Fréttablaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 78
Fæ tækifærið þegar ég verð heill af meiðslunum
Arnór Guðjohnsen batt
enda á feril sinn í landsleik gegn
Liechtenstein árið fyrir tíu árum
síðan í undankeppni HM 1998. Ís-
land vann leikinn, 4-0, og Arnór
Guðjohnsen skoraði eitt mark-
anna í leiknum.
„Jú, eitthvað rámar mig í þetta,“
sagði Arnór þegar Fréttablaðið
bað hann að rifja þetta upp. Hann
mundi þó ekki vel eftir leiknum.
„Það eru margir aðrir leikir á
ferlinum sem mér þykir svo sem
vænna um en ég á auðvitað góðar
minningar frá þessum leik líka,“
sagði Arnór.
Hann verður vitanlega í stúk-
unni á Laugardalsvellinum á
morgun. Hann býst við sigri ís-
lenska liðsins. „Ég held að menn
geri sér alveg grein fyrir því að
sigurs verði krafist í þessum leik.
Ég er nokkuð bjartsýnn á það og
það væri gaman að sjá þessa nýja
stráka spreyta sig í leiknum.“
Meðal þeirra nýju leikmanna
sem Arnór á við eru Theódór
Elmar Bjarnason og Matthías
Guðmundsson.
„Theódór Elmar er framtíðar-
leikmaður á miðjunni að mínu
mati. Það ætti að geta byggst upp
mikið af spili í kringum hann,“
sagði Arnór. „Maður hefur svo
lengi beðið eftir því að Matthías
springi út og vonandi að hann geri
það á þessu ári. Hann býr yfir
miklum hraða og þarf að vera dug-
legur að nýta sér hann.“
Sonur Arnórs, Eiður Smári Guð-
johnsen, gæti bætt markamet hans
og Ríkharðs Jónssonar á morgun.
„Það er tímaspursmál hvenær
hann slær metið og hann er vel
upplagður fyrir þennan leik. Hann
hefur gott af því að fá fullar níu-
tíu mínútur.“
Mikið hefur verið rætt um
framtíð Eiðs Smára hjá Barcelona
en Arnór er umboðsmaður hans.
„Þetta eru árlegar vangaveltur
og kannski eðlilega svo. En hann
hugsar ekki um neitt annað en að
klára tímabilið og sjá svo til hvað
tekur við eftir það.“
Krafan hlýtur að vera sigur
Lottomatica Roma,
með Jón Arnór Stefánsson innan-
borðs, vann óvæntan en frábæran
sigur á deildarmeisturum Monte-
paschi Siena í undanúrslitum ít-
ölsku úrvalsdeildarinnar í körfu-
bolta. Roma vann leikinn á úti-
velli, 88-74, og hefur þar með
tekið forystu í einvíginu en þrjá
sigurleiki þarf til að spila til úr-
slita. Næstu tveir leikir fara
fram á heimavelli Roma.
Jón Arnór spilaði 23 mínútur
en brenndi af öllum fjórum skot-
um sínum og komst þar af leið-
andi ekki á blað. Hann átti eina
stoðsendingu, stal einum bolta
og tók eitt frákast.
Staðan í hálfleik var 48-41 Roma
í vil en liðið hafði undirtökin
allan fyrri hálfleikinn. Roma
slakaði þó á klónni í þriðja leik-
hluta þegar Siena náði að jafna og
spennan var mikil fyrir síðasta
fjórðunginn. Siena var skrefinu
á undan þar til 15-4 áhlaup Roma
kom þeim í bílstjórasætið og liðið
vann að lokum glæstan fjórtán
stiga sigur. Næsti leikur í rimm-
unni fer fram á morgun, laugar-
dag.
Unnu óvæntan sigur
Í SAMVINNU
BYLGJAN
989
Rauði kross Íslands
Gambia Red Cross Society
ÍSLAND GAMBIA
Tekið verður á móti söfnunarmunum við Eimskipsgáma sem staðsettir
verða við verslanir Bónus við Skútuvog, Smáratorgi, Helluhrauni og
Spönginni á eftirfarandi tímum:
Föstudaginn 1. júní...........kl. 12:00 - 19:30
Laugardaginn 2.júní.........kl. 10:00 - 18:00
SÖFNUN Á AFGANGSFÓTBOLTABÚNAÐI
BOLTUM, SKÓM OG BÚNINGUM
ÚTSPARK
Jafnframt verður móttaka í Laugardal í tengslum við landsleik
Íslands gegn Liectenstein 2.júní.
Hlutabréf i KR Sport óskast til kaups.
Tilboðsverð ásamt nafnverði bréfanna,
nafn seljanda og símanúmer sendist til
hlynur@sb.is
Íslenska kvennalandslið-
ið byrjaði undankeppni Evrópu-
mótsins vel og vann 3-0 sigur á
Grikkjum í Grikklandi í gær. Ís-
lensku stelpurnar skoruðu tvö
mörk á fyrsta korterinu og bættu
síðan við einu marki í blálokin.
„Það er mjög jákvætt að vinna
3-0 á útivelli og byrja mótið mjög
vel. Íslenska liðið hefur undanfar-
in ár verið frekar óstöðugt á úti-
velli. Í síðustu keppni tapaði liðið
fyrir Tékkum bæði á útivelli og á
heimavelli en það er lið sem við
áttum að vinna samkvæmt bók-
inni. Það þarf að spila þessa leiki
og klára þá, sem stelpurnar gerðu
vel. Þær mættu vel stefndar til
leiks og voru vel undirbúnar.,”
sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson,
landsliðsþjálfari eftir leikinn.
„Við byrjuðum leikinn frá-
bærlega vel og skorum tvö góð
mörk. Ég var gríðarlega ánægð-
ur með fyrstu 25 mínúturnar. Svo
fóru stelpurnar að gera hlutina of
flókna. Ég var því ekki ánægður
með síðasta korterið í fyrri hálf-
leik, við hættum að spila einfalt
og öruggt og botninn datt úr leik
okkar. Það kom líka annar kafli
þar sem ég vildi sjá meira spil í
liðinu. Ég vildi líka sjá stelpurn-
ar finna Ásthildi og Margréti Láru
meira í fæturna,” sagði Sigurður
Ragnar.
Margrét Lára Viðarsdóttir kom
íslenska liðinu yfir eftir aðeins
átta mínútur þegar hún skoraði úr
vítaspyrnu sem hún krækti í sjálf.
Ásthildur Helgadóttir tók síðan
strax til sinna ráða í sínum fyrsta
landsleik síðan í september þegar
hún skoraði laglegt skallamark
eftir aukaspyrnu Eddu Garðars-
dóttur. Þriðja markið skoraði síðan
varamaðurinn Greta Mjöll Samú-
elsdóttir í lok leiksins eftir horn-
spyrnu Eddu Garðarsdóttur.
Sigurður Ragnar var ánægður
með stjörnuframlínu íslenska liðs-
ins.
„Það var jákvætt að Ásthildur
gat spilað allar 90 mínúturnar.
Hún og Margrét Lára eru báðar
frábærir leikmenn en þær náðu
hinsvegar ekki að æfa saman fyrir
leikinn því Ásthildur var meidd
og ekki með á æfingunum. Samt
voru þær að ná vel saman og finna
hvor aðra vel og Ásthildur spilaði
Margréti Láru í gegn í tvö skipti
í leiknum. Þær eru með frábæran
leikskilning og frábæra hæfi-
leika og bara eftir að slípast betur
saman, sem er mjög jákvætt fyrir
okkur,“ sagði Sigurður.
Íslenska liðið varð fyrir tveimur
áföllum í leiknum, fyrst fór af-
mælisbarnið Katrín Jónsdóttir
meidd af velli í lok fyrri hálfleiks
og síðan meiddist félagi hennar úr
Val, Rakel Logadóttir, í seinni hálf-
leik. „Ég vona það besta, Katrín á
við tognun að stríða og Rakel fékk
einhvern slink á hnéð. Það skýr-
ist ekkert fyrr en á næstu dögum
hversu alvarleg þessi meiðsli eru,”
sagði Sigurður Ragnar.
Íslensku stelpurnar spila næst
við Frakka á Laugardalsvellin-
um 15. júní og það verður verð-
ugt verkefni enda Frakkar með
fullt hús og markatöluna 12-0 eftir
fyrstu tvo leiki sína.
„Nú er hörkuleikur fram undan
við Frakka sem er mjög spennandi
dæmi. Það er stefnt að því að slá
aðsóknarmetið á þeim leik enda
eru við að fá sjöunda besta liðið í
heimi á Laugardalsvöllinn,” sagði
Sigurður.
Íslenska kvennalandsliðið vann 3-0 sigur á Grikkjum í fyrsta leik sínum í
undankeppni Evrópumótsins 2009. Margrét Lára Viðarsdóttir og Ásthildur
Helgadóttir voru báðar búnar að skora eftir aðeins fjórtán mínútna leik.