Fréttablaðið - 07.06.2017, Blaðsíða 42
HANDBOLTI „Æfingarnar hafa gengið
vel og ég hef verið mjög ánægður
með leikmennina. Það vantar ekk-
ert upp á það. Tempóið á æfing-
unum hefur verið hátt og leikmenn
ósérhlífnir. Það var mjög erfitt að
velja þennan 16 manna hóp. Mark-
miðið var að búa til breiðan hóp
leikmanna sem gætu staðið lands-
liðinu til boða og ég tel að það hafi
tekist. Ég er búinn að kynnast mörg-
um leikmönnum,“ sagði Guðmund-
ur Guðmundsson, þjálfari íslenska
karlalandsliðsins í handbolta, sem
tilkynnti í gær 16 manna hóp sem
fer til Litháens og mætir þar heima-
mönnum í fyrri leik í umspili um
sæti á HM 2019.
Eitt og annað vekur athygli í vali
Guðmundar. Ólafur Gústafsson er
t.a.m. í hópnum en hann hefur ekki
spilað með landsliðinu í nokkur ár
vegna þrálátra meiðsla. Stefán Rafn
Sigurmannsson var valinn í stað
Bjarka Más Elíssonar sem hefur
farið á síðustu tvö stórmót og Ágúst
Elí Björgvinsson verður Björgvini
Páli Gústavssyni til halds og trausts.
Aron Rafn Eðvarðsson er meiddur
sem og Gísli Þorgeir Kristjánsson.
Guðmundur talar af mikilli virð-
ingu um litháíska liðið og segir það
sterkara en flestir halda.
Búnir að kortleggja þá
„Ég held að það séu margir sem van-
meti það en við gerum það ekki.
Þeir spila sérstaklega vel á heima-
velli. Sóknarleikurinn er mjög vel
skipulagður og þeir spila bara sinn
bolta. Við teljum okkur vera búna
að kortleggja þá eins vel og við
getum. Í okkar huga er ekkert van-
mat,“ sagði Guðmundur.
Rétthenta skyttan Jonas Truchan-
ovicius, nýkrýndur Evrópumeistari
með Montpellier, er þekktasti leik-
maður Litháens. Guðmundur segir
að leikstjórnandinn Aidenas Malas-
inkas sé einnig mjög öflugur.
„Hann er heilinn í liðinu. Þeir
eru líka með góða línumenn og eru
árásargjarnir í vörninni. Þetta er
mjög gott lið og við þurfum að hafa
verulega fyrir því að vinna þá,“ sagði
Guðmundur.
Litháar spiluðu tvo vináttulands-
leiki við Hvít-Rússa á dögunum,
unnu fyrri leikinn 32-28 en töpuðu
þeim seinni 38-36.
Engar áhyggjur af leikforminu
Fjórir leikmenn í íslenska hópn-
um léku í Olís-deildinni á síðasta
tímabili. Nokkrar vikur eru síðan
tímabilið kláraðist en þrátt fyrir
það hefur Guðmundur ekki
áhyggjur af leikformi þessara leik-
manna.
„Við höfum spilað mjög mikið á
æfingum og reynt að gefa þeim eins
mikinn spiltíma og kostur er. Ég
held að þetta verði ekki vandamál,“
sagði Guðmundur.
Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson
lék sem skytta í Gulldeildinni í Nor-
egi í fyrstu leikjunum eftir að Guð-
mundur tók við landsliðinu. Hann
er hins vegar hugsaður sem miðju-
maður í leikjunum og mun stýra
leik íslenska liðsins ásamt sveitunga
sínum, Janusi Daða Smárasyni. Þá sé
alltaf möguleiki að nota Aron Pálm-
arsson sem miðjumann.
Traust lagt á Daníel og Ólaf
Guðmundur ætlar áðurnefndum
Ólafi Gústafssyni hlutverk í varnar-
leik Íslands. Sömu sögu er að segja
af Haukamanninum Daníel Þór
Ingasyni.
„Ég er með pör í miðri vörninni;
Daníel eða Ólafur með Vigni [Svav-
arssyni] eða Arnari Frey [Arnars-
syni],“ sagði Guðmundur sem vill
sem oftast nota einungis eina skipt-
ingu milli varnar og sóknar.
„Við erum búnir að fara mjög
gaumgæfilega yfir varnarleikinn.
Þeir munu keyra mjög grimma
hraða miðju á okkur og við þurfum
að vera klárir fyrir það. Við höfum
eytt miklum tíma í varnarleikinn en
auðvitað höfum við líka æft sóknar-
leikinn. ingvithor@frettabladid.is
Í okkar huga er ekkert vanmat
Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í gær hvaða 16 leikmenn mæta Litháen í fyrri leik liðanna í umspili um sæti
á HM 2019. Hann er ánægður með hvernig æfingar hafa gengið. Guðmundur segir Litháa vera með sterkt lið sem beri að varast.
