Fréttablaðið - 05.01.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.01.2013, Blaðsíða 16
5. janúar 2013 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 16 Það eru tíðindi þegar for- ystukona Samfylkingar- innar í Reykjavík telur sig ekki hafa annað þarf- ara að gera en að veitast að Agnesi Sigurðardóttur, biskupi Íslands, fyrir hug- mynd hennar um að þjóð- kirkjan beiti sér fyrir landssöfnun í þágu tækja- kaupa til Landspítalans. Sigríður Ingibjörg Inga- dóttir hefur verið áhrifa- manneskja í fjárlaganefnd á þessu kjörtímabili og átt sinn þátt í ákvörðunum um að hlunnfara þjóðkirkjuna árum saman. Skýrsla sem unnin var fyrir innanríkisráðherra sýnir svo ekki verður um villst að þjóð- kirkjunni, svo og öðrum trúfélög- um í landinu, hefur verið gert að taka á sig miklu meiri skerð- ingar en stofnanir ráðuneytis- ins á þrengingartímum. Þessar umframskerðingar teljast í millj- örðum króna á kjörtímabilinu. Sjálfstætt trúfélag Þjóðkirkjan er samkvæmt lögum sjálfstætt trúfélag sem nýtur sjálfræðis innan lögmæltra marka. Fjárhagur hennar bygg- ir á samningum við ríkisvaldið vegna afraksturs af kirkjujörðum og samkomulagi um innheimtu sóknargjalda. Sigríður Ingibjörg kýs að viðurkenna ekki þennan grundvöll og kallar kirkjuna í fjölmiðlum ríkisstofnun! Þetta er af sama meiði og barátta fjár- laganefndar á síðustu árum gegn mörkuðum tekjustofnum. Það er hægt að vera þeirrar skoðunar að lögfestir samningar og mörkun tekjustofna til ákveðinna verk- efna séu börn síns tíma, og þurfi endurskoðunar við. En það er hins vegar ekki hægt að komast fram hjá því að ákvarðanir þar um eiga sér sína sögu, byggja á sam- komulagi og samningum frá liðn- um árum, sem lifandi fólk man og skilur, enda þótt nýir þingmenn vilji geta verið frjálsir af sögunni. Ósvífni Það er hægt að gera þá kröfu til þingmanna að þeir þekki söguleg- an bakgrunn málaflokka sem þeir taka ákvarðan- ir um þótt hann sé þeim ekki að skapi. Þannig er það ósvífni af Sigríði Ingibjörgu að halda því fram að kirkjan hafi sótt fast á auknar fjárveit- ingar. Hún hefur á hinn bóginn farið þess auð- mjúklega á leit að ríkið skili einhverju af því sem það hefur oftekið af kirkjunni miðað við sann- gjarna mælikvarða. Það er líka óþarfi að tala um „meint- an“ fjárskort þegar fyrir liggja upplýsingar hjá stjórnvöldum um hvernig ofurniðurskurðurinn hefur bitnað á safnaðarstarfi. Og gamalt trikk um að tefla fjárlaga- liðum hverjum gegn öðrum ætti að vera fyrir neðan virðingu odd- vita í stjórnmálum. Fjandskapur þingmannsins í garð þjóðkirkjunnar er öllum ljós þegar hér er komið sögu. Hann er ekki í samhljómi við afstöðu almennings í landinu eins og vel kom fram í nýlegri atkvæða- greiðslu meðal landsmanna um stjórnarskrárákvæði. Það lýsir líka mikilli vanþekkingu á kirkju- starfi að tala um að „ríkisstofnun“ sem „þiggi fé frá ríkinu“ eigi helst ekki að liðsinna annarri ríkis- stofnun. Þarna talar valdsmaður- inn niður til þúsunda virkra með- lima í söfnuðum landsins, sem svo sannarlega eru vanir því að taka til hendinni í söfnunum. Um það vitnar Hjálparstarf kirkjunnar sem er ein virtasta hjálparstofn- un landsins á erlendum sem inn- lendum vettvangi. Það fer einn- ig vaxandi að söfnuðir standi við messuliðinn „kollektu“ og efni til samskota til góðra málefna í hverri guðsþjónustu. Þannig skila samskot í þeim söfnuði sem ég til- heyri nærri þremur milljónum króna til hjálpar- og líknarstarfs árlega. Frjáls framlög Frumkvæði Agnesar biskups er því í góðum samhljómi við það kirkjustarf sem fram fer í land- inu. Það kemur fjárhagsmálum kirkjunnar raunar ekkert við því biskup er að hvetja til frjálsra framlaga og beina styrk þjóð- kirkjufólks sem virkra einstak- linga um land allt að afmörk- uðu og þörfu verkefni. Ástandið í tækjamálum Landspítalans er síður en svo eingöngu á ábyrgð núverandi ríkisstjórnar en þörf- in á úrbótum í þágu landsmanna allra er almennt viðurkennd. Auðvitað ættu þingmenn að fagna þessu frumkvæði. Sérstak- lega konur úr þeirra hópi því ekki má gleyma að í hornstein gömlu spítalabyggingarinnar, sem lagð- ur var í júní 1926, er þetta greypt: „Hús þetta – LANDSPÍTALINN – var reistur fyrir fje, sem íslensk- ar konur höfðu safnað og Alþingi veitti á fjárlögum til þess að: LÍKNA OG LÆKNA.