Fréttablaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 72
Hollywood-stjörnurnar
eru merkilegar um margt.
Á síðustu misserum virð-
ist einhvers konar felu-
leiksárátta hafa gripið um
sig í stjörnuborginni og
hvert parið á fætur öðru
þverneitar að vera saman
svo mánuðum skiptir.
Mögulega voru það Jennifer An-
iston og Vince Vaughn sem komu
tískubylgunni af stað þegar þau
kynntust við tökur á myndinni
The Break-Up. Sú kynni áttu sér
stað á um það bil sama tíma og
Tom Cruise og Katie Holmes fóru
mikinn í fjölmiðlum vegna sam-
bands síns, sem ef til vill hefur
haft áhrif á varfærni Aniston og
Vaughn. Skötuhjúin, sem voru
saman í rúmt ár, staðfestu aldrei
að þau væru par. Það eina sem þau
staðfestu var í raun aðskilnaður-
inn í desember á síðasta ári.
Gullinhærða parið Kate Hudson
og Owen Wilson fetaði í fótspor
Jen og Vince, en þau kynntust við
tökur á myndinni You,
Me and Dupree. Ein-
hverjir vilja meina
að aðalástæða þess
hulduleiks hafi
verið að Hudson
hafi enn verið gift
rokkaranum Chris
Robinson þegar Wil-
son kom til skjalanna, en fregn-
ir af sambandi þeirra bárust að-
eins nokkrum dögum eftir að
tilkynnt var um skilnað leikkon-
unnar og Robinson. Þau forðuðust
blaðamenn og ljósmyndara eins
og heitan eldinn og gáfu ekkert
út á meint samband, jafnvel eftir
að ljósmyndarar náðu myndum af
þeim saman. Fyrir tveimur vikum
síðan sáust þau loks saman á op-
inberum vettvangi, til að fagna
frumsýningu nýjustu myndar Wil-
son. Þá voru liðnir níu mánuðir
síðan fyrstu fregnir af sambandi
þeirra bárust.
Reese Witherspoon og Jake Gyllen-
haal eru eitt heitasta parið í Holly-
wood um þessar mundir. Ósk-
arsverðlaunahafinn Reese og Ís-
landsvinurinn Ryan Philippe slitu
samvistum í október síðastliðn-
um, eftir að hafa verið saman í
níu ár. Neistaflugið milli Reese og
Jake hófst þegar þau léku saman
í myndinni Rendition, sem verð-
ur frumsýnd í október. Þau gengu
þó lengra en að forðast ljósmynd-
ara, því Reese lét hreinlega banna
myndavélasíma á tökustað mynd-
arinnar til að koma í veg fyrir að
myndir af henni og Jake kæmust í
hendur pressunnar. Miðað við nýj-
ustu fregnir frá vinum parsins eru
þau enn á pikkföstu, en sjálf eru
þau þögul yfir sambandinu.
Nýjasta viðbótin í þessari feimnu
flóru er Penélope Cruz og Josh
Hartnett, sem hafa átt í ástarsam-
bandi síðan í mars. Hvorugt þeirra
hefur gefið nokkuð út á samband-
ið, og bæði reyna þau að klæð-
ast dulargervum þegar þau hitt-
ast á almannafæri. Í mars sást til
parsins á veitingastaðnum Little
Door í Los Angeles. Ljósmyndar-
ar sátu fyrir þeim eftir máltíðina,
en Cruz og Hartnett héldu hvort
í sína áttina til að komast hjá því
að verða fest á filmu. Tom Cruise
og uppátæki hans ku vera orsök
þess að Cruz og Hartnett reyna að
halda sig út af fyrir sig. Cruz og
Cruise voru saman í
þrjú ár og upp-
skáru tölu-
verða fjölmiðla-
umfjöllun, sem
hún vill nú forð-
ast eftir fremsta
megni – eins og
önnur hver stjarna í
borginni.
Átján ára stúlka frá Selfossi, Sig-
rún Vala, gaf nýverið út sitt annað
lag sem heitir Ekki gera neitt. Það
fyrra, Því ástin, gaf hún út þegar
hún var aðeins fimmtán ára og
komst það í fína spilun á útvarps-
stöðvunum.
Bæði lögin eru unnin af Grét-
ari Örvarssyni en þau voru fengin
í gegnum sænskt útgáfufyrirtæki.
Ingibjörg Gunnarsdóttir semur
textana og Reg-
ína Ósk er í
bakröddum.
Sigrún, sem bar
sigur úr býtum
í söngvakeppni
Fjölbrauta-
skóla Suður-
lands, stefnir á
að gefa út sína
fyrstu sólóplötu
næsta haust.
Sigrún Vala
með nýtt lag