Fréttablaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 66
Kl. 21.00
Söngvarinn Páll Óskar og Monika
hörpuleikari halda tónleika í Víði-
staðakirkju á vegum hátíðarinnar
Bjartir dagar í Hafnarfirði. Þar
koma þau fram ásamt strengja-
kvartett. Flutt verður bæði nýtt
og gamalt efni eftir íslenska og
erlenda höfunda, þar á meðal
eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson,
Magnús Þór og Burt Bacharach.
Jómfrúardjassinn kynntur
Steingrímur Eyfjörð stend-
ur í stórum móttökusal við
Stóra kanalinn í Feneyjum
og stýrir uppsetningu á sýn-
ingu sinni sem verður fram-
lag Íslands til tvíæringsins
þar í borg sem er haldinn í
52. sinn í sumar.
Það er rétt tæp vika í opnun þar
og gólfið og salinn eru menn í óða
önn að klæða með vatnsþéttum
krossvið, ekki vegna flóðahætt-
unnar þótt salurinn sé rétt ofan
við vatnsborðið í kanalnum, held-
ur vegna þess að Steingrími þykir
hlutlaus liturinn á krossviðnum
rýma vel við fornt umhverfi sal-
arins og máða liti sem eru ráð-
andi í sýningunni hans.
Gólfið í nær tvö hundruð fer-
metra salnum er steinlagt en
mynstrið undir fótum manna er
líka máð. Hér lyktar allt af forn-
ri sögu: yfirskrift tvíæringsins er
upp á alþjóðlega verslunartungu
engilsaxa: Think with the Senses
– Feel with the Mind.
Steingrímur segir að þá hann
fékk það verkefni síðasta haust
að taka saman sýningu hafi hann
afráðið að leggja af stað eins og
smalinn forðum og leita ekki enn
finna: „Ég tók viðtöl við fjölda
manna og þá komu upp í hendurn-
ar á mér hugmyndir sem ég tók að
velta fyrir mér. Ég var ráðinn í að
fara ekki af stað með fyrirfram
ákveðna hugmynd, heldur hafa
ferlið lifandi og opið en ekki af-
ráðið og vélrænt.“ Sýningin skipt-
ist enda í nokkur hólf. Grunnhug-
myndin tengist íslenskasta allra
fugla, vorboðanum ljúfa, lóunni.
„Það eru fuglar í öllum menn-
ingarheimum sem boða vorið,
koma þeirra staðfestir árstíðirn-
ar. Það er lóan hjá okkur og rauð-
brystingurinn hjá Ameríkönum.“
Þegar honum er bent á að far-
fuglar vorsins voru veiddir í net
og háfa á Ítalíu og notaðir sem
veislumatur, hlær hann við og
segir það dæmigert: „Íslendingar
bjuggu við matarforða en kunnu
ekki að notfæra sér hann.“
Hann varð fengsælli á veiðum
sínum á hugmyndum sem efni-
við í sýninguna: í tengslum við
lóuna sem vorboða sem á upptök
sín í rómantísku stefnunni var
honum staðar numið við ævi og
verk fjölfræðingsins Benedikts
Gröndal. Um það leyti var deilt
um flutning á húsi Gröndals við
Vesturgötu. „Í flestum löndum
væri slíkt hús lagt undir safn um
merkilegan mann. Benedikt skrif-
aði árið 1853 merkilega grein um
fagurfræði sem ég birti í sýning-
arskránni. Þar er undirstrikað að
listin á sér engin landamæri, hún
er ekki bundin þjóðerni. Hann
var 28 ára gamall og stóð báðum
fótum í klassískri menningu forn-
aldar og menningu norrænna
þjóða. Mér finnst þessi hugsun
eiga erindi hingað til Feneyja og
merkilegt að við höfum átt mann
um miðja nítjándu öld sem hugs-
aði svona.“
Þriðji þátturinn í efnivið sýn-
ingarinnar er líka frá fyrri tíð:
Steingrímur gerir sér mat úr
þjóðfræði, hugmyndum okkar um
huldufólk sem veruleika. Á sýn-
ingu hans eru gripir sem sagð-
ir eru úr eigu huldufólks og hann
höndlar frásagnir af samskiptum
manna og huldufólks sem stað-
reynd sem hlýtur að koma flest-
um Evrópumönnum á óvart, svo
langt er síðan upplýsingin drap í
dróma hugmyndir á meginland-
inu um yfirskyggða staði, álfa,
tröll og goðmögn ýmiss konar,
þótt hinn goðsögulegi heimur hafi
eflst mjög í skáldskap og kvik-
myndum að sama skapi hin síð-
ari ár.
