Fréttablaðið - 05.01.2013, Blaðsíða 24
5. janúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24
málaflokkum í einu máli og algjörlega ósammála
í því næsta. Það er ólíklegt að ég muni hella mér út
í stjórnmál eftir að ferlinum lýkur, og ég hef ekki
hugleitt það,“ segir Guðjón og endurtekur að hann
eigi yfirleitt erfitt með að sitja kyrr.
Guðjón Valur og eiginkona hans, Guðbjörg Þóra
Þorsteinsdóttir, eiga dæturnar Dagbjörtu Ínu, sem
er þrettán ára, og Jónu Margréti, sem er níu ára.
Það ríkir spenna á heimilinu því þriðja barnið er á
leiðinni. „Við eigum von á barni í lok febrúar eða
byrjun mars, og við vitum að þetta er strákur. Fjöl-
skyldan hefur tekið þátt í þessu atvinnumanna-
brölti mínu og stutt við bakið á mér. Stundum er
maður með samviskubit yfir því að taka það frá
dætrum mínum að fá að upplifa það að alast upp á
Íslandi, þar sem meira frjálsræði ríkir t.d. í skól-
anum, og geta ekki skotist í heimsókn til afa og
ömmu þegar þeim dettur í hug. Ég var að hugsa um
slíka hluti þegar ég var ekki viss um hvort ég ætl-
aði að halda áfram með landsliðinu eftir Ólympíu-
leikana. Ég vildi fá tíma fyrir fjölskylduna.
Við höfum öll lært mikið á þessum tíma
sem við höfum búið erlendis, ég er
til dæmis alveg ágætur í dönskunni
núna,“ segir Guðjón og glottir enn og
aftur. „Dætur mínar eru með þrjú
tungumál alveg á hreinu, íslensku,
dönsku og þýsku. Og sú eldri er einnig
að læra frönsku í skólanum. Ég hefði
ekki getað tekið strætó upp í Breið-
holt þegar ég var þrettán ára gamall án
þess að það væri skrifað niður fyrir mig.
Það hefur verið sagt oft um mig að ég
sé nánast orðinn Þjóðverji en ég
berst gegn því. Það eru ekki
allir eins. Ég er stund-
vís og ég er einbeittur
og vinnusamur eins og
þeir. En það er margt
sem mér finnst þungt og
þvingandi í Þýskalandi
þrátt fyrir að mér líði
vel þar.“
Margir áhrifavaldar
Guðjón hefur kynnst
fjölmörgum þjálf-
urum og leikmönn-
um í gegnum tíðina
og hann er inntur
eftir því hverjir
hafi haft mest
áhrif á hann sem
handboltamann.
„Alfreð Gísla-
son hefur eflaust
mótað mig mest
í gegnum tíðina
– ég hef alveg
fengið góðar
„hárblásara“-
ræður frá Alla.
Og ekki fengið að svara mikið fyrir mig á sama
tíma,“ segir Guðjón og glottir, en Alfreð er núver-
andi yfirmaður hans hjá þýska stórliðinu Kiel.
Guðjón Valur fór út í atvinnumennsku frá KA
árið 2001, 22 ára gamall, og þar komst hann í kynni
við Iouri Chevtsov, sem var á þeim tíma þjálfari
þýska liðsins Essen. „Chevtsov, sem er í dag þjálfari
Hvíta-Rússlands, kenndi mér í raun alvöru hand-
bolta þegar ég fór í atvinnumennskuna. Ég er búinn
að vera með þjálfara frá Hvíta-Rússlandi, Króatíu,
Svíþjóð og að sjálfsögðu Íslendinga sem þjálfara
og hef lært af þeim öllum. Rússneski „skólinn“ er
oft sagður þungur og leiðinlegur en ég fór í gegn-
um þetta allt saman og hafði gott af því. Margir
af bestu handboltamönnum Íslands fóru í gegn-
um svipaða hluti hjá Boris Bjarna Akbachev hjá
Val á sínum tíma og lærðu grunnatriði sem skipta
öllu máli. Það bjó alltaf eitthvað á bak við það sem
lagt var upp með og tímasetningar á hreyfingum
og hlaupum voru fyrir fram ákveðnar. Ég vogaði
mér t.d. ekki að gera bara eitthvað eftir mínu höfði
undir stjórn Chevtsov. Ég hafði fengið að hlaupa
af mér hornin í deildinni heima á Íslandi og ég var
eflaust villtur leikmaður þegar ég kom út.
