Fréttablaðið - 07.06.2017, Page 30
Starri Freyr
Jónsson
starri@frettabladid.is
Mike The Jacket er sóló-verkefni plötusnúðsins og tónlistarmannsins Frið-
riks Thorlacius sem kemur fram á
tónlistarhátíðinni Secret Solstice
síðar í þessum mánuði. Þetta er
fimmta árið í röð sem hann kemur
fram á hátíðinni og segir hann að
þeir sem hafi séð sig spila í gegnum
árin viti nákvæmlega hvað sé í
vændum. „Ég ætla m.a. að flytja þar
fimm ný lög. Það er fátt betra en að
spila nýtt efni fyrir tónleikagesti og
fá viðbrögð beint í æð og sérstak-
lega þegar allt verður tryllt. Ég er
búinn að prufukeyra hluta af nýja
efninu og það hefur vakið ótrúlega
lukku. Gestir geta búist við ótrú-
lega flottu sjói og magnaðri orku
sem fær þá til að vilja dansa, dansa
og dansa meira.“
Friðrik hefur komið víða við á
undanförnum árum, ýmist einn
eða með félögum sínum í Plugg’d.
„Við hituðum m.a. upp á Nasa
og Broadway fyrir marga
heimsþekkta plötusnúða á
árunum 2006 til 2009. Þar
má m.a. nefna Deadmau5,
Dirty South, Pendulum og
Chris Lake. Árið 2011
tók ég þátt í remix
keppni tón-
listarmannsins
Deadmau5 og
endaði í topp
10 úrslitum.
Út frá því
stofnaði ég
KSF (Killer
Sounding Fre-
quencies) með
félaga mínum
þar sem við unnum
með mörgum frá-
bærum tónlistar-
mönnum, t.d. Alviu.
Við unnum remix
keppnina „Dirty
South“ árið 2016 og
fengum í kjölfarið
að spila á aðalsvið-
inu á fjórtán hæða
skemmtiferða-
skipi frá Miami til
Jamaíku sem var
eftirminnileg ferð.“
Friðrik vinnur
sem rafvirki og
utan tónlistarinnar
stundar hann snjó-
og hjólabrettin
auk nýjasta æðis-
ins sem er að hans sögn að hjóla
út um allar trissur og skrásetja
ferðir sínar með Strava-appinu.
Hann lýsir fatastíl sínum sem
frekar „kasjúal“ en ekkert toppi
þó glænýja strigaskó. „Maður
verður eins og nýr maður
í nýjum skóm. Ég fylgist
ekki beint með tískunni
og pikka bara út það sem
að ég fíla sjálfur. Fata-
kaupin koma í rispum,
stundum kaupi ég ekki
neitt svo mánuðum
skiptir og svo kemur
sprengja þegar ég dett
inn á eitthvað.“
Áttu þér tískufyrirmynd?
Ég á mér í raun enga tísku-
fyrirmynd en mér finnst
íslensk hönnun vera að
sækja í sig veðrið, t.d. eru
Inklaw að koma sterkir inn.
Svo er ég stanslaust að spotta
eitthvað nýtt sem gefur mér
innblástur.
Hvernig hefur tískuáhug-
inn þróast?
Ég hef aldrei verið mikill
jakkafatakarl en eftir að ég
eignaðist fyrstu Hugo Boss
jakkafötin í fyrra varð ekki
aftur snúið. Þau eru kónga-
blá og köflótt og fara mér
einstaklega vel. Ég stækka
alltof hratt í þau þann-
ig að það er útlit fyrir
Það eru engar reglur
Mike The Jacket kemur fram á Secret Solstice síðar í júní.
Hann segir ekkert toppa glænýja og fallega strigaskó.
Svarti bomber
jakkinn sem
Friðrik klæðist
hér er uppá-
haldsflíkin hans.
Úlpuna keyptir Friðrik Thorlacius, öðru nafni Mike The Jacket, í H&M en þar verslar hann reglulega. MYNDIR/ERNIR
að ég þurfi að finna mér önnur.
Hvar kaupir þú helst fötin þín?
Ég hef verslað heilmikið í H&M
í gegnum tíðina og sérstaklega
meðan ég bjó í Svíþjóð. Brettabúð-
ir eru líka í miklu uppáhaldi því
þar er mikið úrval af töff bolum.
Áttu eina uppáhaldsflík?
Í dag er það svarti bomber jakk-
inn minn með hettunni sem sést á
einni myndinni. Hann er geggjaður
og hentar öllum tilefnum.
Bestu og verstu fatakaupin?
Bestu kaupin átti ég um daginn,
þegar ég rambaði inn í H&M og
keypti þrjá jakka sem kostuðu
undir 25.000 kr. og eru allir geggj-
aðir. Verstu kaupin eru þegar ég
kaupi eitthvað í flýti og þegar ég
máta heima er ég ekki jafn sáttur.
Hvað finnst þér einkenna
klæðnað karla í dag?
Það er einhver svaka vakning
í dag, misfrábær og mishræðileg.
Mér finnst best að það eru engar
reglur. Það sama gildir um tónlist
mína, þar eru engar reglur.
Notar þú fylgihluti?
Hálsmen hafa ekki verið í miklu
uppáhaldi fyrr en núna. Ég er
oftast með einfalda silfraða „old
school“ keðju með silfruðum USB-
lykli sem inniheldur tónlistina
mína. Lykillinn gerir mér kleift að
vera alltaf tilbúinn til að spila, hvar
og hvenær sem er. Svo eru arm-
bönd og úr alltaf klassísk.
Brúnir DC
skór, keyptir í
Mohawks.
Verslunin Belladonna
Flott sumarföt,
fyrir flottar konur
Stærðir 38-58
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS
www.fi.is
Ég fer á fjöll
í sumar
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 7 . J Ú N Í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R