Fréttablaðið - 05.01.2013, Blaðsíða 6
5. janúar 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6
EFNAHAGSMÁL Fyrstu ellefu mánuði síðasta
árs voru 1.605 einkahlutafélög nýskráð en
fjöldi gjaldþrota nam 977. Fram kemur á
vef Hagstofu Íslands að frá fyrra ári hafi
nýskráningum fyrstu ellefu mánuði nýlið-
ins árs fjölgað um tæplega þrjú prósent, en
gjaldþrotum fækkað um rúmlega 32 pró-
sent.
Hagstofan birti í gær tölur um skráningu
einkahlutafélaga og gjaldþrotaskipti í nóv-
embermánuði síðastliðnum.
„Í nóvembermánuði voru skráð 132 ný
einkahlutafélög, flest í fasteignaviðskiptum
og í fjármála- og vátryggingastarfsemi. Til
samanburðar voru 165 ný einkahlutafélög
skráð í nóvember í fyrra,“ segir í umfjöllun
Hagstofunnar. Fyrstu ellefu mánuði ársins
2011 voru nýskráð 1.563 fyrirtæki, miðað
við 1.605 á sama tíma á síðasta ári.
„Þá voru 66 fyrirtæki tekin til gjaldþrota-
skipta í nóvembermánuði, flest í heild- og
smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum
ökutækjum.“ Gjaldþrot fyrstu ellefu mán-
uði ársins fóru úr 1.441 árið 2011 í 977 árið
2012. Að því er fram kemur á vef Hagstof-
unnar eru flest gjaldþrot sem fram eru
komin á árinu 2012 í flokknum byggingar-
starfsemi og mannvirkjagerð, 198 talsins.
Fjöldinn nemur rúmum 20 prósentum allra
gjaldþrota tímabilsins. - óká
Fyrstu ellefu mánuði síðasta árs voru hér nýskráð 1.605 einkahlutafélög:
32 prósenta fækkun gjaldþrota
BYGGINGARVINNA Fyrirtæki í byggingariðnaði
fóru helst á hausinn í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
198
Fyrstu ellefu
mánuði ársins
2012 hafa 198
fyrirtæki á sviði
bygg ingar starf-
semi og mann-
virkja gerðar
orðið gjald-
þrota, eða
fi mmtungur
allra gjald þrota
tímabilsins.
VENESÚELA, AP Hugo Chavez, for-
seti Venesúela, fær nú meðferð
við „andnauð“ sem er fylgifisk-
ur alvarlegrar lungnasýkingar, að
því er fram kemur í yfirlýsingu
stjórnvalda í Venesúela. Sýking-
in kom upp eftir skurðaðgerð sem
Chaves undirgekkst á sjúkrahúsi á
Kúbu vegna krabbameins sem hann
berst við í mjöðm. Forsetinn er 58
ára gamall.
Chavez hefur ekki komið fram
opinberlega, eða frá honum heyrst,
síðan hann gekkst undir aðgerðina
á Kúbu 11. desember síðastliðinn.
Aðgerðin er sú fjórða sem hann
fer í á Kúbu í krabbameinsmeðferð
sinni frá því í júní 2011. Þá hefur
hann einnig gengist undir lyfja- og
geislameðferð.
Yfirlýsing stjórnvalda rennir
stoðum undir vangaveltur um að
ekki verði hægt að sverja hann á
ný inn í embætti forseta Venesúela
eftir tæpa viku, tíunda janúar, líkt
og til stóð.
„Chavez þarf að fást við eftirköst
alvarlegrar sýkingar í öndunar-
færum. Sýkingin hefur leitt til and-
nauðar sem leiðir af sér að Chavez
forseti verður að fylgja nákvæm-
lega eftir því sem sagt er fyrir um í
læknismeðferð hans,“ sagði Ernesto
Villegas, upplýsingaráðherra Vene-
súela, í yfirlýsingu í sjónvarpi á
fimmtudagskvöld.
Leiddar hafa verið að því líkur út
frá yfirlýsingu stjórnvalda að Cha-
vez sé haldið í öndunarvél. Nánari
upplýsingar var hins vegar ekki
að finna í yfirlýsingu stjórnvalda,
hvorki um heilsu Chavez, né með-
ferðina sem hann undirgengst. Þó
svo að ekki sé hægt að útiloka að
Chavez sé svo illa haldinn, þá eru
læknar sem fréttastofa AP hefur
leitað til sammála um að óvarlegt
sé að draga of víðtækar ályktanir
út frá svo litlum upplýsingum.
