Fréttablaðið - 05.01.2013, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.01.2013, Blaðsíða 10
5. janúar 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 KJARAMÁL Alþýðusamband Íslands (ASÍ) og Samtök atvinnulífsins (SA) hófu í gær viðræður um end- urskoðun gildandi kjarasamn- inga. Fulltrúar aðila vinnumark- aðarins funduðu í höfuðstöðvum ASÍ í Guðrúnartúni í gærmorgun en ASÍ hefur sett fram kröfu um hærri launahækkanir en gert er ráð fyrir í samningunum. Samkvæmt kjarasamningum munu laun á vinnumarkaði hækka um 3,25% um næstu mánaðamót. Aðilar vinnumarkaðarins hafa hins vegar hvorir um sig rétt á því að krefjast endurskoðunar á samn- ingnum en ákvörðun um slíkt þarf að liggja fyrir í síðasta lagi 21. janúar næstkomandi. „Við vorum einfaldlega að ræða þá stöðu sem upp er komin. For- sendur kjarasamningsins hafa ekki allar haldið,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri ASÍ, og bætir við: „Þessi forsendubrest- ur bitnar á báðum og við erum nú að ræða hvernig sé best að bregð- ast við.“ Vilhjálmur segir að SA muni ekki hafa frumkvæði að því að opna kjarasamninginn en telji jafnframt að fremur væri rétt að lækka umsamdar launahækkanir en að hækka þær. „Við teljum að það sé best til lengri tíma að vinna bug á verðbólgunni og þú gerir það ekki með því að búa til meiri verð- bólgu,“ segir Vilhjálmur. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir liggja fyrir að ASÍ hafi sett fram kröfu um hærri launahækk- anir þar sem verðbólga hafi reynst hærri en forsendur kjarasamnings- ins gerðu ráð fyrir. Hann vill hins vegar ekki tjá sig um hvað fór fram á fundinum í gær fyrr en að lokn- um formannafundi ASÍ á mánudag. Núgildandi kjarasamningur var undirritaður í maí 2011. Byggði hann á nokkrum forsendum sem ekki hafa staðist en þannig var gert ráð fyrir 2,5% verðbólgu nú um áramótin og því að gengisvísi- tala krónunnar væri 190 stig. Verð- bólga mælist hins vegar 4,2% og þá er gengisvísitalan rúm 231,5 stig. Í samningum var einnig sú forsenda að kaupmáttur hefði aukist á árinu 2012 og sú forsenda hefur staðist þótt kaupmáttaraukningin hafi orðið minni en vonast var eftir. Seðlabanki Íslands hefur lýst yfir áhyggjum af því að endurskoð- un kjarasamninga myndi hafa í för með sér meiri launahækkanir en þegar hefur verið samið um. Telur Seðlabankinn að frekari launa- hækkanir myndi leiða út í verðlag og hefur bankinn því lýst því yfir að þörf gæti verið á vaxtahækkun- um, verði laun hækkuð frekar. magnusl@frettabladid.is Ræddu endur- skoðaðan kjarasamning Aðilar vinnumarkaðarins funduðu í gær um endur- skoðun kjarasamninga. Gildandi samningar kveða á um 3,25% hækkun í febrúar en forsendur hafa brostið. FUNDURINN Í GÆR Fulltrúar aðila vinnumarkaðarins funduðu á skrifstofu ASÍ í Guðrúnartúni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÞJÓÐGARÐAR Staðarval fyrir „nýja Valhöll“ á Þingvöllum er enn til umræðu hjá Þingvallanefnd. Á fundi nefndarinnar í desember var kynnt verkfræðileg úttekt sem tók til samgöngukerfis, veitukerfis, jarðfræði, verndar vatnasviðs og fleira. „Uppbygging við Hakið fellur best að þeim matsþáttum sem til skoðunar voru. Næst væri það Gjábakki, svo Efri-Vellir og að lokum Valhallarsvæðið,“ segir í fundargerð Þingvallanefndar sem undir- strikar að mat verkfræðistofunnar byggist eingöngu á tæknilegum forsendum. „Eftir er að skoða svæðin með tilliti til sjónrænna áhrifa, notagildis og annarra þátta sem skoðaðir verða í framhaldi af þessari úttekt.“ - gar Tæknilegt mat verkfræðinga en eftir að vega sjónræn áhrif: Hakið hentar nýrri Valhöll best HÓTEL VALHÖLL Brann til kaldra kola í júlí 2009.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.