Ólafur Stefánsson er t.d. með ótrúlega hæfileika
til að fá leikmenn til þess að trúa á sjálfa sig, hann
er kannski ekki mikið að spá í taktík og slíkt. Þegar
maður var hættur að trúa á sjálfan sig gat Óli alltaf
komið því í lag með einhverjum hætti. Patrekur
Jóhannesson hafði einnig mikil áhrif á mig – hann
tók við mér í Þýskalandi og var samherji minn þar.
Ótrúlega góður og hjartahlýr. Ég fékk mitt fyrsta
glóðarauga frá „Patta“ á æfingu hjá Essen. Ég var
ekkert ánægður með það og blótaði allsvakalega
en eftir æfinguna kom Patti brosandi og klappaði
á öxlina á mér og spurði hvort ég væri enn reiður.
Svona hlutir og atvik kenndu mér að verða aðeins
harðari af mér.
Oleg Velyky, fyrrum liðsfélagi minn hjá Essen,
er líklega sá hæfileikaríkasti og einn sá eftirminni-
legasti sem ég hef spilað með. Velyky var fæddur
í Úkraínu en lék með þýska landsliðinu og hann
var ótrúlegur. Ég hef alltaf sagt að maður þurfi að
æfa gríðarlega mikið til að standa sig – en hann er
algjör undantekning í því samhengi. Ég sá hann
aldrei æfa almennilega en samt var hann allt-
af langbestur. Hann fékk krabbamein og lést því
miður langt fyrir aldur fram, aðeins 32 ára.
Kiel er besta liðið sem ég hef verið í en tími minn
hjá AG í Kaupmannahöfn var það skemmtilegasta
sem ég hef upplifað hingað til. Leikmannahópurinn
var stórkostlegur og það sem gekk á í búningsklef-
anum var eins og atriði úr þáttunum Fóstbræðrum,
eða Næturvaktinni. Það var alltaf eitthvað grín í
gangi og ég man bara eftir mér hlæjandi. Það var
gert grín að mönnum á góðan hátt – en þegar það
var leikur eða einhver keppni í gangi var því öllu
ýtt til hliðar. Ég hef aldrei skemmt mér jafn vel.
Það var sorglegt og mikið áfall að fá þær fréttir að
búið væri að leggja félagið niður í viðtali eftir leik
í beinni sjónvarpsútsendingu á Ólympíuleikunum,“
sagði Guðjón Valur Sigurðsson.
EM Í KRÓATÍU 2000
HM Í FRAKKLANDI 2001
EM Í SVÍÞJÓÐ 2002
HM Í PORTÚGAL 2003
EM Í SLÓVENÍU 2004
ÓL Í AÞENU 2004
HM Í TÚNIS 2005
EM Í SVISS 2006
HM Í ÞÝSKALANDI 2007
EM Í NOREGI 2008
ÓL Í PEKING 2008
EM Í AUSTURRÍKI 2010
HM Í SVÍÞJÓÐ 2011
EM Í SERBÍU 2012
ÓL Í LONDON 2012
STÓRMÓT GUÐJÓNS VALS SIGURÐSSONAR FJÖLDI MARKA
7 | 1,8 Í LEIK
15 | 2,5 Í LEIK
21 | 2,6 Í LEIK
39 | 4,3 Í LEIK
15 | 5,0 Í LEIK
32 | 5,3 Í LEIK
31 | 6,2 Í LEIK
37 | 6,3 Í LEIK
66 | 6,6 Í LEIK
34 | 5,7 Í LEIK
43 | 5,4 Í LEIK
39 | 4,9 Í LEIK
47 | 5,2 Í LEIK
41 | 6,8 Í LEIK
44 | 7,3 Í LEIK
Markametið hjá landsliðinu er
1.571 mark og það á Ólafur
Stefánsson. Guðjón Valur hefur
skorað alls 1.400 mörk og
þarf því að skora 172 mark til
viðbótar ef hann ætlar að ná
metinu af Ólafi.
