Fréttablaðið - 05.01.2013, Side 2

Fréttablaðið - 05.01.2013, Side 2
5. janúar 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2FRÉTTIR 2➜10 SKOÐUN 12➜16 HELGIN 18➜40 SPORT 60 MENNING 48➜59 HEILBRIGÐISMÁL Að minnsta kosti 400 íslensk börn urðu fyrir það alvarlegri eitrun á árunum 2005 til 2010 að leitað var með þau á sjúkrahús. Ekkert barn lést á tíma- bilinu af völdum eitrunar en stór hluti þeirra var lagður inn á spítala til aðhlynningar. Langalgengustu eitranirnar voru meðal eldri barna á aldrin- um 15 til 18 ára, sem tóku viljandi inn lyf vegna andlegrar vanlíðanar eða neyslu. Mikill meirihluti þeirra fékk geðræna meðferð í kjölfarið. Þetta eru niðurstöður nýrr- ar rannsóknar Dagmarar Dagg- ar Ágústsdóttur, læknanema á fimmta ári við Háskóla Íslands (HÍ), í samstarfi við læknadeild HÍ, barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL), Barnaspít- ala Hringsins og bráðasvið LSH. Í rannsókn Dagmarar er eitrun- um skipt í fjóra flokka; óviljandi slys, misnotkun, tilraun til sjálfs- vígs og annað eða óvíst. Óviljandi slys eru algengasta orsök eitrun- ar hjá yngri börnum en tilraun til sjálfsvígs hjá þeim eldri og á ung- lingsstigum. Alls voru 740 tilfelli skoðuð í rannsókninni, sem náði til allra barna á aldrinum 0 til 18 ára sem höfðu komið á Barnaspítala Hringsins eða bráðamóttöku LSH í Fossvogi vegna lyfjaeitrana eða annarra eitrana á árunum 2005 til 2010. Upplýsingum um börnin var safnað úr sjúkraskrám. Þar af voru 472 eitranir í 397 börnum sem féllu undir skilyrði rannsóknarinnar. Dagmar kynnti niðurstöður sínar á ráðstefnu í líf- og heilbrigð- isvísindum í HÍ í gær. sunna@frettabladid.is Taka lyf í vanlíðan og enda á spítala Rúmlega 80% barna sem enda á sjúkrahúsi vegna eitrana hafa gleypt lyf í mikilli vanlíðan. LSH tók á móti 400 börnum á aldrinum 0 til 18 ára á sex ára tímabili vegna eitrunar. Drengir eru stærri hluti af yngri hópnum en stúlkur í þeim eldri. Alls voru 472 eitranir hjá 397 börnum sem féllu undir skilyrði rannsóknarinnar. Af þeim tóku 328 börn inn lyf eða efni vegna andlegrar vanlíð- anar eða neyslu. Þar af fengu 318 börn, eða 97%, eitthvert form af geðrænni með- ferð. 282 eitr- anir voru hjá stúlkum. 40% 60% 190 eitranir voru hjá drengjum. 0 lést á tímabilinu af völdum eitrunar. Alls voru 740 tilfelli skoðuð í rannsókninni. 0–9 ára Eitranir algengari hjá drengjum. 10–18 ára Eitranir algengari hjá stúlkum. Algengasta efni til inntöku voru verkjalyf, önnur en svonefnd ópíöð (til dæmis morfín, kódín, metadon og petidín). 45% þeirra sem tóku slík lyf voru lagðir inn á spítala. 25% barnanna í rannsókninni voru á aldrinum 0 til 4 ára. 60% barnanna voru á aldrinum 15 til 18 ára. Edda Sif Pálsdóttir íþróttafrétta- kona var stórt atriði í Ára móta skaup- inu. Eiður Svanberg molameistari sagði meðal annars að höf undar Skaupsins hefðu lagt Eddu í einelti. