Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1982, Page 11
Nemendur útskrifaSir 1970 heimsóttu Bifröst 1. maí 1980, á tíu ára
afmælinu. Hér sést hluti þeirra. Fremst sitja f. v.: Sigríður Árnadóttir,
Guðrún Sigurjónsdóttir og Helga Guðmundsdóttir. Aftan við eru }. v.:
Dagur Ásgeirsson, SigurÖur Einarsson, Haukur J. Kjerúlf, GuÖmundur
SkarphéÖinsson, HreggviÖur Þorsteinsson, Halldór H. SigurÖsson, GuÖ-
mundur Pétursson, Haukuf Halldórsson, Kristinn Jónsson, Eyjólfur
T. Geirsson, Páll Sigþórsson, Haraldur Sturlaugsson, ÓÖinn Sigþórsson,
Bjarni Arthúrsson og Ásgeir Ragnarsson.
Jafnframt hefur hann samið fjölda erinda til flutnings í
útvarpi og var flutningur Péturs Sumarliðasonar á þáttum
Skúla mjög eftirminnilegur. Sagði líka Skúli í minningar-
grein um Pétur að þá hefði hann flutt best þegar hann var
andstæðastur efninu. Þá eru ekki síður minnisverðar blaða-
greinar Skúla, ekki síst þættir hans um útvarpið sem um
árabil birtust reglulega í Þjóðviljanum og segir sagan að
útvarpsmenn hafi ekki verið mönnum sinnandi fyrr en þeir
höfðu lesið greinar hans. Ekki má svo gleyma bókum hans
og stórskemmtilegum frásögnum af umhverfi sínu og mönn-
um hinum megin við myrkrið. Er strmdum með ólíkindum
hvað Skúla tekst að draga upp skoplegar myndir af ýmsum
þeim vandamálum sem sköpuðust af fötlun hans.
Skemmtilegar eru þær myndir sem hann sýnir af skóla-
félögum sínum og skólabrag og eins og hjá öðrum sem
hafa fullt vald á skopinu er alvaran jafnan skammt að baki.
7