Fréttablaðið - 01.06.2007, Síða 70
Morr Music er eitt áhugaverðasta sjálfstætt starfandi plötufyrirtæki
Evrópu. Því ber að fagna heimsókn þess hingað til lands, ekki síður í
ljósi þeirrar staðreyndar að þar eru að mála tvær af vonarstjörnum ís-
lensks tónlistarlífs, Seabear og Benni Hemm Hemm. Tvennir stórir
tónleikar á vegum Morr (Morr er einnig nafn á einum af guðunum í
Warhammer) eru á döfinni hérlendis á næstu dögum, annars vegar á
AIM-tónleikahátíðinni á Akureyri núna um helgina og hins vegar í Iðnó
í næstu viku.
Morr Music var stofnað af Berlínarbúanum Thomas Morr árið 1991
og frá upphafi hefur fyrirtækið sérhæft sig í framsækinni raftón-
list og indí-tónlist af ýmsum toga. Reyndar var það áhugi Thomasar
einn og sér sem réði úrslitum um hvort listamenn fengu að gefa út hjá
Morr eða ekki. Thomas hefur sem dæmi sérstaklega mikinn áhuga á
shoegaze og draumkenndu rokki. Thomas hefur meðal annars unnið
að því að vinna sér inn útgáfuréttinn á plötum Slowdive. Það gekk víst
erfiðlega en endaði með því hin tvöfalda Blue Skied an’ Clear kom út
árið 2002. Platan innihélt ábreiður listamanna hjá Morr af hinum ýmsu
Slowdive lögum, meðal annars ein ábreiða með Múm. Sú kjarngóða ís-
lenska sveit hefur einnig gefið út eina endurhljóðblöndunarplötu undir
merkjum Morr.
Hjá Morr ber ýmissa grasa. Líklegast eru þekktustu nöfnin Lali
Puna, B. Fleischmann og Ms. John Soda en þarna er einning að finna
Miami poppsveitina Electric President (sem hefur átt lag í The O.C.),
danska rafpiltinn Manual, hinn mjúka Styrofoam frá Belgíu og margar
fleiri.
Tónlistarmennirnir sem heimsækja okkur
á klakann í þessum mánuði eru heldur ekki
af verri endanum. Isan er líklega þekkt-
asta nafnið en sveit sú er breskur dúett sem
hefur sent frá sér fjölmargar plötur sem þykja
margar með bestu rafplötum síðasta áratugs.
Tarwater er líka annar dúett sem hefur verið
lengi í bransanum og þykja margar plötur
sveitarinnar afbragð, en sveitin byrj-
aði reyndar ekki hjá Morr fyrr en 2005.
Þriðja erlenda Morr hljómsveitin
er einmenningsveit Belgans Dieter
Sermeus, The Go Find, og er eink-
ar skemmtileg. Spilar heillandi raf-
popp sem minnir helst á Death Cab
for Cutie.
Erlendu Morr sveitirnar þrjár,
ásamt íslensku Morr sveitunum Sea-
bear og Benna Hemm Hemm, spila
á tónleikum á Græna hattinum á
Akureyri í kvöld og sveitirnar endur-
taka síðan leikinn á Iðnó, þriðjudaginn
næsta. Það verður síðan enginn annar en
sjálfur Thomas Morr sem mun sjá um
að þeyta skífum bæði kvöldin.
Morr á Íslandi
Plötusnúðurinn og upp-
tökustjórinn Mark Ronson
hefur nóg að gera þessa
dagana. Hann á stóran þátt
í velgengni bæði Lily Allen
og Amy Winehouse, starf-
rækir eigið plötufyrirtæki
og var að senda frá sér sína
aðra plötu, Version. Trausti
Júlíusson skoðaði Mark.
Nafnið Mark Ronson hefur verið
töluvert í umræðunni undanfarið.
Hann hefur spilað mikið sem
plötusnúður (kom m.a. til Íslands
fyrir fáum árum) og hefur verið
duglegur að pródúsera stjörnur
eins og Christinu Aguilera, Robbie
Williams, Lily Allen og Amy Win-
ehouse. Lily og Amy eiga honum
mikið að þakka en honum tókst
reyndar ekki að bjarga síðustu
plötu Robbies, en það hefði senni-
lega enginn getað. Mark sendi fyrir
nokkrum vikum frá sér nýja plötu,
Version, sem hefur að stærstum
hluta að geyma hans útgáfur af
lögum með jafn ólíkum listamönn-
um og Radiohead, Britney Spears,
Coldplay, The Smiths. The Jam og
The Zutons. Um sönginn á plöt-
unni sjá m.a. Lily, Amy, Robbie,
Kasabian, Daniel Merriweather og
Paul Smith úr Maximo Park.
Mark Ronson er stjúpsonur Mick
Jones úr hljómsveitinni Foreigner
(en ekki sonur Mick Ronson, gít-
arleikara David Bowie, eins og
lengi var haldið fram). Hann bjó
fyrstu átta ár ævi sinnar í Eng-
landi, en flutti svo með móður
sinni til Brooklyn. Mark stofnaði
hljómsveit í skóla (spilaði á gítar),
en fékk fönk og hip-hop bakteríuna
þegar hann var 16 ára og byrjaði að
spila sem plötusnúður. Hann varð
mjög vinsæll og fékk viðurnefn-
ið „plötusnúður fræga fólksins“.