“ Æ síðan hafa konur verið í fararbroddi þegar um hefur verið að ræða framfarir í heilbrigðismálum og nýja áfanga hjá Landspítalan- um. Hingað til hefur ekki verið kvartað yfir slíku liðsinni af hálfu Alþingis. Án þess að ég viti það er ekki ólíklegt að Agnes biskup hafi haft þessa sögu í huga þegar hún sem fyrsta konan á biskups- stóli lætur að sér kveða með lofs- verðu framtaki. Biskup í góðum samhljómi LANDSSÖFNUN Einar Karl Haraldsson sjálfstætt starfandi í almannatengslum ➜ Það er hægt að gera þá kröfu til þingmanna að þeir þekki sögulegan bak- grunn málafl okka sem þeir taka ákvarðanir um þótt hann sé þeim ekki að skapi. Þannig er það ósvífni af Sigríði Ingi björgu að halda því fram að kirkjan hafi sótt fast á auknar fjárveit- ingar. Hún hefur á hinn bóginn farið þess auðmjúk- lega á leit að ríkið skili einhverju af því sem það hefur oftekið af kirkjunni miðað við sann gjarna mælikvarða. Skoðun visir.isKlipptu út ávísunina og m æ ttu á næ sta sölustað Ef þú kaupir fyrir 20.000 kr. þá færðu næstu 5.000 kr. frítt með því að framvísa þessari ávísun 5.000,- Gildir áramótin 2012-2013 Alvöru Flugeldar Elvis hefði fílað þessa! REYKJAVÍK KÓPAVOGUR Suðurlandsbraut 48 ( bláu húsin við hliðina á Subway) Einar 899-6005 Stórhöfði v/Gullinbrú Rúnar 660-0565 Bæjarlind 16 (verslunin Persía) Jóhann & Ragnar 690-7424 Nýbílavegur 10 (við hliðina á gamla Toyota) Jóhann & Ragnar 690-7424 Lækjagata 2 (áður videoleiga) Emil 694-4150 & Guðni 618-0560HAFNARFJÖRÐUR (við Eimskip)Vitinn, Oddeyrarbryggju 696 6042AKUREYRI REYKJAVÍK KÓPAVOGUR Suðurlandsbraut 48 ( bláu húsin við hliðina á Subway) Einar 899-6005 Stórhöfði v/Gullinbrú Rúnar 660-0565 Nýbílavegur 10 (við hliðina á gamla Toyota) Jóhann & Ragnar 690-7424 (við Eimskip)Vitinn, Oddeyrarbryggju 696 6042AKUREYRI OPIÐ Í DAG laugardag frá ..................................12-22 OPIÐ Á MORGUN Þrettánda n frá ......................12-20 RISAAFSL ÁTTUR Hefði ég ekki verið með gleraugu hefði flug- eldurinn farið inn í augn- tóftina og hreinlega rifið af mér höfuðið – ég hefði aldrei lifað það af.“ Baldur Sigurðarson var heppinn að sleppa með skaða á öðru auga þegar skotterta sprakk framan í hann á gamlárskvöld. „Það hefur lengi tíðkast á Íslandi að frjáls félaga- samtök safni miklu fé til tækjakaupa fyrir sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir og þau hafa kannski gert það af meiri auðmýkt en kirkjan og ekki básúnað um þessi góðverk sín í áramóta- spjalli.“ Þingkonan Sigríður Ingibjörg Ingadóttir var ekki par sátt við að Þjóðkirkjan ætlaði að standa fyrir söfnun fyrir Landspítalann. „Frumvarpið að nýrri stjórnarskrá […] býr líka til allt annað stjórnkerfi en við höfum búið að frá lýðveldis- stofnun; yrði tilraun um stjórnkerfi sem ætti sér engan líka á Vesturlöndum.“ Ólafur Ragnar Grímsson forseti hvetur til þess að tillögur að nýrri stjórnarskrá verði endurskoðaðar rækilega. ORÐ VIKUNNAR 30.12.2012 ➜ 04.01.2013 UMMÆLI VIKUNNAR 1.488 MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR Ef amma væri að lesa Sif Sigmarsdóttir pistlahöfundur. 695 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR Eva Joly og afk væmið Kristín Þorsteinsdóttir fv. fréttamaður. 304 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER Trúleysingjar í jólafríi Jón Sigurður Eyjólfsson pistlahöfundur. 279 MÁNUDAGUR 31. DESEMBER Gíslar á Uppsölum Guðmundur Andri Thorsson pistlahöfundur. 273 MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR Söfnun undir merki samkenndar Ólafur Stephensen ritstjóri. 181 MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR Tolkien sýnd nægileg virðing? Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður. 124 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR Rökþrota prestur Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.