Fréttablaðið - 05.01.2013, Blaðsíða 8
5. janúar 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8
1.500 metra dýpi
Olía
Jarðlög
Hafsbotn
Móttakarar
Bylgjusendir
Drekasvæðið
ORKUMÁL Orkustofnun gaf í gær út
fyrstu tvö leyfin til rannsókna og
vinnslu á Drekasvæðinu svokall-
aða, suður af Jan Mayen. Þetta er í
fyrsta sinn sem slík leyfi eru gefin
út hér á landi, en norska ríkisolíu-
félagið Petero er aðili að báðum
verkefnunum.
Rannsóknir taka nú við en það
kemur að öllum líkindum ekki
í ljós fyrr en eftir fimm til sex
ár hvort olíu- eða gaslindir er að
finna á svæðinu og rúmur áratug-
ur er í að vinnsla hefjist, gangi
allar áætlanir eftir. Þá munu hóp-
arnir tveir hafa rétt til vinnslu, að
uppfylltum ýmsum skilyrðum.
„Alvörustimpill“
Guðni Jóhannesson orkumála-
stjóri segir þessa leyfisúthlutun
vera afar mikilvægt skref. „Þetta
er afar mikilvægt því að þessi fyr-
irtæki eru nú búin að skuldbinda
sig til að halda áfram rannsókn-
um og í gegnum þau munum við
fá stóraukna þekkingu á svæðinu,
fyrir utan þann möguleika sem við
höfum auðvitað að þarna finnist
sannarlega eitthvað.“
Steingrímur J. Sigfússon
atvinnuvega- og nýsköpunarráð-
herra tekur undir það að hér sé um
ákveðin tímamót að ræða. „Það er
sannarlega kominn meiri alvöru-
stimpill á leit og rannsókn en áður.
Þarna eru komnir sterkir aðilar
sem ráða við verkefnið.“
Leyfin eru tímasett og er skýrt
kveðið á um rannsóknarferlið. Hjá
hópnum sem Valiant Petrol fer
fyrir er leyfið til tíu ára. Fyrsta
rannsóknartímabilið er til fjög-
urra ára, þar sem farið verður
yfir fyrirliggjandi gögn og nýjum
gögnum um jarðlög safnað með
endurkaststækni. Á öðru tímabili,
frá 2017 til 2020, skal safna þrí-
víddargögnum af jarðlögum og á
síðasta tímabilinu er gert ráð fyrir
tilraunaborunum.
Hjá Faroe Petroleum-hópnum er
leyfið til sjö ára. Fyrsta tímabilið
er tvö ár þar sem farið skal yfir
og endurmeta fyrirliggjandi gögn
af svæðinu en á öðru tímabilinu,
sem er einnig til tveggja ára, skal
gera nýja endurvarpsrannsókn og
safna gögnum af hafsbotni áður en
tekið er til við rannsóknarboranir
á árunum 2017 til 2020.
Gunnlaugur Jónsson, stjórnar-
formaður Kolefnis, sem fer fyrir
fyrrnefnda hópnum, segist í sam-
tali við Fréttablaðið fagna áfang-
anum. Nú taki við rannsóknavinna
sem útheimti talsverð fjárútlát.
Hann giskar á að kostnaðurinn við
fyrstu tvö stig rannsóknanna gæti
verið á bilinu tíu til tuttugu millj-
ónir Bandaríkjadala, en tilrauna-
boranirnar gætu kostað um 200
milljónir dala. „Allt er þetta vissu-
lega kostnaðarsamt en vinnsluleyf-
ið er forsenda þess að leggja út
fyrir slíkum rannsóknum.“
Þátttaka Noregs
Aðkoma Norðmanna vekur athygli,
en þetta er í fyrsta sinn sem þeir
taka beinan þátt í verkefnum utan
eigin landgrunns. Steingrímur
segir það ekki síður marka tíma-
mót. „Það að Norðmenn komi inn
í þetta verkefni af krafti er mikill
styrkur. Það bæði þéttir samstarf-
ið milli Íslands og Noregs og eins
fáum við aðgang að þeirra tækni
og þekkingu og ekki síst hvað
varðar umhverfismál, öryggi og
annað slíkt.“ Steingrímur bætir
við að Norðmenn séu að hefja
sama ferli sín megin á Drekasvæð-
inu og það gefi ákveðna öryggistil-
finningu, til dæmis þegar komi að
því að hefja vinnslu.