Guðmundur Guðmundsson á blaðamannafundinum í gær ásamt Guðmundi B. Ólafssyni, formanni HSÍ, og Guðjóni Val Sigurðssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Hópurinn sem mætir Litháen
Markverðir:
Ágúst Elí Björgvinsson
Björgvin Páll Gústavsson
Vinstra horn:
Guðjón Valur Sigurðsson
Stefán Rafn Sigurmannsson
Vinstri skyttur:
Aron Pálmarsson
Daníel Þór Ingason
Ólafur Guðmundsson
Ólafur Gústafsson
Miðjumenn:
Elvar Örn Jónsson
Janus Daði Smárason
Hægri skyttur:
Ómar Ingi Magnússon
Ragnar Jóhannsson
Rúnar Kárason
Hægra horn:
Arnór Þór Gunnarsson
Línumenn:
Arnar Freyr Arnarsson
Vignir Svavarsson
Það var mjög erfitt
að velja þennan 16
manna hóp. Markmiðið var
að búa til breiðan hóp
leikmanna sem gætu staðið
landsliðinu til boða og ég tel
að það hafi tekist.
Guðmundur Guðmundsson
Ég fór út síðasta
haust til að prófa
eitthvað nýtt, ég vildi komast
út úr þægindarammanum á
Kópavogsvelli ... Þetta leit
hrikalega vel út á blaði og
það var frábært að búa þarna
þó að fótboltinn hefði mátt
ganga betur.
Fanndís Friðriksdóttir,
leikmaður íslenska
kvennalandsliðsins
FÓTBOLTI „Þetta er hreint út sagt
dásamlegt, ég kann mjög vel við
mig hérna á Blikavellinum og í bláa
búningnum svo ég get ekki kvartað,“
sagði Fanndís Friðriksdóttir, leik-
maður íslenska kvennalandsliðsins,
fyrir æfingu í gær en fram undan er
leikur gegn Slóveníu á mánudaginn
í undankeppni HM 2019.
Ísland er í lykilstöðu og getur náð
toppsæti riðilsins á ný þegar tvær
umferðir eru eftir með sigri.
„Við vitum hvað við erum að
fara út í þó að þær séu svolítið óút-
reiknanlegar. Þú veist ekki hvaða
lið kemur út á völlinn því þær geta
gert stórfurðulega hluti og frábæra
hluti. Þegar leikið er gegn lakari
andstæðingum er það oft þolin-
mæðisvinna að brjóta ísinn en um
leið og fyrsta markið kemur færist
ró yfir hlutina.“
Heimsmeistaramótið 2019 fer
fram í Frakklandi en Fanndís hefur
verið í atvinnumennsku hjá Mar-
seille undanfarið ár. Lítið gekk
innan vallar og féll Marseille úr
efstu deild á dögunum. Hún ætlar að
skoða sín mál eftir landsleikjahléið.
„Ég tók þá ákvörðun að koma heim
og klára þennan landsleik og skoða
þetta bara eftir hann. Ég kláraði síð-
asta leikinn minn úti í síðustu viku
og þá tók við að pakka og koma mér
heim en ég ákvað að ég myndi ekki
taka ákvörðun strax,“ sagði Fanndís
sem hefur fengið tilboð.
„Það eru nokkur félög búin að
hafa samband en ég er þegar búin
að neita nokkrum félögum. Ég sest
almennilega yfir þetta í næstu viku.“
Hún viðurkenndi að dvölin í
Frakklandi hefði reynst töluvert
erfiðari en hún bjóst við.
„Þetta var erfiðara en ég bjóst við
og öðruvísi en væntingar mínar
voru en það voru hlutir sem ekki
var hægt að sjá fyrir. Ég nennti ekki
að setja mig að fullu inn í þetta en
það var eitthvað sérkennilegt and-
rúmsloft í liðinu og liðsheildin stór-
furðuleg. Það gekk á ýmsu og það er
eiginlega gott að þetta er búið.“
Þrátt fyrir það er hún ánægð með
reynsluna.
„Ég fór út síðasta haust til að prófa
eitthvað nýtt, ég vildi komast út úr
þægindarammanum á Kópavogs-
velli og þetta var það sem var mest
spennandi á borði. Þetta leit hrika-
lega vel út á blaði og það var frábært
að búa þarna þó að fótboltinn hefði
mátt ganga betur.“ – kpt
Er þegar búin að segja nei við nokkur félög
Það var létt yfir Fanndísi á landsliðsæfingu í gær enda komin á kunnuglegar
slóðir á Kópavogsvelli í æfingatreyju íslenska landsliðsins.FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
7 . J Ú N Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R30 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð