Fréttablaðið - 05.01.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.01.2013, Blaðsíða 18
5. janúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 18 Forsetinn tók það fram að orðan væri þakklætisvottur frá allri þjóð-inni og ég er mjög ánægð og hreyk-in, ég verð að segja það alveg eins og er,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstjóri í Djúpavík á Ströndum, um þá tilfinningu að taka við riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu úr hendi forset- ans fyrir starf sitt. Síðan heldur hún áfram. „Maðurinn minn, Ásbjörn Þorgilsson, á heið- urinn náttúrlega með mér, fyrst og fremst. Síðan börnin okkar og aðrir sem hafa tekið þátt í þessu með okkur. Mér finnst þetta vera viðurkenning til þeirra allra.“ Þurftu næstum að beita byssu Eva og Ásbjörn eru einu íbúarnir í Djúpa- vík að vetrinum en líflegra er á öðrum árs- tímum því nokkrir eiga sumarhús í víkinni, auk þess sem staðurinn heillar ferðalanga. Hótel Djúpavík var opnað sumarið 1985 og Eva segir það opið allt árið. „Ef fólk kemst til okkar tökum við á móti því. En við verðum alltaf að vara það við ef veðurspáin er vond og um tvísýnu er að ræða því möguleikarnir á að komast um svæðið eru svo takmark- aðir þegar snjóar. Vegakerfið hjá okkur er þannig.“ Snjór, ófærð og rafmagnsleysi hafa sett svip sinn á daglegt líf í Árneshreppi undan- farið, eins og stundum áður. Hvernig skyldi Evu hafa gengið suður? „Við hjónin þurftum, lá við, að setja byssu í bakið á vegagerðar- mönnum til að ryðja fyrir okkur. Við feng- um líka að heyra að ekki væri víst að þessi eini snjómokstur sem okkur er skammtaður fram á vormánuði yrði neitt á næstunni. Við eigum því ekkert tryggt að komast heim í bráð.“ Aðspurð segir Eva rafmagnið hafa farið af í Djúpavík rétt eftir að þau hjón fóru suður og verið úti í þrjá og hálfan sólarhring. Hefur hún ekki áhyggjur af matnum í fryst- inum? „Fyrst frystigeymslurnar voru ekkert opnaðar ætti hann að hafa sloppið.“ Pússa og fægja starfsemina Hótel Djúpavík var byggt á þriðja áratug síðustu aldar. Þar eru átta tveggja manna herbergi og matsalur. Eva og Ásbjörn hafa bætt við gistirýmið með því að taka í notkun annað hús sem þau áttu og byggja eitt í við- bót. „Við höfum náttúrlega verið að pússa og fægja starfsemina látlaust og Ásbjörn er líka alltaf að taka gömlu síldarverksmiðjuna í gegn. Þar eru ýmsar listsýningar og ljós- myndasýningar settar upp og eins erum við með fasta sýningu sem heitir Sögusýning Djúpavíkur.“ Spurð hvort hún sjái um að elda og baka ofan í gesti svarar Eva hógvær: „Ég geri það vor og haust og auðvitað að vetrinum því þá er ég ekki með neitt starfsfólk en á sumrin koma börnin okkar tvö ásamt öðrum ætt- ingjum. Systir mín eldar dálítið en ég fer frekar í þjónustustörfin. Þetta er mikil sam- vinna.“ Var leikskólastjóri í Kópavogi Það er vonum seinna sem Eva er innt eftir því hvaðan hún sé af landinu. „Ég er úr Garðabæ en við Ásbjörn bjuggum í Kópa- vogi áður en við fluttum á Strandirnar, ég var í starfi sem nú kallast leikskólastjóri.“ Spurð hvort hún hafi fengist við kennslu síðan svarar hún: „Já, aðeins. Ég kenndi tvo vetur í Finnbogastaðaskóla, sem er skólinn okkar, þegar börnin okkar voru yngri. Einnig kenndi ég vetrarpart á Reykhólum og vetrarpart á Hólmavík. En svo lengd- ist skólaárið í báða enda, byrjar snemma hausts og stendur fram í júní, og ég gat ekki farið að skera af minni starfsemi til að sinna kennslu, svo ég hef ekkert verið í henni síðan veturinn 1999-2000.