Fréttablaðið - 05.01.2013, Blaðsíða 26
5. janúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26
Konur á Indlandi eiga ekki sjö dagana sæla. Um það virðast allir sem til þekkja sammála. Allt frá barnsaldri sæta þær illri meðferð af ýmsu
tagi, fordómum, mismunun, van-
rækslu og ofbeldi.
Þau viðhorf virðast harla rótgró-
in að konur geti sjálfum sér um
kennt ef þær verða fyrir kynferð-
islegu ofbeldi. Algengt er að lög-
regla og dómsvald bregðist við
kærum með því að hvetja kon-
urnar til að giftast árásarmann-
inum.
„Þetta er menning sem trúir
því að það versta við nauðganir sé
niðurlæging fórnarlambsins, sem
aldrei framar muni finna mann til
að kvænast sér, og lausnin sé því
að giftast nauðgaranum,“ segir
indverski rithöfundurinn Sonia
Faleiro í pistli á vefsíðu banda-
ríska dagblaðsins New York Times.
Hún bjó í 24 ár í Nýju-Delí,
höfuð borg Indlands, þar sem kyn-
ferðisleg áreitni er að hennar sögn
daglegt brauð fyrir konur: „Á ung-
lingsárum lærði ég að verjast. Ég
stóð aldrei einsömul ef ég gat kom-
ist hjá því, og ég gekk hratt, með
hendur krosslagðar yfir brjóstið,
og forðaðist að komast í augnsam-
band við fólk og brosa,“ segir hún.
Fögur loforð
Karlar hafa vanist því að kom-
ast refsilaust upp með hvers kyns
áreitni og ofbeldi gagnvart konum,
en upp úr sauð á Indlandi nú fyrir
jólin þegar sex karlar nauðguðu 23
ára konu í strætisvagni á götum
Delí. Konan lést af völdum mis-
þyrminga nærri hálfum mánuði
síðar.
Fjölmargar indverskar konur
hafa risið upp og látið í sér heyra
og karlar hafa óspart tekið undir.
Efnt hefur verið til fjöldamót-
mæla og minningarstunda og jafn-
vel hungurverkfalla. Skorað er á
stjórnvöld að breyta þessu ástandi,
sjá til þess að karlar komist ekki
lengur refsilaust upp með athæfið
og öryggi kvenna verði tryggt.
Stjórnvöld hafa brugðist við og
lofa nú öllu fögru. Nú síðast sagði
Sushilkumar Shinde, innanríkis-
ráðherra landsins, að þjóðin þyrfti
nú að ráðast gegn ofbeldinu með
„járnhendi“ til að koma í veg fyrir
nauðganir og aðra glæpi gegn
konum.
Vonir vakna
Það sem vekur vonir við þetta mál
er að stjórnvöld hafa brugðist við.
Lögregla hefur tekið málið föst-
um tökum og ríkisstjórnin lofar
umbótum.
Þegar lík konunnar var flutt
til Indlands frá Singapúr á gaml-
ársdag lögðu bæði Manmohan
Singh forsætisráðherra og Sonia
Gandhi, leiðtogi stjórnarflokks-
ins, leið sína út á flugvöll í Nýju-
Delí og hittu þar ættingja kon-
unnar.
Gandhi sendi frá sér yfirlýs-
ingu þar sem hún sagði lát kon-
unnar styrkja stjórnvöld í vilja
sínum til að „berjast gegn þeim
skammarlegu viðhorfum og hug-
arfari sem gegnsýra samfélagið
og gera körlum kleift að nauðga
og misþyrma konum án þess að
óttast refsingu.“
„Við skulum vona að árið 2013
verði straumhvörf hvað varðar
ofbeldi gegn konum á Indlandi og
allar konur geti gengið frjálsar
án ótta,“ sagði Navi Pillay, mann-
réttindafulltrúi Sameinuðu þjóð-
anna. „Almenningur er að krefj-
ast þess að kerfi sem mismunar
gegn konum breytist í menningu
þar sem borin er virðing fyrir
sæmd kvenna bæði að lögum og
í verki.“
Rótgróin viðhorf
Miklar breytingar hafa orðið á
indversku samfélagi síðustu tvo
áratugina eða svo. Fjölmenn milli-
stétt hefur efnast töluvert og ungt
fólk í vel stæðum fjölskyldum er
almennt menntaðra en áður þekkt-
ist. Þetta unga fólk tekur ekki
hverju sem er þegjandi lengur.
Konur hafa reyndar mótmælt
kynferðislegu ofbeldi á Indlandi
áratugum saman, og náð ýmsum
áföngum í rétta átt, til dæmis með
lagasetningu og viðbragðsáætlun-
um af ýmsu tagi.
En þótt kröfurnar nú um enn
frekari aðgerðir séu háværar er
þó vart hægt að búast við róttæk-
um breytingum á stuttum tíma.
Til þess eru viðhorfin of rótgróin
í menningunni.
„Ég held að konur ættu að gift-
ast sextán ára, þannig að þær hafi
eiginmann til að sinna kynferðis-
legum þörfum þeirra og þurfi
ekki að leita annað,“ sagði Sube
Singh, bæjarstjóri í litlu þorpi,
sem hafði greinilega velt því fyrir
sér hvernig komið yrði í veg fyrir
kynferðisofbeldi: „Með þessu móti
yrðu engar nauðganir.“
Þessi orð hans vöktu hörð við-
brögð en hætt er við að þau við-
horf sem hann tjáir verði viðloð-
andi harla lengi.
Guðsteinn
Bjarnason
gudsteinn@frettabladid.is
Vitundarvakning á Indlandi
Hrottaleg hópnauðgun ungrar konu um miðjan síðasta mánuð hefur vakið hörð viðbrögð á Indlandi og háværar kröfur um
breytingar á rótgrónum viðhorfum til kvenna. Stjórnvöld hafa aldrei þessu vant brugðist við og lofa öllu fögru.
