Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.06.2007, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 01.06.2007, Qupperneq 72
Hollywood-stjörnurnar eru merkilegar um margt. Á síðustu misserum virð- ist einhvers konar felu- leiksárátta hafa gripið um sig í stjörnuborginni og hvert parið á fætur öðru þverneitar að vera saman svo mánuðum skiptir. Mögulega voru það Jennifer An- iston og Vince Vaughn sem komu tískubylgunni af stað þegar þau kynntust við tökur á myndinni The Break-Up. Sú kynni áttu sér stað á um það bil sama tíma og Tom Cruise og Katie Holmes fóru mikinn í fjölmiðlum vegna sam- bands síns, sem ef til vill hefur haft áhrif á varfærni Aniston og Vaughn. Skötuhjúin, sem voru saman í rúmt ár, staðfestu aldrei að þau væru par. Það eina sem þau staðfestu var í raun aðskilnaður- inn í desember á síðasta ári. Gullinhærða parið Kate Hudson og Owen Wilson fetaði í fótspor Jen og Vince, en þau kynntust við tökur á myndinni You, Me and Dupree. Ein- hverjir vilja meina að aðalástæða þess hulduleiks hafi verið að Hudson hafi enn verið gift rokkaranum Chris Robinson þegar Wil- son kom til skjalanna, en fregn- ir af sambandi þeirra bárust að- eins nokkrum dögum eftir að tilkynnt var um skilnað leikkon- unnar og Robinson. Þau forðuðust blaðamenn og ljósmyndara eins og heitan eldinn og gáfu ekkert út á meint samband, jafnvel eftir að ljósmyndarar náðu myndum af þeim saman. Fyrir tveimur vikum síðan sáust þau loks saman á op- inberum vettvangi, til að fagna frumsýningu nýjustu myndar Wil- son. Þá voru liðnir níu mánuðir síðan fyrstu fregnir af sambandi þeirra bárust. Reese Witherspoon og Jake Gyllen- haal eru eitt heitasta parið í Holly- wood um þessar mundir. Ósk- arsverðlaunahafinn Reese og Ís- landsvinurinn Ryan Philippe slitu samvistum í október síðastliðn- um, eftir að hafa verið saman í níu ár. Neistaflugið milli Reese og Jake hófst þegar þau léku saman í myndinni Rendition, sem verð- ur frumsýnd í október. Þau gengu þó lengra en að forðast ljósmynd- ara, því Reese lét hreinlega banna myndavélasíma á tökustað mynd- arinnar til að koma í veg fyrir að myndir af henni og Jake kæmust í hendur pressunnar. Miðað við nýj- ustu fregnir frá vinum parsins eru þau enn á pikkföstu, en sjálf eru þau þögul yfir sambandinu. Nýjasta viðbótin í þessari feimnu flóru er Penélope Cruz og Josh Hartnett, sem hafa átt í ástarsam- bandi síðan í mars. Hvorugt þeirra hefur gefið nokkuð út á samband- ið, og bæði reyna þau að klæð- ast dulargervum þegar þau hitt- ast á almannafæri. Í mars sást til parsins á veitingastaðnum Little Door í Los Angeles. Ljósmyndar- ar sátu fyrir þeim eftir máltíðina, en Cruz og Hartnett héldu hvort í sína áttina til að komast hjá því að verða fest á filmu. Tom Cruise og uppátæki hans ku vera orsök þess að Cruz og Hartnett reyna að halda sig út af fyrir sig. Cruz og Cruise voru saman í þrjú ár og upp- skáru tölu- verða fjölmiðla- umfjöllun, sem hún vill nú forð- ast eftir fremsta megni – eins og önnur hver stjarna í borginni. Átján ára stúlka frá Selfossi, Sig- rún Vala, gaf nýverið út sitt annað lag sem heitir Ekki gera neitt. Það fyrra, Því ástin, gaf hún út þegar hún var aðeins fimmtán ára og komst það í fína spilun á útvarps- stöðvunum. Bæði lögin eru unnin af Grét- ari Örvarssyni en þau voru fengin í gegnum sænskt útgáfufyrirtæki. Ingibjörg Gunnarsdóttir semur textana og Reg- ína Ósk er í bakröddum. Sigrún, sem bar sigur úr býtum í söngvakeppni Fjölbrauta- skóla Suður- lands, stefnir á að gefa út sína fyrstu sólóplötu næsta haust. Sigrún Vala með nýtt lag
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.