“ En finnst Evu ekki gaman að koma suður, verandi af höfuðborgarsvæðinu? „Jú, auð- vitað er gaman að koma suður. Við eigum börnin okkar hérna, fimm barnabörn og tvö skábarnabörn, þannig að það er góður hópur. Svo á ég móður mína hér þannig að ég nýt þess að koma hingað. Við sætum líka lagi og förum í leikhús og bíó og stundum pössum við barnabörnin svo að börnin okkar geti farið í bíó. En það er alltaf best að vera heima og það er Hótel Djúpavík, því hótelið hefur alltaf verið heimili okkar.“ Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Atli Fannar Bjarkason, Bjartri framtíð Afmæli og æfi ng „Það er auðvitað alltof mikið að gera eins og venjulega. En ég ætla að reyna að komast í afmæli hjá vini, drykk með vinkonum og á körfubolta- æfingu með snillingum.“ Daði Freyr Pétursson tónlistarmaður Potter-maraþon „Ég fer heim í sveitina og ætla að hafa það rólegt þar. Svo ætla ég að vera með Harry Potter-maraþon og horfa á allar myndirnar á þremur dögum.“ Saga Garðarsdóttir leikkona Dýrin í Hálsaskógi „Ég ætla að hafa eiturlyfja- og barnaþema. Horfa á myndir um börn í heróínneyslu og sýna svo Dýrin í Hálsaskógi, eða ópíum barnanna eins og ég orða það.“ Margrét Erla Maack fjölmiðlakona Húllasessjón fyrir matarklúbb „Laugardagur: Húllasessjón heima við með karmenrúll- ur til að koma mér í stemningu fyrir matarklúbb um kvöldið. Sunnudagur: Vonandi vakin með harmoniku- leik en býst annars við að vera lítil í mér þar til ég fagna þrítugsafmæli Arnórs, vinar míns, með sushi.“ HELGIN Meira seldist af hvítum iPhone og iPad fyrir jólin en svörtum græjum sem hafa verið vinsælli hingað til samkvæmt upplýsingum frá Epli, umboðsaðila Apple á Íslandi. Hjá Nova fengust þær upplýsingar að ekki munaði miklu á vinsældum svartra og hvítra síma en svartir hafa vinninginn. Hvítur var lengi einkennis- litur Apple og til að mynda var iPod einungis kynntur í hvítu og litagleðin í þeirri græju er síðari tíma upp- finning. iPhone var hins vegar markaðssettur svartur sem gæti skýrt yfirburði svarta símans. Samkvæmt upplýsingum Idealo, vefsíðu sem ber saman verð og safnar ýmiss konar tölfræði um tísku í tækjanotkun, kemur fram að 70% notenda Apple kjósa svartar græjur frekar en hvítar. Á síðunni kemur fram að iPhone er alls staðar í Evrópu vinsælli í svörtu en hvítu. Munurinn er mestur í Bretlandi þar sem hátt í 80% eru með svartan síma en minnstur í Frakklandi þar sem rúm 70 % eru með svartan síma. iPad er hins vegar vinsælli í hvítu en svörtu bæði í Frakklandi og á Ítalíu. Hjá Epli.is fengust þær upplýsingar að konur væru í flestum tilfellum áhuga- samari um hvítar græjur en svartar en karlar veltu litnum ekki eins mikið fyrir sér. Aðrir litir hafa ekki verið fáanlegir í símum og spjald- tölvum en orðrómur um að næsta kynslóð iPhone kæmi í mörgum litum fór sem eldur í sinu um netheima í vikunni. Forvitnilegt verður að vita hvort svarti liturinn mun halda vinsældum sínum eða litagleðin ná yfir- höndinni. SVART EÐA HVÍTT? Í EVRÓPU FYRSTU 9 MÁNUÐI ÁRSINS 2012. UPPLÝSINGAR IDEALO.CO.UK 69% 31% Kemst vonandi heim fyrir vorið Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstjóri á Hótel Djúpavík á Ströndum, hlaut fálkaorðu á nýársdag fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu í dreifðum byggð- um. Hún hefur rekið hótelið í rúm 27 ár og sýnt mikla þrautseigju. HÓTELSTÝRAN „Við hjónin þurftum, lá við, að setja byssu í bakið á vegagerðarmönnum til að ryðja fyrir okkur,“ segir hún um ferðina hingað suður til að taka við fálkaorðu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fregnir bárust af því í vikunni að iPhone6 yrði framleiddur í nokkrum litum en ekki bara í svörtu og hvítu. Apple-græja Svört eða hvít
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.