Fréttablaðið - 07.06.2017, Page 2
Veður
Hæglætisveður í dag og líkur á að
sjáist til sólar í flestum landshlutum.
Hiti 10 til 18 stig, svalast norðvestan
til. SJÁ SÍÐU 34
Breiðfylking veipara við Alþingi
Veiparar hugðust fjölmenna á þingpalla Alþingis í gær þegar umræða um rafrettufrumvarpið átti að fara fram. Þingfundi var hins vegar frestað
óvænt þannig að baráttufólk fyrir aðgengi að rafrettum tók sér stöðu fyrir utan þinghúsið og blés þar á boðaðar breytingar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HEILBRIGÐISMÁL Stjórnarmenn
stuðningsmannasveitarinnar Tólf-
unnar vildu hafa vaðið fyrir neðan
sig og drifu sig í bólusetningu fyrir
heimsmeistaramótið í Rússlandi.
Sveinn Ásgeirsson, varaformaður
Tólfunnar, viðurkennir að hafa ekki
pælt í þessu fyrr en hann sá umfjöll-
un um ráðleggingar sóttvarnalæknis
vegna ferða til Rússlands.
„Ég fór nú bara í bólusetningu í
gærmorgun. Flestir okkar hafa verið
að fara síðustu daga.“ Sveinn verður
hluti af hópi Tólfumanna á leiknum
gegn Argentínu í Moskvu 16. júní.
Samkvæmt upplýsingum frá
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
hefur töluvert verið hringt og spurst
fyrir um bólusetningar vegna ferða
til Rússlands.
Undanfarið hafi orðið einhver
fjölgun á bólusetningum en ekki
sé hægt að fullyrða hvort það sé
eingöngu vegna HM. Til að mynda
hafi stórir hópar nýstúdenta farið
í útskrifarferðir til Mexíkó síðustu
daga sem gæti skýrt hluta af aukn-
ingunni.
„Almennt hvetjum við fólk til
að huga að bólusetningum. Það
þarf hver og einn að bera ábyrgð
á sjálfum sér,“ segir Þórólfur
Guðnason, sóttvarnalæknir hjá
Embætti landlæknis. Sérstaklega
er minnst á mislinga í ráðleggingum
sóttvarnalæknis.
Þórólfur segir að skipulegar bólu-
setningar gegn mislingum hafi haf-
ist hér á landi 1976 og nánast alla
Íslendinga fædda fyrir 1970 hafa
fengið mislinga. Þeir hafi því lítið
að óttast. Hins vegar séu alltaf ein-
hverjir sem missi af bólusetningum.
Líkurnar á því séu meiri hjá þeim
sem fæddir séu um það leyti sem
breytingar hafa verið gerðar á fyrir-
komulagi bólusetninga.
Þórólfur segir mislingatilfelli
reglulega koma upp í Evrópu. Á
síðasta ári greindust rúmlega 20 þús-
und tilfelli í álfunni sem var mikil
fjölgun frá árinu áður. Rúmlega þrír
fjórðu hlutar þessara tilfella komu
upp í Rúmeníu, á Ítalíu og í Úkraínu.
Í Rússlandi var tilkynnt um 408 til-
felli en til samanburðar voru þau
927 í Þýskalandi og 520 í Frakklandi.
sighvatur@frettabladid.is
Tólfumenn drifu sig í
bólusetningu fyrir HM
Töluvert hefur verið hringt í Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins undanfarið
til að spyrjast fyrir um bólusetningar vegna ferða á HM í Rússlandi. Sótt-
varnalæknir hvetur fólk almennt til að huga að bólusetningum.
BILL
MURRAY
Meðlimir Tólfunnar undirbúa sig nú fyrir HM og hafa stjórnarmenn meðal
annars drifið sig í bólusetningu áður en þeir halda utan. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Ráðleggingar sóttvarnalæknis
Samkvæmt ráðleggingum sótt-
varnalæknis eru það einkum
þrír hópar sem þurfa að huga að
bólusetningu áður en farið er til
Rússlands.
Í fyrsta lagi börn og unglingar
sem ekki hafa verið fullbólusett.
Í öðru lagi þeir sem eru eldri en
23 ára og hafa ekki fengið stíf-
krampa- og barnaveikibólusetn-
ingu síðan í grunnskóla.
Í þriðja lagi allir fæddir eftir 1970
sem hafa hvorki veikst af misling-
um né verið bólusettir gegn þeim.
DÓMSMÁL Íbúar í Mjóstræti 2b í
Reykjavík þurfa að fjarlægja þvottavél
sína úr rými sem þau eiga í sameign
með konu sem býr að Bókhlöðustíg
8. Deila um staðsetningu þvottavélar-
innar hefur staðið yfir í tvo tæpa tvo
áratugi eða síðan árið 1998.
Málið fór fyrir kærunefnd fjöl-
eignarhúsamála árið 2000 sem taldi
óheimilt að hafa þvottavélina þar.
Hálfu ári síðar freistaði konan þess að
fá þvottavélina fjarlægða með aðfarar-
gerð en þeirri kröfu var hafnað í hér-
aði og Hæstarétti. Héraðsdómur féllst
síðan á eignaskiptahlutfallakröfu
konunnar með dómi árið 2003.
Núverandi eigendur eignuðust
Mjóstrætið árið 2016 og komu
skömmu síðar fyrir þvottavél í rým-
inu. Síðan þá hefur verið deilt um
staðsetningu hennar.
„Hvort sem umrædd þvottavél
hefur verið staðsett í sameignarrým-
inu, og þá á hvaða grundvelli, liggur
fyrir að enginn samningur var á milli
þáverandi eigenda fasteignarinnar
um slíka hagnýtingu og engar þing-
lýstar heimildir styðja þau sjónarmið
stefndu að þar sé gert ráð fyrir þvotta-
húsi,“ segir í nýjum
dómi í héraði. Þar
var fallist á kröfu
konunnar um að
óheimilt væri að
hafa þvottavélina
í sameigninni.
Eigendur Mjó-
strætisins þurfa
að auki að greiða
ko n u n n i 7 5 0
þúsund krónur í
málskostnað. – jóe
Áralangt karp
um þvottavél
Frá Mjóstræti FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR
KOSNINGAR Meirihlutaviðræður í
Reykjavík ganga vel að sögn Dóru
Bjartar Guðjónsdóttur, oddvita
Pírata. „Við héldum áfram þessari
vegferð í gegnum málaflokkana, við
förum síðan aftur yfir einhver mál til
að leysa ágreiningsefni.“
Píratar, Samfylking, VG og Við-
reisn funda klukkan eitt í dag í FB. Um
framhaldið segir Dóra: „[Það] gæti
gengið að klára þetta á næstu dögum.
Skýrist sennilega betur í dag.“ Verka-
skipting hefur ekki verið rædd form-
lega. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, odd-
viti Viðreisnar, hefur sagt að einhver
oddvitanna verði borgarstjóri. – tg
Viðræður halda
áfram í FB í dag
Dóra Björt
Guðjónsdóttir
7 . J Ú N Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð