Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.06.2007, Qupperneq 76

Fréttablaðið - 01.06.2007, Qupperneq 76
DELTA FARCE kl. 4, 6, 8 og 10 10 SPIDERMAN 3 kl. 5 og 8 10 SEVERANCE kl. 8 16 SHOOTER kl. 10 16 ÚTI ER ÆVINTÝRI kl. 4 og 6 -450 kr.- L www.laugarasbio.is Sími: 553 2075 - bara lúxus LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR www.SAMbio.is 575 8900 ÁLFABAKKA PIRATES CARRIBEAN 3 kl. 4 - 6 - 8 - 10 10 PIRATES 3 VIP kl. 6 - 10 ZODIAC kl. 6 - 9 16 THE REAPING kl. 8:10 - 10:10 16 BLADES OF GLORY kl. 6 - 8 - 10:10 12 ROBINSON FJ... ÍSL TAL kl. 4 L GOAL 2 kl. 3:50 - 6 7 AKUREYRI PIRATES 3 kl 6 - 9 10 MR. BEAN kl 6 L ZODIAC kl. 8 16 KRINGLUNNI DIGITAL PIRATES OF THE CARIBEAN 3 kl. 4:15 - 6:15 - 7:20 - 8:15 - 10:15 - 10:30 10 MR BEAN´S HOLIDAY kl. 4 L ROBINSON F.. M/- ÍSL TAL kl. 4 LDIGITAL-3D HJ MBL PANAMA.IS VJV TOPP5.IS HÖRKUSPENNANDI MYND BYGGÐ Á SANNSÖGULEGUM ATBURÐUM. Nánari upplýsingar á www.SAMbio.is sannur sumarsmellur, fínasta afþreyingarmynd Trausti S blaðið KEFLAVÍK PIRATES 3 kl. 8 7 THE REAPING kl. 10 16 BLADES OF GLORY kl. 6 L IT’S A BOY GIRL THING kl. 6 - 8 L 30.000 manns á 7 dögum! VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA Missið ekki af þessu blóðuga framhaldi af 28 Days Later. Myndin hefur hlotið frábæra dóma. Robert Carlyle er viðurstyggilega góður! SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 MIÐASALA Á SÍMI 530 1919 28 WEEKS LATER kl. 6 - 8 - 10 UNKNOWN kl. 5.50 - 8 - 10.10 THE PAINTED VEIL kl. 5.30 - 8 - 10.30 IT´S A BOY GIRL THING kl. 8 - 10.10 SPIDERMAN 3 kl. 5.20 28 WEEKS LATER kl. 6 - 8 - 10 ANNAÐ LÍF ÁSTÞÓRS kl. 6 FRACTURE kl. 8 - 10.30 THE LIVES OF OTHERS kl. 5.30 - 8 - 10.30 SPIDERMAN 3 kl. 5.40 - 8.20 PIRATES OF THE CARIBBEAN 3 kl. 3 - 5 - 7 - 9 - 10.45 PIRATES OF THE C. 3 LÚXUS kl. 5 - 9 FRACTURE kl. 8 - 10.30 IT´S A BOY GIRL THING kl. 3.45 - 5.50 SPIDERMAN 3 kl. 5 - 8 - 10.50 10 14 10 16 16 10 16 14 10 28 WEEKS LATER kl. 6 - 8 - 10 PATHFINDER kl. 6 - 8 THE HILLS HAVE EYES 2 kl. 10 16 16 16 !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA Eins og nafnið gefur til kynna þá hefur þessi nýja plata Bry- ans Ferry eingöngu að geyma lög eftir Bob Dylan. Ferry hefur gert plötur með lögum annarra áður, en þetta er í fyrsta sinn sem hann gefur út plötu eingöngu með lögum eftir einn höfund. Það kemur engum á óvart sem hefur fylgst með ferli Ferry að sá höfundur skuli vera Bob Dylan. Ferry hefur margoft lýst yfir dá- læti sínu og djúpri virðingu fyrir textum Dylans og hann hefur áður tekið lög eftir hann, það fyrsta var A Hard Rain‘s Gonna Fall sem kom út á fyrstu töku- lagaplötunni hans, These Foolish Things, árið 1973. Það má að sjálfsögðu deila um gildi tökulagaplatna, en í tilfelli Dylanesque getur maður verið viss um tvennt. Í fyrsta lagi er ör- uggt að öll lög og textar eru af- bragð og í öðru lagi má bóka það að þau eru vel sungin. Ég hef reyndar lengi verið mikill Ferry- maður. Hann er einn af mínum uppáhalds söngvurum; hefur rödd og raddbeitingu sem er ein- stök og sem menn annaðhvort dýrka eða þola jafnvel ekki. Það eru ellefu lög á Dylanesque sem er að stórum hluta unnin með sömu hljóðfæraleikurum og hafa margoft áður unnið með Ferry. Lagavalið er fínt ef frá eru talin lögin Knockin’ On Heaven’s Door og All Along the Watchtower sem að mínu mati hafa bæði verið „koveruð“ of oft og of vel til þess að þessar útgáfur Ferrys eigi rétt á sér. Just Like Thumb’s Blues, Positively 4th Street, Simple Twist of Fate og Gates of Eden eru hins vegar frábær í meðför- um Ferrys. Á heildina litið er þetta fín plata sem rennur ljúft í gegn og þó að hún hafi ekki neitt nýtt fram að færa þá getur maður bókað að hún á eftir að hljóma jafn vel eftir 20 ár og hún hljómar í dag. Til heiðurs meistaranum „Þetta er bara svona nánast eins og Forbes-listinn,“ sagði