Kristján Jóhannsson, stjórnar-
formaður Íslensks kolvetnis, sem
er með Faroe Petroleum, segir
aðkomu Petoro hafa gefið verk-
efninu meira vægi. „Það gladdi
okkur mjög að Petoro ákvað að
vera með og það sannfærði okkur
um að við erum ekki með neinar
ranghugmyndir um svæðið.“
Sterkari umhverfisviðmið
Eitt stærsta atriðið varðandi olíu-
eða gasvinnslu á norðurslóðum
er umhverfisþátturinn og hætta
á mengunarslysum. Steingrímur
segir að áhættan sé ljós. „Þarna
verður stigið varlega til jarðar og
gerðar ýtrustu kröfur. Það sem
miklu máli skiptir fyrir Ísland er
að nota tímann vel á meðan rann-
sóknir standa yfir í næstu fimm
til sjö árin eða svo, að við búum
okkur vel undir að takast á við
næstu skref, hugsanlega hvort eigi
að leyfa boranir.“
Orkumálastjóri segir brýnt að
huga að umhverfismálum. Miðað
verði við norskar reglur, sem hann
segir þær ströngustu í heimi.
„Hins vegar má taka fram að þrátt
fyrir að svæðið sé norðan heim-
skautsbaugs er það í Golfstraumn-
um þannig að um tiltölulega hlýtt
og ísfrítt svæði er að ræða. Þetta
eru í sjálfu sér ekki erfiðari nátt-
úrulegar aðstæður en til dæmis í
Norðursjó eða Barentshafi.“
Vonir og væntingar
Þótt miklar væntingar séu gerðar
til Drekasvæðisins og hugsanlegr-
ar olíuvinnslu þar og áhrifa sem
slíkt gæti haft á íslenskt efnahags-
líf eru enn mörg ár þar til ljóst
verður hvort olía er þar og hvort
hún verður í vinnanlegu magni.
Kristján hjá Íslensku kolefni
segir til dæmis margt enn á huldu
þó að ýmislegt lofi góðu.
„Þetta er verkefni til langs tíma
þannig að þolinmæði er undirtónn-
inn. Vonin er vissulega fyrir hendi
en við vitum ekki hvernig fer.“
thorgils@frettabladid.is
Drekaleyfin tvö talin
marka skýr kaflaskil
Orkustofnun gaf í gær út tvö leyfi til rannsókna og vinnslu á olíu og gasi á Dreka-
svæðinu við Jan Mayen. Þetta eru fyrstu leyfin af þessari gerð og marka tímamót
að mati atvinnuvegaráðherra. Norsk stjórnvöld taka þátt í verkefnunum.
BERGMÁLSMÆLINGAR Rannsóknirnar á Drekasvæðinu munu meðal annars felast í kortlagningu á hafsbotni og jarðlögum þar
undir með bergmálsmælingum. Rannsóknarskipin draga á eftir sér kapla með nemum sem taka við merkjum frá sendi. Þegar
gróf mynd er komin af svæðinu er svo farið betur yfir líklegustu svæðin og þau skoðuð í þrívídd áður en tilraunaboranir hefjast.
Styrkir
til náms í hafrétti
Hafréttarstofnun Íslands er rannsókna- og fræðslustofnun á sviði
hafréttar við Háskóla Íslands og er meginmarkmið stofnunarinnar að
treysta þekkingu á réttarreglum á sviði hafréttar. Að stofnuninni standa
Háskóli Íslands, utanríkisráðuneytið og atvinnu- og nýsköpunar-
ráðuneytið.
Hafréttarstofnun auglýsir hér með eftirfarandi styrki til náms í hafrétti til
umsóknar:
1. Styrk til framhaldsnáms í hafrétti á háskólaárinu 2013 - 2014.
2. Styrki til þátttöku í sumarnámskeiði Ródos-akademíunnar í hafrétti
30. júní - 19. júlí 2013.
Umsóknir berist Hafréttarstofnun Íslands, utanríkisráðuneytinu,
Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík fyrir 1. febrúar nk.
Nánari upplýsingar veitir Tómas H. Heiðar, forstöðumaður
stofnunarinnar, í síma 545 9900.
Í vetur verður 12 spora námskeið í Háteigskirkju sem
ber nafnið Andlegt ferðalag með vinum í bata.
Námskeiðið hefst á tveimur kynningarfundum í safnaðar-
heimili kirkjunnar miðvikudagana 9. janúar og 16.
janúar og hefjast þeir báðir kl 19.30. Samverurnar
verða svo vikulega í safnaðarheimili kirkjunnar á miðviku-
dögum milli kl. 19.30 - 21.30. Saman göngum við öruggum
skrefum í gegnum sporin tólf. Síðasta samveran verður
15. maí.
Allir eru hjartanlega velkomnir og það er ekkert
þátttökugjald.
Nánari upplýsingar veittar á netfanginu
hateigskirkja@hateigskirkja.is eða í síma 511 5400.
Andlegt ferðalag
í Háteigskirkju
– 12 spora námskeið
Lagersala
Tilboð óskast í lítinn rafvörulager í heild sinni.
Lagerinn verður til sýnis milli kl. 16.30 og 18,
fimmtudaginn 8. janúar 2013 að Hafnarbraut 3,
Hvammstanga.
Tilboð skulu miðuð við staðgreiðslu auk vsk.
Kaupandi sér um að pakka vörum og flytja af staðnum
á eigin kostnað.
Tilboð sendist rafrænt á póstfangið
olafur.jonsson@landsbankinn.is
fyrir kl. 12, mánudaginn 14. janúar 2013.
BESTU BROTIN ÚR
ÞÁTTUM BYLGJUNNAR
FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP
- oft á dag
Annað sérleyfið fer til hóps sem er svo skipaður með eignarhlutfall í sviga: Ís-
lenskt kolvetni (7,5%), Faroe Petroleum (67,5%) og Petoro Iceland (25%) sem
er í eigu norska ríkisins. Rannsóknarsvæði er 2.704 ferkílómetrar að flatarmáli.
Eigendur Íslensks kolvetnis eru Olís, verkfræðistofan Verkís og eignarhalds-
félagið Dreki Holding, sem er í eigu Gísla Baldurs Garðarssonar, stjórnarfor-
manns Olís.
Um hitt leyfið eru félögin Kolvetni (18,75%), Valiant Petroleum (56,25%) og
Petoro Iceland (25%). Rannsóknarsvæðið er 1.119 ferkílómetrar að flatarmáli.
Eigendur Kolvetnis eru Jón Helgi Guðmundsson, aðaleigandi Byko, Gunn-
laugur Jónsson, Norðmaðurinn Terje Hagevang og verkfræðistofan Mannvit.
Hverir standa á bak við sérleyfin?
TÍMAMÓT Steingrímur J. Sigfússon, Guðni Jóhannesson og Ola Borten Moe Olíu-
málaráðherra Noregs. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Það er sannarlega
kominn meiri alvöru-
stimpill á leit og rannsókn
en áður. Þarna eru komnir
sterkir aðilar sem ráða við
verkefnið.
Steingrímur J. Sigfússon
atvinnuvegaráðherra