Fréttablaðið - 07.06.2017, Page 24
Þjónustumiðstöð
tó li t fólkn s ar s
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Amadeus borðstofuhúsgögn
Opið virka daga
11-18
laugardaga
11-15
Komið og skoðið úrvalið
Ferðaþjónustan er komin til að vera og er orðin margfalt stærri atvinnuvegur en sjávarútveg-
urinn. Það má reikna út tekjurnar á
ýmsan hátt, en óumdeilanlegt er að
þær eru umtalsverðar.
Stefna stjórnvalda í málefnum
ferðaþjónustu til framtíðar á Íslandi
má ekki einskorðast við spurning-
una um hvort við ætlum að koma á
komugjöldum eða gistináttagjaldi.
Málefnið er mun flóknara en svo.
Yfir 90% ferðamanna sem koma
til Íslands segja, að aðdráttaraflið
sé óspillt og ósnert náttúra og má
það til sanns vegar færa – hér er að
finna stærstu flæmi óspilltrar nátt-
úru í Evrópu og náttúran og landið
er einstakt í ljósi þess að Ísland er
eldvirkasta svæði veraldar eins og
er og auk þess eitt yngsta og við-
kvæmasta land í heimi. Jafnframt
býr hér fámenn þjóð, sem er bara að
gera það býsna gott þegar kemur að
hugviti, þekkingu og listum og getur
á næstu árum stigið mörg stór skref
fram á við á þeim sviðum.
En spurningin sem þarf að svara
er: Hver á aðkoma ferðamannsins
að vera að landi og náttúru? Hver
á aðkoma hans að vera að þjóðinni
sjálfri, sögu hennar og menningu?
Hvernig viljum við að gestir okkar
komi að fjörðum landsins, fjöllum
og fossum? Eiga þeir að sjá stórar
virkjanir og háspennulínur? Eiga
þeir að sjá þorp þar sem helmingur
húsa stendur auður, eingöngu
notuð sem sumarhús fyrir brott-
fluttar fjölskyldur? Eiga þeir að sjá
þorp þar sem býr nær eingöngu
erlent vinnuafl að bjarga auðæfum
hafsins? Eiga þeir að aka um firði
fulla af fiskeldiskerjum? Eiga þeir
að aka fram á risavaxin álver, þar
sem engir Íslendingar vinna lengur,
aðeins erlent verkafólk?
Taka þarf afstöðu til langs tíma
Hvernig viljum við byggja upp „leik-
sviðið“, sem mætir þessum erlendu
ferðamönnum sem færa okkur
gjaldeyrinn í staðinn?
Þeirri spurningu þarf að svara. Og
það þarf að taka afstöðu til langs
tíma – það þýðir ekki að hugsa til
skemmri tíma en 70-80 ára hið
minnsta. Af hverju?
Tökum dæmi út frá spurningunni
hvort æskilegt sé að ferðamenn hitti
heimamenn á ferðum sínum um
landið:
Hér búa tæplega 350 þúsund
manns og fólksfjölgunin hefur verið
mikil í rúmlega hundrað ár – um 30
þúsund Íslendingar búa erlendis og
að sama skapi býr hér álíka margt
erlent fólk, margt til frambúðar,
annað til skemmri tíma. Það heldur
uppi fiskvinnslunni, þjónustu við
aldraða, sér um að þrífa skólana
okkar og sjúkrahúsin. Og það held-
ur uppi ferðaþjónustunni. Í ferða-
þjónustu starfa rúmlega 20 þúsund
manns og af þeim fjölda er senni-
lega helmingur að minnsta kosti
erlent vinnuafl.
Ef við ætluðum okkur að fram-
leiða Íslendinga, sem tækju við af
hinu erlenda vinnuafli, myndi það
taka okkur um 70-80 ár að búa þá
til, fæða þá, mennta og þjálfa, áður
en öll störf í ferðaþjónustu væru
skipuð Íslendingum eingöngu. Og
þá hefði störfum í ferðaþjónustu
jafnframt fjölgað og væru eflaust
orðin um 40 þúsund, ef ekki meir
– og fjöldi ferðamanna þá vaxið úr
þeim 2,5 milljónum sem nú er spáð
upp í jafnvel 5-6 miljónir.
Nú er það varla mögulegt, jafn-
vel ekki æskilegt að „Íslendings-
væða“ ferðaþjónustuna. Dæmið er
fyrst og fremst sett fram til að örva
hugaraflið og sýna fram á, að þörfin
fyrir stefnumótun í ferðaþjónustu er
orðin æpandi! Ríki og sveitarfélög,
fyrirtæki í ferðaþjónustu og aðrir
hagsmunaaðilar verða að segja til
um hvernig sinnt skuli óskum hinna
erlendu ferðamanna: að þeir fái að
njóta þeirrar vöru sem þeir komu
hingað til að kaupa: ósnortna,
óspillta náttúru.