„Það er erfitt fyrir mig sem
fyrir liða að ætla að setja það
sem markmið að ná marka-
metinu hans Óla. Það væri
heiður eftir ferilinn að ná slíku
markmiði en ég er vinnudýr að
eðlisfari; ég hleyp fyrir liðið og
ég geri það sem mér er ætlað.
Ef þetta met fellur ekki er
Ólafur Stefánsson vel að því
kominn að eiga það.“
MARKAMETIÐ
EKKI ÞAÐ
MIKILVÆGASTA
Guðjón Valur hefur í gegnum tíðina skorað
ógrynni af mörkum úr hraðaupphlaupum
fyrir íslenska landsliðið. Fáir handboltamenn
hlaupa hraðar eða stökkva lengra. Og allir
Íslendingar þekkja „vörumerki“ Guðjóns þar
sem hann svífur tignarlega inn í vítateiginn
eftir hraðaupphlaup. Hefur Guðjón einhvern
tíma íhugað það að stökkva bara alla leið inn
í markið með boltann, fyrstur allra, og búa til
nýyrðið „handboltatroðsla“?
„Ég efast um það, Jón Arnar Magnússon
á Íslandsmetið í langstökki sem er 8 metrar,
ég myndi kannski þora að prófa þetta í
sandgryfju. Það væri ekkert sérstaklega gott
að lenda í markinu og flækja sig í netinu.
Það er slysahætta. Ég held ég hefði þurft að
prófa þetta fyrr á ferlinum, þá var aðeins
meiri kraftur í mér, þetta verður ekki síðasta
markið hjá mér á ferlinum. Ég get lofað því.
Jú, ég hlýt einhvern tíma að hafa getað þetta
en það eru 6 metrar frá vítateignum og inn í
markið. Það er töluverður spotti. Vandamálið
er að blessaðir markverðirnir eru yfirleitt
fyrir manni og erfitt að sveigja fram hjá
þeim. Ég held ég láti „sirkusmörkin“ duga.“
➜ Stekkur Guðjón alla leið
inn í markið?
Guðjón Valur var í mörgum íþróttum sem
barn og unglingur. Fótboltinn skipaði
stóran þátt í lífi hans og það voru ekki allir
sáttir þegar hann valdi þá leið að leggja
handboltann fyrir sig. „Sigurður Helgason
var þjálfarinn minn í fótboltanum og hann
telur að ég hafi valið rangt. Siggi Helga
er á þeirri skoðun að ég hefði endað sem
varnarsinnaður miðjumaður hjá einhverju
stórliði á Englandi. Það eru hans orð. Ég fór
beint inn í meistaraflokkinn þegar ég átti
að vera í 3. flokki. Gauti Grétarsson, sem
var þjálfari liðsins á þeim tíma, gaf mér
góð ráð. Ég var ekki nema rétt um 68 kíló.
Á einu ári þyngdist ég um 13 kíló. Ég æfði
mikið, og var oft einn á æfingum þegar ég
var um 14 ára gamall. Þjálfarinn var mark-
vörðurinn Alexander Ravine. Það eina sem
ég gerði á þessum æfingum var að dúndra
á markið og reyna að skora. Ég skoraði
oftast ekki mark fyrr en eftir 20 mínútur.
Mér fannst æðislegt að hafa atvinnumann
í markinu og láta hann verja frá mér. Ég er
ekki með bakgrunn eins og margir aðrir
sem koma úr stærri félögum. Ég fór beint í
meistaraflokk 15 ára. Þeir sem tóku á móti
mér eiga hrós skilið. Þeir vildu mér allt hið
besta, og vildu byggja mig upp.“
➜ Varnarsinnaður miðjumaður
hjá ensku fótboltaliði?
FR
ÉT
TA
BL
AÐ
IÐ
/V
IL
H
EL
M