudags, 5. júní,
sjá nánar á síðu Háskólans www.
hi.is.
Höfundar eru nemendur við
guðfræðideild Háskóla Íslands.
Fjölbreytt nám – fjölbreyttir möguleikar
Sádi-arabísk-ur maður
framdi sjálfs-
morð í
Guantanamó-
fangabúðunum
síðastlið-
inn miðviku-
dag. Í fanga-
búðunum sem
Bandaríkja-
menn halda úti
á Kúbu dvelja
hátt í fjögur hundruð manns og
hafa sumir hverjir verið þar í allt
að fimm ár án þess að mál þeirra
hafi farið fyrir dómstóla. Fang-
arnir njóta ekki þeirra réttinda
sem stríðsföngum ber samkvæmt
Genfarsáttmálanum og mega þeir
sæta miskunnarlausum pynting-
um og barsmíðum. Sádi-arabinn
sem fyrirfór sér í gær var ekki sá
fyrsti til þess að gera það í Guant-
anamó.
Upp á þetta getum við ekki horft
aðgerðalaus og þaðan af síður
verið virkir þátttakendur. Við
vitum að Bandaríkjamenn hafa
notað íslenska flugvelli í þeim til-
gangi að flytja fanga í pyntinga-
búðir, hvort heldur á Guantanamó
eða í leynilegu fangelsi í Austur-
Evrópu. Umræddur aðili sem
framdi sjálfsmorð á miðvikudag-
inn gæti allt eins verið einn þeirra
„Íslandsvina“ sem hafa millilent
hér á leið sinni til Guantanamó.
Með þessum hætti eru Íslending-
ar óbeinir þátttakendur í skipu-
lögðum mannréttindabrotum og
er það ólíðandi með öllu. Ég skora
á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur
utanríkisráðherra að fara fram
á tafarlausa lokun Guantanamó-
fangabúðanna á Kúbu eða segja
að öðrum kosti upp varnarsamn-
ingnum við Bandaríkjamenn og
neita þeim um afnot af íslenskum
flugvöllum.
Höfundur er varaformaður Ungra
jafnaðarmanna í Hafnarfirði.
Pyntingar
og sjálfsvíg
Við vitum að Bandaríkjamenn
hafa notað íslenska flugvelli í
þeim tilgangi að flytja fanga
í pyntingabúðir, hvort heldur
á Guantanamó eða í leynileg
fangelsi í Austur-Evrópu.