Er ekki kominn tími til að setjast
niður og koma skipulagi á mála-
flokkinn – og eigum við ekki að gera
það á þann hátt sem vænlegastur er
til árangurs – í góðri samvinnu, í
lausnamiðuðu verkferli og af ítrustu
virðingu fyrir landi, náttúru, þjóð,
sögu og menningu?
Auðlindin Ísland
Íslendingar eru heimsþekktir fyrir að vera ansi stoltir af landinu sínu, vatninu, loftinu,
fótboltanum eða í stuttu máli öllu
sem kemur frá Íslandi. Þeir samein-
ast um að standa saman til að styðja
og hvetja hver annan. En hvað um
íslenskt tungumál? Er hægt að segja
sömu sögu um það?
Ég flutti til Íslands árið 2001. Eins
og margir aðrir ætlaði ég að vera
aðeins í sex mánuði og fara svo aftur
heim til Litháens. Þó að ég ætlaði að
stoppa stutt fór ég strax á íslensku-
námskeið. Mér fannst það mjög
merkilegt að læra tungumál sem
aðeins 300.000 manns geta talað
í heiminum öllum, einnig fannst
mér sjálfsagt að byrja strax að læra,
jafnvel þó að ég ætlaði ekki að búa
hér á landi.
Ég vildi bera virðingu fyrir
íslenskri þjóð og íslensku tungu-
máli. Það er ansi góð tilfinning að
geta boðið góðan dag á íslensku og
geta átt smá spjall á þeirra tungu-
máli. Með því að læra íslenskt
tungumál og sækja íslenskunám-
skeið er hægt að læra um venjur,
hátíðir, óskrifaðar reglur, menn-
ingu, bókmenntir og margt annað í
leiðinni. Þar opnast nýr heimur sem
hvetur mann til að kynnast íslenskri
menningu enn betur og taka þátt í
samfélaginu. Að tilheyra hópnum
og vera einn af þeim.
Eins og margir aðrir sem voru í
sömu sporum og ég, erum við hér
ennþá 17 árum seinna á Íslandi. En
ég kann tungumálið og ég tek virkan
þátt í samfélaginu. Ég get valið mér
starf, ég get gert allt sem ég vil og
verið stolt af því sem ég geri. Ég
byggi brýr milli Litháens og Íslands
og er bæði Lithái og Íslendingur.
Við eigum 3 börn sem tala bæði
góða íslensku og litháísku. Það eru
allt of margir sem hugsa að það sé
nóg að kunna aðeins ensku af því
að þeir ætli ekki að búa hér lengi.
Kannski eitt, tvö ár eða kannski
þangað til þau hafa safnað nógu
miklu af peningum til að geta flutt
aftur heim. Því miður er raunin oft
þannig að fólk ílengist hér á Íslandi,
tekur ekki þátt í íslensku samfélagi
og sorglegast af öllu að börnin finna
mest fyrir því.
Það er mjög óþægileg tilfinning
að bíða og bíða og bíða aðeins meira
því fólk er ekki að lifa lífinu heldur
er í einhvers konar biðstöðu. Það
er alltaf á leiðinni heim en svo líða
kannski eitt, tvö … fimm eða fleiri ár
og það er enn að bíða, enn að safna,
enn að hugsa. Börnum reynist það
afar erfitt að meðhöndla svona
aðstæður og oft vilja þau ekki læra
íslensku því þau sjá engan tilgang
því þau eru alveg að fara heim aftur.
Ég vinn sem grunnskólakenn-
ari í Háaleitisskóla uppi á Ásbrú
og vann svo í 9 ár í leikskólanum
Hjallatúni og sú þróun sem ég sé á
hverjum einasta degi veldur mér
áhyggjum hvað verður um íslenskt
tungumál í náinni framtíð. Það sem
er að gerast nú þegar er að börnin
sem fæðast hér á Íslandi standa oft
á tíðum frekar illa í íslensku. Það eru
eflaust margar ástæður fyrir því en
ein af þeim er að Íslendingar gera
ekki nógu miklar kröfur til þess að
foreldrar þeirra læri íslensku og beri
virðingu fyrir samfélaginu sem þeir
búa í.
Og ekki nóg með það finnst mér
enn meira sláandi að Íslendingum
finnst það svo krúttlegt þegar
börnin þeirra tala ensku og það er
að aukast að foreldrar svara þeim
á ensku á móti. Margir skólar eru
í vandræðum því nemendur tala
ensku sín á milli þrátt fyrir það
að oft á tíðum eru þau öll íslensk.