„Þetta tengist allt saman sem
íslenskur veruleiki,“ segir Stein-
grímur og hefur litlar áhyggjur af
þessu efnisvali sínu og samþætt-
ingu. Hann er að vonum sæll með
dvöl sína í Feneyjum. Fáar borgir
halda jafn vel utan um þegna sína
á þröngum götum lausar við bíla-
umferð. Íslenski sýningarsalurinn
er nú nokkuð langt frá hinu stóra
sýningarsvæði þar sem flestar
sýningar tvíæringsins fara fram.
Það er Hanna Styrmisdóttir sem
er framkvæmdastjóri verkefn-
isins en með þeim þar suður frá
eru þau Úlfur Grönvold, Sigrún
Sirra Sigurðardóttir og Erling
Klingenberg að vinna við upp-
setninguna. Yfir öllu vakir svo dr.
Christian Schoen, forstöðumaður
Kynningarmiðstöðvar íslenskrar
myndlistar, fyrir hönd mennta-
málaráðuneytis. Opnun verður
að kvöldi 6. júní en almenningi
verður greiður aðgangur að sýn-
ingunni hinn 10. og stendur sýn-
ingin uppi í Feneyjum til hausts.
Hundruð þúsunda manna munu
leggja leið sína til Feneyja að
sjá tvíæringinn þetta sumar sem
hin fyrri en sýningin heldur enn
sinni yfirburðastöðu meðal stór-
sýninga á myndlist Evrópu. Auk
framlags frá menntamálaráðu-
neyti er Baugur helsti styrktar-
aðili sýningar Íslands þetta árið
en að auki leggja margir aðrir
minna til: Landsvirkjun, Glitnir,
Landsbankinn, Reykjavíkurborg,
utanríkisráðuneytið, Straumur-
Burðarás, Tryggingamiðstöðin,
Icelandair, Island Tours og Vod-
afone.
Steingrímur segir sýninguna
verða komna upp nú um helgina
og segist spenntur að sjá hvern-
ig safn sitt af íslenskum sérkenn-
um muni njóta sín í fimm hundr-
uð ára gömlum móttökusal við
vatnsborð lónsins mikla þar sem
Feneyjar rísa úr hafi. Þangað er
enda stefnt miklum fjölda gesta
og ekki ólíklegt að þessi sneið af
veruleika okkar verði mörgum
minnisstæð sem þangað rata.
Í dag eru fjörutíu ár
síðan hljómplatan Sgt.
Pepper‘s Lonely Hearts
Club Band kom út.
Platan, sem kom upp-
runalega út á vínyl,
var áttunda plata The
Beatles og er af flestum
talin hafa markað tíma-
mót í efnisvali og hljóð-
ritunartækni poppsins. Ólíkt fyrri
plötum með nýjum lögum eftir
Lennon, McCartney og Harrison
hafði platan yfir sér heildarsvip,
en þar voru í bland lög sem vísuðu
til fornra tíma og nýrri vandamála
ungra sem aldinna. Platan var var
miklum mun lengur í vinnslu en
fyrri verk The Beatles,
tók marga mánuði,
sem réðst af því að
margrása tæknin sem
var enn í bernsku var
notuð til hins ítrasta af
George Martin og Geoff
Emerick í Abbey Road-
hljóðverinu. Keimlík-
ar tilraunir var verið
að vinna víðar á vegum hljóm-
sveita á borð við Rolling Stones,
Kinks og Beach Boys. Sagan hefur
dæmt Bítlunum vinninginn. Platan
var heillengi á vinsældalistum og
er ótvírætt eitt áhrifamesta safn
dægurlaga sem kom út á seinni
helmingi síðustu aldar.
Sgt. Pepper fertug
„ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“
GRETTIR
Miðasala 568 8000
www.borgarleikhús.is
grettir.blog. is