Hann spilaði mikið á tískusýn-
ingum og Puff Daddy fékk hann
til að spila í 29 ára afmælisveisl-
unni sinni. Fyrsta plata hans, Here
Comes The Fuzz, árið 2003. Á henni
var m.a. lagið Ooh Wee sem Ghost-
face Killah og Nate Dogg röppuðu.
Það komu margar stjörnur við
sögu á Here Comes The Fuzz (m.a.
Mos Def, M.O.P. og Rivers Cuomo),
en á nýju plötunni eru „lögin sjálf
stjörnurnar,“ að sögn Marks.
Fyrsta tökulagið sem hann gerði
var Radiohead-lagið Just sem hann
setti í hálfgerða djass-fönk út-
gáfu og bætti við blásarasveit sem
hefði getað spilað inn á einhverja
Stax-soul plötuna. Flott útgáfa sem
fékk góðar viðtökur. Mark notar
svipuð meðul á flest lögin á plöt-
unni. Þetta er fönkað upp og sett í
Motown/Stax búning. Og það verð-
ur að segjast eins og er að oft er út-
koman þrælskemmtileg. Britney
Spears-lagið Toxic fær nýtt líf og
það sama má segja um God Put a
Smile Upon Your Face með Cold-
play, Jam-lagið Pretty Green, Val-
erie með The Zutons og Smiths-
slagarann Stop Me If You‘ve Heard
This One Before.
Aðspurður segir Mark um þess-
ar djörfu útgáfur að tilgangurinn
hafi ekki endilega verið að gera út-
gáfur sem féllu aðdáendum upp-
runalegu útgáfunnar í geð. Og
hann segir líka að hann trúi því að
alvöru stjörnur vilji frekar heyra
lögin sín í gjörólíkum útgáfum
heldur en einhverja eftiröpun.
Fram undan hjá Mark er fullt af
pródúsera-vinnu og svo plötur með
Rhymefest, Daniel Merriweather
og hljómsveitinni Domino, en þessi
þrjú nöfn eru á mála hjá Allido-
plötuútgáfunni sem Mark stofnaði
og stýrir.
Breska hljómsveitin
Kaiser Chiefs hefur
hætt við að gefa út
plötu með nýju efni
á þessu ári. Fyrir
nokkrum mánuðum
tilkynnti bassaleikar-
inn Simon Rix að þeir
félagar ætluðu að
gefa út efni sem þeir
tóku upp á sama tíma
og þeir tóku upp síð-
ustu plötu sína Yours
Truly, Angry Mob.
Forsprakki Kaiser
Chiefs, Ricky Wil-
son, hefur borið þetta til baka og segir að
Rix hafi einfaldlega verið að grínast. Segir
hann að platan, sem átti að byggja á persónu
Will Ferrell úr kvikmyndinni Anchorman,
sé hræðileg og muni
aldrei líta dags-
ins ljós. „Eina nótt-
ina vorum við stadd-
ir í hljóðverinu með
hljóðmanninum
okkar. Við tókum upp
plötu á 45 mínútum og
sömdum hana jafn-
óðum. Við kölluðum
hana Bad vegna þess
að hún er hræðileg.
Við fengum innblást-
ur frá persónu Will
Ferrell í Anchorman
sem segir bara frá
öllu sem hann sér,“ sagði Wilson. „Ég hef
ekki hlustað á hana síðan við tókum hana
upp. Ég væri til í það en ég veit að ég fengi
hroll því hún er virkilega ófyndin.“
Gerðu plötu með Ferrell
Píanó sem Bítillinn fyrrverandi
John Lennon spilaði á kvöld-
ið sem hann var myrtur hefur
verið boðið til sölu af fyrirtækinu
Moments in Time. Verðmiðinn er
um 23 milljónir króna.
Píanóið var notað í Record
Plant-hljóðverinu í New York
þar sem Lennon tók upp plöt-
una Imagine árið 1971. Það var
í miklu uppáhaldi hjá Lennon
og spilaði hann á það í margar
klukkustundir áður en hann var
skotinn fyrir utan heimili sitt í
New York 8. desember 1980. Var
hann svo hrifinn af hljóðfærinu
að hann lét flytja það á milli
þeirra hljóðvera sem hann not-
aðist við hverju sinni. Á meðal
fleiri þekktra nafna sem hafa
spilað á píanóið eru Bob Dylan
og Don McLean. Það hefur verið
í geymslu síðan hljóðverinu var
lokað á tíunda áratugnum.
Sama fyrirtæki, Moments in
Time, hefur einnig til sölu plöt-
una sem Lennon skrifaði nafn
sitt á fyrir Mark Chapman, sem
skömmu síðar skaut hann til bana.
Jafnframt er til sölu eiginhandar-
áritun Lennons sem hann gaf
starfsmanni hljóðversins í New
York, en sú er talin vera það síð-
asta sem Lennon skrifaði.
„Síðasta“ píanóið til sölu