Öllum finnst enska svo skemmtileg
sem eflaust er líka rétt en hvað um
íslensku? Af hverju er það svona
krúttlegt að tala ensku en alls ekki
krúttlegt að tala góða íslensku? Af
hverju erum við ekki stolt af tungu-
málinu sem aðeins 300.000 manns
geta talað?
Og hvað um ferðamenn? Margir
þeirra eru að koma til Íslands ekki
aðeins í þeim tilgangi að skoða
landið heldur finnst þeim einnig
mjög áhugavert að heyra íslenskt
tal. Þeir verða sennilega líka fyrir
vonbrigðum ef það verður aðeins
töluð krúttleg enska hér á landi.
Ég hef mjög mikinn áhuga á
tungumálum og mér finnst íslenska
persónulega mjög merkilegt tungu-
mál. Vonandi verður eitthvað gert
svo það finnist öllum á Íslandi
mikilvægt að tala íslensku og að það
verði allir mjög stoltir af íslensku
tungumáli.
Hvers virði er íslenska?
Hvernig viljum við að gestir
okkar komi að fjörðum
landsins, fjöllum og fossum?
Eiga þeir að sjá stórar virkj-
anir og háspennulínur? Eiga
þeir að sjá þorp þar sem
helmingur húsa stendur
auður, eingöngu notuð sem
sumarhús fyrir brottfluttar
fjölskyldur? Eiga þeir að
sjá þorp þar sem býr nær
eingöngu erlent vinnuafl að
bjarga auðæfum hafsins?
Þórey Anna
Matthíasdóttir
Jakob S. Jónsson
leiðsögumenn
Jurgita
Millerienė
grunnskóla-
kennari
Af hverju er það svona krútt-
legt að tala ensku en alls
ekki krúttlegt að tala góða
íslensku? Af hverju erum við
ekki stolt af tungumálinu
sem aðeins 300.000 manns
geta talað?
Við erum að upplifa einstaka tíma, fjórða iðnbyltingin er skollin á. Tæknifram-
farir hafa tekið stór skref síðustu
ár og ekki munu skrefin minnka á
næstu misserum. Þetta mun leiða til
ýmissa breytinga fyrir tilveru okkar
og margir spretta fram á sjónar-
sviðið til að kynna sína framtíðar-
sýn. Það sem við hins vegar verðum
að hafa í huga er að eins og oft áður
í tengslum við tæknina þá snúast
þessar breytingar um svo miklu
meira en tækni. Mannlegi þátturinn
spilar nefnilega stórt hlutverk og
líklega stærsta hlutverkið.
Við þurfum að leiða þessar
breytingar og stýra með þeim hætti
að þær þjóni okkur sem best en
það þýðir að fjórða iðnbyltingin
er ekki einkamál tækniheima.
Bæði atvinnulíf og samfélag þurfa
að sýna frumkvæði og skilgreina
hvaða ógnir og tækifæri felast í
þessari byltingu. Meðal annars,
eins og margoft hefur komið fram
munu störf breytast enn meir en við
höfum áður séð, sum munu hverfa
og önnur ný birtast. Eitt er þó ljóst
og það er að mannleg samskipti
munu skipta meira máli en áður og
því verður færni á því sviði sífellt
verðmætari.
Á sviði viðskipta er gjarnan talað
um viðskiptagreind þar sem við
vinnum með hvernig gervigreind
getur í viðskiptalegum tilgangi
hjálpað okkur að ná betri árangri
og hvernig við getum nýtt hana
til að ná viðskiptalegum mark-
miðum. Við sjáum nú þegar dæmi
um þetta þar sem fyrirtæki eins og
Facebook notar gervigreind til að
kortleggja hegðun notenda sinna
sem það nýtir sér síðan í viðskipta-
legum tilgangi. Þetta leiðir auðvitað
hugann að mörgum atriðum eins og
til dæmis siðfræði sem er auðvitað
samofin mannlega þættinum. Það
munu koma upp, og hafa komið
upp, mörg siðferðileg álitamál sem
þarf að taka afstöðu til í tengslum
við fyrrnefnda byltingu og þá er eins
gott að mannvitið fái að koma þar
nærri. Við getum ekki látið tæknina
um að tækla þau mál.
Það er sama á hvaða sviði við
störfum, við þurfum að taka þátt í
framþróuninni og megum ekki bara
láta tæknina ráða för. Það eru gríðar-
lega spennandi tímar fram undan
svo framarlega sem „vélarnar“, svo
maður vísi í kvikmyndina um Tor-
tímandann, fái ekki að taka völdin.
Fjórða iðnbyltingin er ekki
einkamál tækniheima ...
mannvitið verður
að fá að vera með
Sigurður
Ragnarsson
forseti viðskipta-
deildar Háskól-
ans á Bifröst
7 . J Ú N Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R24 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð