Fréttablaðið - 01.06.2007, Side 80

Fréttablaðið - 01.06.2007, Side 80
Landslið Liechtenstein er þekkt fyrir frammistöðu sína á vellinum, óvænta sigra og stór töp. Rithöfundur í Englandi, Charlie Connelly, gerði sér þátt- töku liðs- ins í undan- keppni HM 2002 að um- fjöllunarefni í bók sem kom út sama ár og úr- slitakeppn- in í Japan og Suður-Kóreu fór fram. Liechten- stein gekk illa í þess- ari undan- keppni. Tapaði öllum átta leikjum sínum og náði ekki að skora eitt einasta mark. Connelly öðlaðist frægð fyrir bók sína sem var hlaðin lofi af rit- höfundum. Í henni kynntist hann heilli þjóð, eðli hennar og þjóð- arsál. Raunir liðsins efni í góða bók Íslenska landsliðið mætir Liechtenstein á Laugardals- velli um helgina í undankeppni EM 2008. Sú keppni fer fram í Austurríki og Sviss, löndunum sem umlykja Liechtenstein. Landið er ekki stórt, um 160 ferkílómetrar. Það er svip- að flatarmál og tvö Þingvalla- vötn eða á stærð við Drangajök- ul. Vatnajökull er til að mynda 52 sinnum stærri en Liechtenstein. 34 þúsund manns búa í Liechtenstein. Það er nánast sami íbúafjöldi og var í Reykjavíkur- hverfunum Árbæ, Breiðholti og Grafarholti í fyrra. Höfuðborg Liechtenstein heitir Vaduz en sú stærsta Schaan með sex þúsund íbúa. Eins og tvö Þingvallavötn Á morgun keppir íslenska landsliðið við landslið Liechten- stein í undankeppni EM 2008 en leikurinn fer fram á Laugardals- velli. Liðin hafa hvort um sig inn- byrt einn sigur í riðlinum til þessa en Eyjólfur Sverrisson og hans menn eru engu að síður krafðir um sigur á morgun. Landslið Liechtenstein er eitt þeirra sem hafa verið í hópi smá- liða Evrópu, það sem enskir fjöl- miðlamenn kalla oft „minnows“. Íslenska landsliðið var vissulega eitt sinn í þeim hópi en telst nú varla lengur. Engu að síður er landslið Liechtenstein skipað átta atvinnu- mönnum en sjö þeirra munu líklega byrja inni á á morgun. Það telst nú þokkalegt, ekki síst miðað við að 34 þúsund manns búa í landinu. Einn þeirra er Michele Polver- ino sem leikur með FC Vaduz. Hann ólst upp í Liechtenstein en hefur til þessa verið með ítalskan ríkisborgararétt. Í fyrradag fékk han hins vegar einni ríkisborgar- rétt frá landsstjórn Liechtenstein og getur því spilað sinn fyrsta landsleik á morgun. Sjö atvinnumenn byrja inni á Hópurinn byggður upp á leik- mönnum sem leika með liðum sem leika í D-deildinni í Sviss og í C-deildinni í Austurríki. Þeir eru allir áhuga- menn og meðal þeirra má finna pípulagninga- mann, tvo banka- starfsmenn, námsmenn og einn er meira að segja atvinnulaus. H im in n o g h af /S ÍA Fögnum eins árs afmæli nýrra verslana okkar að Fiskislóð og á Akureyri með pomp og prakt. Allskyns tilboð í tilefni dagsins. Líttu inn og fagnaðu með okkur – og gerðu kjarakaup í leiðinni. Opið mánud.–föstud. 8–18, laugard. 10–16 og sunnud. 12–16 Afmælis Tryggvabraut 1–3, Akureyri • Sími 460 3630 Mikið úrval af garðhúsgögnum AFMÆLISAFSLÁTTUR AFMÆLISAFSLÁTTUR AFMÆLISAFSLÁTTUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.