Fréttablaðið - 07.06.2017, Page 1

Fréttablaðið - 07.06.2017, Page 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 3 3 . T Ö L U B L A Ð 1 8 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 7 . J Ú N Í 2 0 1 8 BJ Ö RN B ER G M AN N 9 DAGAR í HM Safnaðu öllum leikmönnunum STJÓRNMÁL Grasrót Vinstri grænna er afar óánægð með forystu flokksins fyrir að hafa staðið að framlagningu frumvarps um breytingu á veiðigjöld- um sem áttu að færa stórútgerðinni skattaafslátt. Síðustu sjö mánuðir hafa verið ansi erfiðir fyrir flokkinn og skilja margir flokksmenn hvorki upp né niður í vegferð hans undir for- ystu Katrínar Jakobsdóttur. Veiðigjaldafrumvarpið hefur sett þingstörf á hliðina en rúm vika er síðan atvinnuveganefnd lagði til lækkun á veiðigjöldum. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður nefndar- innar, taldi þetta þá vera mikilvægt mál sem þyrfti að samþykkja. „Ég skynja reiði meðal flokks- manna og töluvert öðruvísi og þyngri tón en áður. Flokkurinn hefur fengið yfir sig margar gusurnar síðan ríkisstjórn var mynduð síðastliðið haust. Sú reiði sem kom við stjórnar- myndun er skiljan- leg. Hins vegar e r þy n g r i tónn í reið- inni núna og þetta mál ristir dýpra í hugum flokksmanna,“ segir Edward Hákon Huijbens, varaformaður Vinstri grænna. „Mitt persónulega mat er að veiðigjaldamálið þurfi meiri yfirlegu.“ Edward segir VG hafa fengið á sig nokkuð ómak- lega gagnrýni á síðustu mánuðum. Samstarfið hafi tekið á. Ekki er langt síðan þingmenn og ráðherrar flokks- ins skiptu um skoðun á embættis- færslum dómsmálaráðherra til að viðhalda stjórnarsamstarfinu. „Gagnrýni á flokkinn hefur verið mikil og hún skiptist að mínu mati í tvennt. Annars vegar strangt og gott aðhald í félagsmönnum þar sem virkir félagsmenn veita uppbyggilega og vandaða gagnrýni,“ segir Edward. „Hins vegar er svo gagnrýni sem er að einhverju leyti ómakleg. Við verðum að muna að flokkurinn fékk 17 prósenta fylgi og er ekki einráður í ríkisstjórn. Svo virðist sem skuldinni sé skellt á Vinstri græn fyrir allt sem aflaga kunni að fara.“ – sa / sjá síðu 4 Mikil ólga innan grasrótar VG Varaformaður Vinstri grænna segir mun þyngri tón í grasrót flokksins nú en þegar vantraust á dómsmála- ráðherra var í umræðunni. Grasrótin sé afar ósátt við veiðigjaldahugmyndir atvinnuveganefndar þingsins. Katrín Jakobsdóttir og Lilja Rafney Magnúsdóttir Fótboltakapparnir Gylfi Sigurðsson og Rúrik Gíslason hittu aðdáendur og stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í Kringlunni í gær og árituðu treyjur, fótbolta og plaköt í gríð og erg þegar ljósmyndara bar að garði. Þeir halda brátt út til Rússlands ásamt liðsfélögum sínum en fyrst mæta þeir Gana í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.