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mótmælti því í nýársávarpi sínu að ný stjórnarskrá yrði tekin upp á Íslandi og kallaði það „að fara úr öskunni í eldinn“. Víðir Reynisson hjá Almannavörn- um ræddi reglulega við fj ölmiðla í vikunni vegna óveðursins á Vest- fj örðum og þeirrar miklu hættu á snjófl óðum sem skapaðist í kjölfarið. Hildur Lilliendahl Viggós dóttir femínisti ræddi í Kastljósi um hót- anir sem henni berast reglu- lega og orðræðuna í kring- um baráttu hennar. FIMM Í FRÉTTUM KIRKJUSÖFNUN OG KVENHATUR ➜ Agnes M. Sigurðardóttir biskup ætlar að standa fyrir landssöfnun á vegum kirkjunn- ar til að fj ármagna tækjakaup á Landspítalanum. Áformin féllu í misjafnan jarðveg. Aldrei er góð vísa of oft kveðin og á það svo sannarlega við um geymslu eiturefna á heimilum. Landlæknir gefur reglulega út leiðbeiningar til landsmanna um hvernig ber að forðast slys af ýmsu tagi, þar með taldar eitranir hjá börnum. Á vef Landlæknis segir að efni og lyf eigi alltaf að geyma í læstum hirslum þar sem börn ná ekki til og öll skulu þau vera geymd í sínum upphaflegu umbúðum til að fyrirbyggja misskilning. Þá skal ekki geyma lyf í handtöskum, í eða á náttborði, í matarskápum eða skúffum. Einnig er nauðsynlegt að kanna hvort plöntur á heimilinu og í garðinum séu eitraðar. Eitrunarmiðstöðin veitir upplýsingar um viðbrögð við eitrunum allan sólarhringinn í síma 543-2222. „Geymist þar sem börn ná ekki til“ GETUR ENDAÐ ILLA Stúlkur á yngstu aldursárunum eru í minnihluta þeirra sem enda á spítala vegna eitrunar. NORDICPHOTOS/GETTY HVÖSS EN HÓFSÖM HIRTING 12 Þorsteinn Pálsson um nýársávarp forsetans. BISKUP Í GÓÐUM SAMHLJÓMI 16 Einar Karl Haraldsson um landssöfnun og þjóðkirkjuna. Innritun í síma 897 2896 www.bakleikfimi.is Hefst 7. janúar HUGO CHAVEZ BERST FYRIR LÍFI SÍNU 6 DREKALEYFIN MARKA KAFLASKIL 8 RÆÐA ENDUR SKOÐUN SAMNINGA 10 „Það er líklegt að hann verði enginn aufúsu- gestur hjá okkur eftir þetta.“ 4 Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, um fl ugdólg sem þurft i að tjóðra við sæti sitt og kefl a. HEIM FYRIR VORIÐ? 18 Eva Sigurbjörnsdóttir, hótel- stýra á Djúpavogi. VITUNDARVAKNING Á INDLANDI 26 Hrottaleg hópnauðgun ungrar konu um miðjan síðasta mánuð hefur vakið hörð viðbrögð. FRÚARLEIKFIMI OG LÍKAMSRÆKT 34 Heilsurækt fyrri tíma. FÁIR FLUGELDAR Í ÖLPUNUM 36 Laufey Kristjánsdóttir er skíðaáhugamanneskja. VU QUANG-UXI 38 Eitt sjaldgæfasta spendýr í heimi. KRAKKAR 36 KROSSGÁTA 38 TÖFRAFJALLIÐ ÁHRIFAMEST 50 Bókin sem breytti lífi Eiríks Guðmundssonar. FERSKUR ASPAS, HUMAR OG ANANAS 52 Réttir í þrettándamatarboðið. PLÖTUR ÁRSINS 56 Stjörnugjöfi n 2012 í Fréttablaðinu. UNDARLEGUR HEIÐUR 66 Rapparinn Kanye West klæðist bol með ljós- mynd úr smiðju áhugaljósmyndarans Katrínar Þóru Bragadóttur en myndin var líklega tekin með ólögmætum hætti. HVERJIR ERU NÓGU RUGLAÐIR? 60 Hermann Hreiðarsson, þjálfari karlaliðs ÍBV í knattspyrnu, á erfi ða tíma fyrir höndum. Fimm lykilmenn eru horfnir á braut. NBA HORFIR TIL EVRÓPU 60 David Stern, yfi rmaður NBA-deildarinnar, vill fá Evrópulið í deildina. Drekasvæðið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.