Fréttablaðið - 05.01.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.01.2013, Blaðsíða 2
5. janúar 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2FRÉTTIR 2➜10 SKOÐUN 12➜16 HELGIN 18➜40 SPORT 60 MENNING 48➜59 HEILBRIGÐISMÁL Að minnsta kosti 400 íslensk börn urðu fyrir það alvarlegri eitrun á árunum 2005 til 2010 að leitað var með þau á sjúkrahús. Ekkert barn lést á tíma- bilinu af völdum eitrunar en stór hluti þeirra var lagður inn á spítala til aðhlynningar. Langalgengustu eitranirnar voru meðal eldri barna á aldrin- um 15 til 18 ára, sem tóku viljandi inn lyf vegna andlegrar vanlíðanar eða neyslu. Mikill meirihluti þeirra fékk geðræna meðferð í kjölfarið. Þetta eru niðurstöður nýrr- ar rannsóknar Dagmarar Dagg- ar Ágústsdóttur, læknanema á fimmta ári við Háskóla Íslands (HÍ), í samstarfi við læknadeild HÍ, barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL), Barnaspít- ala Hringsins og bráðasvið LSH. Í rannsókn Dagmarar er eitrun- um skipt í fjóra flokka; óviljandi slys, misnotkun, tilraun til sjálfs- vígs og annað eða óvíst. Óviljandi slys eru algengasta orsök eitrun- ar hjá yngri börnum en tilraun til sjálfsvígs hjá þeim eldri og á ung- lingsstigum. Alls voru 740 tilfelli skoðuð í rannsókninni, sem náði til allra barna á aldrinum 0 til 18 ára sem höfðu komið á Barnaspítala Hringsins eða bráðamóttöku LSH í Fossvogi vegna lyfjaeitrana eða annarra eitrana á árunum 2005 til 2010. Upplýsingum um börnin var safnað úr sjúkraskrám. Þar af voru 472 eitranir í 397 börnum sem féllu undir skilyrði rannsóknarinnar. Dagmar kynnti niðurstöður sínar á ráðstefnu í líf- og heilbrigð- isvísindum í HÍ í gær. sunna@frettabladid.is Taka lyf í vanlíðan og enda á spítala Rúmlega 80% barna sem enda á sjúkrahúsi vegna eitrana hafa gleypt lyf í mikilli vanlíðan. LSH tók á móti 400 börnum á aldrinum 0 til 18 ára á sex ára tímabili vegna eitrunar. Drengir eru stærri hluti af yngri hópnum en stúlkur í þeim eldri. Alls voru 472 eitranir hjá 397 börnum sem féllu undir skilyrði rannsóknarinnar. Af þeim tóku 328 börn inn lyf eða efni vegna andlegrar vanlíð- anar eða neyslu. Þar af fengu 318 börn, eða 97%, eitthvert form af geðrænni með- ferð. 282 eitr- anir voru hjá stúlkum. 40% 60% 190 eitranir voru hjá drengjum. 0 lést á tímabilinu af völdum eitrunar. Alls voru 740 tilfelli skoðuð í rannsókninni. 0–9 ára Eitranir algengari hjá drengjum. 10–18 ára Eitranir algengari hjá stúlkum. Algengasta efni til inntöku voru verkjalyf, önnur en svonefnd ópíöð (til dæmis morfín, kódín, metadon og petidín). 45% þeirra sem tóku slík lyf voru lagðir inn á spítala. 25% barnanna í rannsókninni voru á aldrinum 0 til 4 ára. 60% barnanna voru á aldrinum 15 til 18 ára. Edda Sif Pálsdóttir íþróttafrétta- kona var stórt atriði í Ára móta skaup- inu. Eiður Svanberg molameistari sagði meðal annars að höf undar Skaupsins hefðu lagt Eddu í einelti. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mótmælti því í nýársávarpi sínu að ný stjórnarskrá yrði tekin upp á Íslandi og kallaði það „að fara úr öskunni í eldinn“. Víðir Reynisson hjá Almannavörn- um ræddi reglulega við fj ölmiðla í vikunni vegna óveðursins á Vest- fj örðum og þeirrar miklu hættu á snjófl óðum sem skapaðist í kjölfarið. Hildur Lilliendahl Viggós dóttir femínisti ræddi í Kastljósi um hót- anir sem henni berast reglu- lega og orðræðuna í kring- um baráttu hennar. FIMM Í FRÉTTUM KIRKJUSÖFNUN OG KVENHATUR ➜ Agnes M. Sigurðardóttir biskup ætlar að standa fyrir landssöfnun á vegum kirkjunn- ar til að fj ármagna tækjakaup á Landspítalanum. Áformin féllu í misjafnan jarðveg. Aldrei er góð vísa of oft kveðin og á það svo sannarlega við um geymslu eiturefna á heimilum. Landlæknir gefur reglulega út leiðbeiningar til landsmanna um hvernig ber að forðast slys af ýmsu tagi, þar með taldar eitranir hjá börnum. Á vef Landlæknis segir að efni og lyf eigi alltaf að geyma í læstum hirslum þar sem börn ná ekki til og öll skulu þau vera geymd í sínum upphaflegu umbúðum til að fyrirbyggja misskilning. Þá skal ekki geyma lyf í handtöskum, í eða á náttborði, í matarskápum eða skúffum. Einnig er nauðsynlegt að kanna hvort plöntur á heimilinu og í garðinum séu eitraðar. Eitrunarmiðstöðin veitir upplýsingar um viðbrögð við eitrunum allan sólarhringinn í síma 543-2222. „Geymist þar sem börn ná ekki til“ GETUR ENDAÐ ILLA Stúlkur á yngstu aldursárunum eru í minnihluta þeirra sem enda á spítala vegna eitrunar. NORDICPHOTOS/GETTY HVÖSS EN HÓFSÖM HIRTING 12 Þorsteinn Pálsson um nýársávarp forsetans. BISKUP Í GÓÐUM SAMHLJÓMI 16 Einar Karl Haraldsson um landssöfnun og þjóðkirkjuna. Innritun í síma 897 2896 www.bakleikfimi.is Hefst 7. janúar HUGO CHAVEZ BERST FYRIR LÍFI SÍNU 6 DREKALEYFIN MARKA KAFLASKIL 8 RÆÐA ENDUR SKOÐUN SAMNINGA 10 „Það er líklegt að hann verði enginn aufúsu- gestur hjá okkur eftir þetta.“ 4 Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, um fl ugdólg sem þurft i að tjóðra við sæti sitt og kefl a. HEIM FYRIR VORIÐ? 18 Eva Sigurbjörnsdóttir, hótel- stýra á Djúpavogi. VITUNDARVAKNING Á INDLANDI 26 Hrottaleg hópnauðgun ungrar konu um miðjan síðasta mánuð hefur vakið hörð viðbrögð. FRÚARLEIKFIMI OG LÍKAMSRÆKT 34 Heilsurækt fyrri tíma. FÁIR FLUGELDAR Í ÖLPUNUM 36 Laufey Kristjánsdóttir er skíðaáhugamanneskja. VU QUANG-UXI 38 Eitt sjaldgæfasta spendýr í heimi. KRAKKAR 36 KROSSGÁTA 38 TÖFRAFJALLIÐ ÁHRIFAMEST 50 Bókin sem breytti lífi Eiríks Guðmundssonar. FERSKUR ASPAS, HUMAR OG ANANAS 52 Réttir í þrettándamatarboðið. PLÖTUR ÁRSINS 56 Stjörnugjöfi n 2012 í Fréttablaðinu. UNDARLEGUR HEIÐUR 66 Rapparinn Kanye West klæðist bol með ljós- mynd úr smiðju áhugaljósmyndarans Katrínar Þóru Bragadóttur en myndin var líklega tekin með ólögmætum hætti. HVERJIR ERU NÓGU RUGLAÐIR? 60 Hermann Hreiðarsson, þjálfari karlaliðs ÍBV í knattspyrnu, á erfi ða tíma fyrir höndum. Fimm lykilmenn eru horfnir á braut. NBA HORFIR TIL EVRÓPU 60 David Stern, yfi rmaður NBA-deildarinnar, vill fá Evrópulið í deildina. Drekasvæðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.