Fréttablaðið - 07.06.2017, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 07.06.2017, Blaðsíða 30
Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is Mike The Jacket er sóló-verkefni plötusnúðsins og tónlistarmannsins Frið- riks Thorlacius sem kemur fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice síðar í þessum mánuði. Þetta er fimmta árið í röð sem hann kemur fram á hátíðinni og segir hann að þeir sem hafi séð sig spila í gegnum árin viti nákvæmlega hvað sé í vændum. „Ég ætla m.a. að flytja þar fimm ný lög. Það er fátt betra en að spila nýtt efni fyrir tónleikagesti og fá viðbrögð beint í æð og sérstak- lega þegar allt verður tryllt. Ég er búinn að prufukeyra hluta af nýja efninu og það hefur vakið ótrúlega lukku. Gestir geta búist við ótrú- lega flottu sjói og magnaðri orku sem fær þá til að vilja dansa, dansa og dansa meira.“ Friðrik hefur komið víða við á undanförnum árum, ýmist einn eða með félögum sínum í Plugg’d. „Við hituðum m.a. upp á Nasa og Broadway fyrir marga heimsþekkta plötusnúða á árunum 2006 til 2009. Þar má m.a. nefna Deadmau5, Dirty South, Pendulum og Chris Lake. Árið 2011 tók ég þátt í remix keppni tón- listarmannsins Deadmau5 og endaði í topp 10 úrslitum. Út frá því stofnaði ég KSF (Killer Sounding Fre- quencies) með félaga mínum þar sem við unnum með mörgum frá- bærum tónlistar- mönnum, t.d. Alviu. Við unnum remix keppnina „Dirty South“ árið 2016 og fengum í kjölfarið að spila á aðalsvið- inu á fjórtán hæða skemmtiferða- skipi frá Miami til Jamaíku sem var eftirminnileg ferð.“ Friðrik vinnur sem rafvirki og utan tónlistarinnar stundar hann snjó- og hjólabrettin auk nýjasta æðis- ins sem er að hans sögn að hjóla út um allar trissur og skrásetja ferðir sínar með Strava-appinu. Hann lýsir fatastíl sínum sem frekar „kasjúal“ en ekkert toppi þó glænýja strigaskó. „Maður verður eins og nýr maður í nýjum skóm. Ég fylgist ekki beint með tískunni og pikka bara út það sem að ég fíla sjálfur. Fata- kaupin koma í rispum, stundum kaupi ég ekki neitt svo mánuðum skiptir og svo kemur sprengja þegar ég dett inn á eitthvað.“ Áttu þér tískufyrirmynd? Ég á mér í raun enga tísku- fyrirmynd en mér finnst íslensk hönnun vera að sækja í sig veðrið, t.d. eru Inklaw að koma sterkir inn. Svo er ég stanslaust að spotta eitthvað nýtt sem gefur mér innblástur. Hvernig hefur tískuáhug- inn þróast? Ég hef aldrei verið mikill jakkafatakarl en eftir að ég eignaðist fyrstu Hugo Boss jakkafötin í fyrra varð ekki aftur snúið. Þau eru kónga- blá og köflótt og fara mér einstaklega vel. Ég stækka alltof hratt í þau þann- ig að það er útlit fyrir Það eru engar reglur Mike The Jacket kemur fram á Secret Solstice síðar í júní. Hann segir ekkert toppa glænýja og fallega strigaskó. Svarti bomber jakkinn sem Friðrik klæðist hér er uppá- haldsflíkin hans. Úlpuna keyptir Friðrik Thorlacius, öðru nafni Mike The Jacket, í H&M en þar verslar hann reglulega. MYNDIR/ERNIR að ég þurfi að finna mér önnur. Hvar kaupir þú helst fötin þín? Ég hef verslað heilmikið í H&M í gegnum tíðina og sérstaklega meðan ég bjó í Svíþjóð. Brettabúð- ir eru líka í miklu uppáhaldi því þar er mikið úrval af töff bolum. Áttu eina uppáhaldsflík? Í dag er það svarti bomber jakk- inn minn með hettunni sem sést á einni myndinni. Hann er geggjaður og hentar öllum tilefnum. Bestu og verstu fatakaupin? Bestu kaupin átti ég um daginn, þegar ég rambaði inn í H&M og keypti þrjá jakka sem kostuðu undir 25.000 kr. og eru allir geggj- aðir. Verstu kaupin eru þegar ég kaupi eitthvað í flýti og þegar ég máta heima er ég ekki jafn sáttur. Hvað finnst þér einkenna klæðnað karla í dag? Það er einhver svaka vakning í dag, misfrábær og mishræðileg. Mér finnst best að það eru engar reglur. Það sama gildir um tónlist mína, þar eru engar reglur. Notar þú fylgihluti? Hálsmen hafa ekki verið í miklu uppáhaldi fyrr en núna. Ég er oftast með einfalda silfraða „old school“ keðju með silfruðum USB- lykli sem inniheldur tónlistina mína. Lykillinn gerir mér kleift að vera alltaf tilbúinn til að spila, hvar og hvenær sem er. Svo eru arm- bönd og úr alltaf klassísk. Brúnir DC skór, keyptir í Mohawks. Verslunin Belladonna Flott sumarföt, fyrir flottar konur Stærðir 38-58 FERÐAFÉLAG ÍSLANDS www.fi.is Ég fer á fjöll í sumar 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 7 . J Ú N Í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.