„Hann gæti verið í öndunarvél. Og
hann gæti ekki verið í henni. Fólk
getur fengið alvarlega öndunar-
færaörðugleika án þess að þurfa að
vera í öndunarvél,“ segir Michael
Pishvaian, krabbameinslæknir við
Lombardi-krabbameinsmiðstöðina
við Georgetown-háskóla í Washing-
ton í Bandaríkjunum.
Stjórnvöld í Venesúela segjast
hins vegar hafa fulla trú á heil-
brigðisstarfsfólkinu sem annast
Chavez og fordæma það sem þau
nefna „leiðangur sálfræðihernaðar“
í alþjóðafjölmiðlum um ástand for-
setans. Íbúar Venesúela eru hvattir
til að gefa flökkusögum um heilsu-
far forseta landsins ekki gaum.
olikr@frettabladid.is
Hugo Chavez berst
við lungnasýkingu
Sýking í lunga eftir skurðaðgerð á Kúbu ógnar bata Hugo Chavez, forseta Vene-
súela. Sýkingin kom upp eftir fjórðu skurðaðgerðina sem gerð var á Chavez á Kúbu
vegna krabbameins sem hann berst við. Sverja á hann í embætti á ný eftir viku.
Í CARACAS Maður á biðstöð í Caracas í Venesúela undir veggspjöldum af Hugo
Chavez, forseta landsins. Fregnir af heilsu forsetans hafa ýtt undir vangaveltur um
að hann verði ekki svarinn aftur í embætti forseta 10. janúar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SMÁRALINDwww.hollandandbarrett.is
STJÓRNMÁL Ríkisútvarpið sagði í gær-
kvöld að til fordæmalausra orðaskipta
hefði komið á ríkisráðsfundi á gamlárs-
dag eftir að Ólafur Ragnar Grímsson
forseti lagði þar fram bókun um stjórn-
arskrármálið.
Fullyrti RÚV að engar heimildir væru
um að áður hafi komið til orðaskipta í
ríkisráði. Í tillögum um breytta stjórn-
arskrá væri lagt til að ríkisráð yrði lagt
niður. Bent var á að forsetinn hefði sagt
í ávarpi á nýársdag að þá hyrfi vett-
vangur fyrir samráð þjóðhöfðingja og
ríkisstjórnar.
„Ég var ekki óánægður með það sem
þar kom fram og fannst þar margt af
skýrleika mælt. Á þessum fundi fór ekk-
ert óeðlilegt fram sem ekki var full-
komlega í samræmi við leikreglur lýð-
ræðisins,“ segir Össur Skarphéðinsson
utanríkisráðherra spurður hvort þeir
sem sátu ríkisráðsfundinn hafi verið
óánægðir með það sem þar gerðist.
„Ég tel að fundargerðir ríkisráðs eigi
ekki að vera leyndarmál. Sú stofnun er
þess eðlis, og sömuleiðis það sem þar fer
fram, að það er engin þörf á því að hafa
ekki fullkominn tærleika yfir fundar-
gerðum hennar,“ bætir Össur við.
Hvorki náðist í Jóhönnu Sigurðardótt-
ur forsætisráðherra né Steingrím J. Sig-
fússon atvinnuvegaráðherra í gærkvöld
til að fá þeirra sjónarmið. Þorsteinn
Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra,
segir í grein í Fréttablaðinu í dag að
„íhlutun“ forsetans á ríkisráðsfundinum
hafi verið „formbundin stjórnskipuleg
athöfn en ekki orðagjálfur í ræðu“. Rík-
isráðið sé réttur vettvangur fyrir forset-
ann í þessum efnum.
„Rétt er að gera þá kröfu til forsæt-
isráðherra að hann bregðist við íhlutun
forsetans með málefnalegum sjónarmið-
um í ríkisráðinu,“ skrifar Þorsteinn.
- gar / sjá síðu 12
Forsetinn tók stjórnarskrármálið upp í ríkisráði og fyrrverandi forsætisráðherra kallar eftir viðbrögðum:
Forsætisráðherra bregðist við íhlutun forsetans
NÝÁRSÁVARP Forseti Íslands sagðist í ríkis-
ráði hafa hvatt „til samstöðu allra flokka“ í
stjórnarskrármálinu.
Á þessum
fundi fór ekkert
óeðlilegt fram
sem ekki var
fullkomlega í
samræmi við
leikreglur
lýðræðisins.
Össur Skarphéðinsson
utanríkisráðherra.