Jón Gnarr upp með sér þegar blaðamaður Fréttablaðsins greindi honum frá því að nafn hans væri hið fimmta sem kæmi upp á uppslátt- arvefritinu wikipedia. org, ef leitað er að frægum nördum, eða „famous nerds“. Jóni þótti staðsetningin á listanum mikil upphefð, en á Wikipediu fást ríflega 700 leitarniðurstöður með þessum orðum. Hann kvaðst mjög stoltur af nördískunni. „Það gætir samt stundum mis- skilnings meðal Íslendinga,“ sagði hann alvarlegur. „Margir Íslend- ingar halda að nördar og lúðar séu eitt hið sama, samanber „nerd“ og „geek“,” sagði Jón, sem telur mik- inn mun vera þar á. „Þetta er ekki komið í íslensku orðabókina ennþá, en það kemur einhvern tíma,“ sagði hann. „Munurinn á nörd og lúða er sá að nördar eru gáfaðir og skemmti- legir en lúðar eru vitlausir og leið- inlegir. Leikmanni virðast þeir kannski svipaðir, en svo er ekki,“ sagði Jón. Steve Jobs, forstjóri Apple, sem iðulega er sæmdur titli tækni- nörds, kemur fyrir í 141. sæti á sama niðurstöðulista, og sjón- varpspersónan Ross Geller, úr Vinum, í 154. sæti. Í fyrsta sæti trónir hins vegar tyrknesk söng- kona, sem hefur gefið út plötuna Nerde. Í toppsætunum er jafn- framt að finna leikara og töku- stað úr myndinni Revenge of the Nerds. Fimmti frægasti nörd í heimi Ísleifur B. Þórhallsson hjá dreifingarfyrirtæk- inu Græna ljósið gerðu góða ferð til Cannes en þar tryggðu þeir sér sýningar- rétt á mörgum af eftirtekt- arverðustu kvikmyndum hátíðarinnar. Stóru fréttirnar eru eflaust þær að rúmenska sigurmyndin 4 luni, 3 saptamini si 2 zile eða Fjórir mán- uðir, þrjár vikur, tveir dagar verð- ur tekin til sýningar á allra næstu misserum. Miklar vangavelt- ur hafa verið meðal kvikmynda- áhugamanna á netinu hvort örlög hennar yrðu þau sömu og hjá mörgum öðrum evrópskum verð- launamyndum; að hún yrði fáan- leg á næstu myndbandaleigu eftir dúk og disk. „Við tryggðum okkur dreifingarréttinn í blábyrjun há- tíðarinnar. Ég horfði á myndina á fyrsta degi mínum í Cannes, fór á tvö sýningu, mætti á fund klukk- an fjögur með útgáfufyrirtækinu og sendi inn tilboð í kjölfarið sem var samþykkt nánast samstund- is,“ segir Ísleifur og telur þessi kaup ef til vill varpa hvað bestu ljósi á hlutverk Græna ljóssins. „Við höfum lagt mikla áherslu á að fá myndir hingað til lands sem að öðrum kosti myndu aldrei rata í íslensk kvikmyndahús,“ útskýr- ir hann. Ísleifur útilokar ekki að reynt verði að fá leikstjóra myndarin- ar, Cristian Mungiu, til að koma og verða við frumsýningu mynd- arinnar. „Við höfum enda gert mest af því að kynna fyrir gest- um okkar fólkið á bakvið mynd- irnar. Hins vegar er ég viss um að myndin sjálf eigi eftir að vekja töluverða athygli vegna umfjöll- unarefnisins,“ bætir Ísleifur við en hún fjallar um unga konu sem lætur framkvæma á sér ólöglega fóstureyðingu í Rúmeníu skömmu fyrir fall Nicolae Ceaucescu og kommúnista- flokksins. En það var ekki bara rúmenska sigur- mynd- in sem Græna ljósið festi kaup á við strendur við Miðjarðarhafsins. Ís- leifur klófesti einnig meðal annars Sicko, nýjustu heimildar- mynd hins umdeilda Michael Moore og My Blueberry Nights en hún er frumraun söngkon- unnar Noruh Jones á hvíta tjaldinu. Síðan er nokkuð víst að heimild- armyndin Rebellion: The Litvinenko Case eigi eftir að vekja mikla athygli. Hún fjall- ar um fimm síðustu árin í lífi rúss- neska njósnarans Alexander Lit- vinenko sem lést eftir að eitrað var fyrir honum en meðal þeirra sem hafa verið bendlaðir við morðið eru Vladimir Putin, forseti Rússlands. Þá er nokkuð ljóst að Terror‘s Advocate eftir Barbet Schroeder á einn- ig eftir að vekja upp spurn- ingar en hún fjallar um lög- fræðinginn Jacques Vergés sem hefur tekið að sér að verja menn á borð við Slobodan Milos- evic, Mao Tse Tung og sjálfan Saddam Hussein.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.