Fréttablaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 81
Mario Frick, sóknarmað-
ur í landsliði Liechtensteins, er
langþekktasti knattspyrnumaður
landsins. Hann var fyrsti knatt-
spyrnumaður landsins sem gerð-
ist atvinnumaður erlendis en
hann leikur nú með Siena í Seríu
A á Ítalíu. Hann er 33 ára gamall
og á að baki þrettán ára atvinnu-
mannaferil.
Hann á margt líkt með Eiði
Smára Guðjohnsen en báðir eiga
þeir markamet sinna landsliða.
Eiður deilir reyndar sínu með
Ríkharði Jónssyni en Frick hefur
skorað ellefu landsliðsmörk, flest
landa sinna.
Eiður Smári
Liechtensteins
Íslenska landsliðið mætir
á morgun sínum veikasta and-
stæðingi í undankeppni EM 2008
á heimavelli. Samkvæmt því ætti
krafan á íslenska landsliðið að
vera ekkert annað en sannfær-
andi sigur. Stuðningsmenn lands-
liðs Liechtenstein eru hins vegar
á öðru máli og útiloka ekki óvænt
úrslit í leiknum þó Ísland sé vissu-
lega sigurstranglegri aðilinn.
Árangur liðsins síðustu ár er
eftirtektarverður. Í síðustu undan-
keppni, fyrir HM 2006, náði liðið
átta stigum og fékk á sig 23 mörk
í tólf leikjum. Ísland fékk í sömu
keppni fjögur stig og 27 mörk á
sig í tíu leikjum.
Liechtenstein kemur hingað til
lands fullt sjálfstraust eftir sigur á
Lettum á heimavelli í síðasta leik.
Lettar fóru hins vegar létt með Ís-
lendinga á sínum heimavelli fyrr
í haust, 4-0. Það er því margt sem
bendir til þess að lið Liechtenstein
sé sýnd veiði en ekki gefin.
Þó er því ekki að neita að á
pappírnum lítur lið Liechten-
stein ekki neitt sérstaklega vel
út. Þrír leikmenn leika með
nokkuð þekktum liðum en aðrir
leikmenn koma úr neðri deildum
Sviss, Austurríkis og Þýskalands.
Deildum sem íslensku landsliðs-
mennirnir myndu sjálfsagt aldrei
telja áhugavert að spila í.
Umhverfið lítur einnig allt öðru-
vísi út. Aðeins sjö knattspyrnufé-
lög eru starfrækt í Liechtenstein
á meðan að fjöldi knattspyrnufé-
laga á Íslandi nálgast 130. Gríðar-
lega mikill munur er á öllu innra
starfi knattspyrnunnar og upp-
byggingu leikmanna.
Félögin sjö í Liechtenstein taka
þó árlega þátt í bikarkeppni þar í
landi og sigurvegarinn fær sæti í
UEFA-bikarkeppninni.
Stærsta félagið í Liechtenstein
er FC Vaduz. Það leikur í B-deild-
inni í Sviss og hefur á undanförn-
um árum þrisvar verið nálægt því
að komast í úrvalsdeildina.
Mikil uppstokkun hefur átt sér
stað í liðinu, heimamönnum til
mikillar gremju. Aðeins fjórir leik-
menn liðsins koma frá Liechten-
stein og eru þeir allir í landslið-
inu. Leikmenn frá Suður-Ameríku,
Afríku og Austur-Evrópu eru áber-
andi og fyrir vikið hafa vinsældir
liðsins hrunið. Aðeins 6-700 manns
mæta að meðaltali á heimaleiki
liðsins í svissnesku deildinni.
Þjóðarstoltið er því knatt-
spyrnulandsliðið, sem hefur verið
að ná góðum árangri sem fyrr
segir. Í kjölfarið eru væntingarn-
ar sem gerðar eru til liðsins sífellt
að aukast.
Landslið Liechtensteins mætir því íslenska á Laugardalsvelli á morgun. Þær vonir og væntingar sem gerðar
eru til liðsins aukast með ári hverju. Í síðasta leik liðsins vann það góðan sigur á Lettum, 1-0.
25% afmælisafsláttur af:
• útivistarfatnaði
• skóm
• ferðavörum
• stangveiðivörum og fatnaði
• gasvörum
• gasgrillum
• aukahlutum fyrir ferðatæki
Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is • Póstsendum um allt land
sveisla!
Stangveiðivörur
og fatnaður
frá Loop
Útivistarfatnaður
m.a. frá Devold
FerðavörurPermasteel-gasgrill Primusar
Aukahlutir fyrir
ferðatæki
Vandaðir
gönguskór
Primus-ferðagasgrill
AFMÆLISAFSLÁTTUR
AFMÆLISAFSLÁTTUR
AFMÆLISAFSLÁTTUR