Fréttablaðið - 01.06.2007, Page 88

Fréttablaðið - 01.06.2007, Page 88
Allir vita að reykingafólk er frekasti minnihlutahópur í heimi. Í eigin huga er reykinga- maðurinn þó fyrst og fremst kúgað fórnarlamb, eins og umræðan um reykingabannið sem tekur gildi í dag sýnir. Svo innilega trúir reyk- ingamaðurinn tjörunni að hann hefur fengið til liðs við sig ófáa nyt- sama sak/reykleysingja, sem oft eru uppnefndir „frjálslyndir húman- istar“ og eru vinsælir álitsgjafar og pistlahöfundar. um píslarvættið sem þessi „félagslega útskúfaði hópur“ telur sig þurfa aða þola af völdum bannsins eru dramatískar upphróp- anir um forræðishyggju og Hitlers- lög. Líklega hefði Orwell heimtað að drifskafti yrði stungið í líkkistu sína hefði hann grunað að í framtíð- inni myndi grátkór reykingamanna vísa í 1984 til að mótmæla hófsöm- um skorðum á því hvar fámennur hópur geti fengið útrás fyrir áunna fíkn sína; þennan viðbjóðslega ósið sem veldur öllum í grenndinni ómældum ama. Puh segi ég, já puh. sem reykingapakkið notar ömurlegum málstað sínum til stuðnings eru mörg hver kostu- leg. Sessunautur minn, að jafnaði kýrskýr ung kona hvers æskublómi og rökhugsun hafa þó sölnað eftir ellefu ára tóbaksfíkn, hefur kastað fram sumum af mínum uppáhalds... öh, „röksemdum“. Ein sú frumleg- asta er á þá leið að um leið og tób- aksreyksins njóti ekki við muni allir skemmtistaðir landsins fyll- ast af mannaþef. Nú er vissulega ósanngjarnt að ætla reykingafólki svo stórt að baða sig reglulega. En sá sem er slíkur skunkur að ekkert nema eitraður, illþefjandi tóbaks- reykur dugir til að kæfa dauninn af honum á við annað og stærra vanda- mál að etja en reykingabann. Ég reyki ekki og ég ilma vel. ekki síður dillað yfir innantómum hótunum reykinga- manna um að barirnir muni tæm- ast eftir að reykbannið tekur gildi. Þeir hafa einfaldlega ekki stað- festu til að fylgja þeirri hótununni. Hefðu þeir hana væru þeir löngu hættir að reykja. Einhver mótmælti reykingabanninu í mín eyru á þeim makalausu forsendum að um leið og hyskið fengi ekki að svæla sínar síg- arettur á veitingahúsum færi það beinustu leið heim og spúði óvær- unni yfir börnin sín. Þarna er reyk- ingasubbunum rétt lýst. Víla ekki fyrir sér að spilla heilsu eigin barna til að fá skammtinn sinn. Stór hluti af fróun reykingamanna virðist reyndar fólginn í því að eitra and- rúmsloft annarra. það er óþarfi að kenna í brjósti um reykingamenn. Það mun síst skorta á reykinn þar sem þeir enda. Reyklaus barlómur Nú getur þú hringt í 1441 og fyllt á Frelsið með símanum þínum – þú þarft bara að skrá debet- eða kreditkortið þitt einu sinni á Mínu Frelsi á siminn.is eða í verslunum Símans Fylltu á Frelsið með GSM símanum og þú færð:* – 0 kr. í 2 GSM vini – 0 kr. mínútan eftir fyrstu 3 mínútur hvers símtals 800 7000 – siminn.is Fullur sími * Nánari upplýsingar um tilboð og skilmála er að finna á siminn.is/Frelsi. E N N E M M / S ÍA / N M 2 7 8 10 BEINN SÍMI Í HTH: 530-2906 / 530-2907 BAÐINNRÉTTINGR KAUPHLAUPSVERÐ 10% AFSLÁTTUR LISTAVERÐ: 159.900 kr. KAUPHLAUPSVERÐ 129.900 kr. Sharp 32" LCD LC-32GA8E FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.