INDVERSKAR
KONUR RÍSA UPP
Undanfarnar vikur
hefur verið efnt til
fjöldamótmæla,
minningarstunda
og jafnvel hungur-
verkfalla til að
hvetja stjórnvöld
til dáða.
NORDICPHOTOS/AFP
Um klukkan hálftíu að kvöldi 16. desember
tók 23 ára kona sér far með strætisvagni í Delí,
næstfjölmennasta stórborgarsvæði Indlands.
Hún var að koma af kvikmyndasýningu ásamt
28 ára gömlum vini sínum, sem fór með henni
í strætisvagninn. Þau héldu að vagninn væri á
áætlunarleið en svo reyndist ekki vera.
Um borð voru fimm vinir vagnstjórans sem
réðust á parið, bundu manninn og börðu hann
með járnstöng þar til hann missti meðvitund,
en drógu stúlkuna aftast í vagninn þar sem
þeir nauðguðu henni, börðu og misþyrmdu
með járnstöng. Á meðan á þessu gekk hélt
vagnstjórinn áfram akstrinum en að lokum
hentu mennirnir parinu út meðan vagninn var
enn á ferð.
Stúlkan var flutt á sjúkrahús í höfuðborginni
Nýju-Delí og kom þar í ljós að ýmis líffæri í
neðra kviðarholi hennar voru ónýt eftir mis-
þyrmingarnar. Hún þurfti að gangast undir
margar skurðaðgerðir og loks var hún flutt til
Singapúr hinn 26. desember á annað sjúkra-
hús, þar sem betri aðstæður voru til að græða
í hana ný líffæri í stað hinna, sem ónýt voru.
Þar lést hún að morgni 29. desember og fór
útför hennar fram daginn eftir.
ÁRÁSIN Í DELÍ 16. DESEMBER
Síðastliðið haust vakti árás á fimmtán ára skólastúlku mikið uppnám í
Pakistan, með nokkurri vitundarvakningu um hlutskipti stúlkna í landinu
og háværum kröfum á hendur stjórnvöldum um að tryggja þeim öryggi
og mannréttindi. Enn er óljóst hvort þær kröfur muni hafa einhver áhrif í
raun, en stúlkan hefur náð sér merkilega vel og var í fyrradag útskrifuð af
sjúkrahúsi í Birmingham á Englandi.
Malala Yousufzai var á skólalóð í heimaþorpi sínu í Pakistan hinn 9.
október þegar ráðist var á hana. Hún var komin upp í skólabifreið sem
átti að flytja hana og fleiri börn heim úr skólanum þegar maður réðst
inn í bifreiðina vopnaður byssu og skaut á tvær stúlkur. Malala fékk skot
í höfuðið og í fyrstu var óljóst hvort hún hefði orðið fyrir heilaskaða, en
fljótlega eftir að hún var flutt á sjúkrahúsið í Birmingham sögðust sér-
fræðingar bjartsýnir á að hún myndi ná sér að mestu.
Þrátt fyrir ungan aldur var hún fyrir árásina vel þekkt í heimalandi
sínu og víða um heim fyrir gagnrýni sína á kúgun og ofbeldi talibana og
baráttu sína fyrir réttindum stúlkna og kvenna, ekki síst til menntunar.
Af þeim sökum höfðu talibanar ítrekað hótað henni, og lýstu síðar yfir
ábyrgð á árásinni.
Stjórnvöld í Pakistan hafa greitt fyrir sjúkrahúsmeðferð hennar í Eng-
landi. Enn fremur hafa pakistönsk stjórnvöld ákveðið að greiða föður
hennar laun sem menntamálafulltrúi þeirra í Birmingham næstu þrjú árin,
þannig að öruggt þykir að Malala geti dvalist þar í landi að minnsta kosti
þann tíma. Þrátt fyrir vitundarvakninguna í Pakistan þykir öryggi hennar
ekki tryggt þar í landi næstu misserin hið minnsta.
➜ Vitundarvakning í Pakistan
MALALA YOUSUFZAI Útskrifuð af sjúkra húsinu í Birmingham. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Strax sólarhring eftir árásina tókst lögreglu að
hafa hendur í hári nokkurra árásarmannanna
og fimm dögum síðar höfðu þeir allir verið
handteknir. Alls hafa sex manns verið hand-
teknir. Fimm þeirra hafa verið ákærðir og
verður farið fram á dauðarefsingu yfir þeim
en sá sjötti er aðeins sautján ára og kemur
fyrir unglingadómstól.
Vagnstjórinn heitir Ram Singh og er 33 ára
gamall. Meðal árásarmannanna var bróðir
vagnstjórans, Mukesh Singh, sem er 22 ára.
Hinir eru Pavan Gupta, sem er aðeins 19 ára,
Vinay Sharma, sem er tvítugur, og Akshay
Sing, sem er 24 ára, en sá yngsti í hópnum
heitir Muhammed Afroz, kallaður Raju.
Mennirnir höfðu hist fyrr um daginn,
drukkið áfengi og ákveðið að fara í ökuferð
á vagninum. Áður en þeir tóku parið upp í
höfðu þeir tekið annan farþega, trésmið sem
var rukkaður um fargjald en síðan rændur og
hent út úr vagninum. Allir þekktust þeir vel
nema Raju. Í sumum fjölmiðlum er fullyrt að
Raju hafi verið aðgangsharðastur þeirra, og
þess vegna ríki mikil reiði meðal almennings
út af því að hann, vegna ungs aldurs, virðist
ætla að sleppa með minnstu refsinguna.
ÁRÁSARMENNIRNIR