Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1982, Síða 14
Eg geri þetta einungis af því, að sá sem það mig um
þetta og ég veit engin deili á, var svo elskulegur, að leyfa
mér að fara mínar eigin götur, en hafa að engu þær ábend-
ingar, sem hann af góðum hug gaf mér um það, hvemig
þetta ætti að vera.
Enn verð eg að gera sömu játninguna og eg gerði í
„Horfnum góðhestum“. Fólkið sem eg kynntist og deildi
geði með fyrir fimmtíu og fimm ámm, er fyrir löngu horfið
mér, bæði þeir sem stóðu í sviðsljósinu og komust til mann-
virðinga sem hinir, er unnu sín verk og þjóðin vissi ekki
um tilveru þeirra.
I þessum stóra hópi horfinna gæðinga, em þó tvær vemr
sem aldrei hafa horfið mér að fullu, þó stundum hafi liðið
nokkuð langt, milli þess er fundum okkar hafi borið saman.
Það em þær Auður dóttir Jónasar frá Hriflu og Rósa
Þorsteinsdóttir.
Eg man enn hve Auður brosti yndislega til okkar strák-
anna, þegar hún birtist í dymm skólastofunnar á morgnana.
Eg man enn hvemig kynni okkur Rósu hófust.
Hún læddist aftan að mér og smellti umbúðateygju utan
um hálsinn á mér.
Enn þann dag í dag bregður fyrir í orðræðum hennar
og frásagnarlist þessari græskulausu glettni, sem birtist
mér í fyrsta sinni, þegar hún smellti teygjunni utan um
hálsinn á mér.
Mér fannst fyrstu skóladagana, sem að strákamir í eldri
deildinni, sumir hverjir litu með takmarkaðri virðingu til
okkar busanna, enda vom þetta mestu dólpungskarlar að
líkamlegt atgervi, og sennilega einnig hinu andlega.
Einhvemtíma heyrði eg útundan mér, að þeir vom að
tala um insektin í busabekknum.
Eg vissi upp á mig skömmina. Eg hlaut að vera einn af
insektunum. Eg var svo lágur í lofti. Svo vom að minnsta
kosti tveir aðrir, sem tóku þetta til sin. Það vom þeir Har-
aldur Briem, sessunautur minn og Benedikt Jónsson, ágætur
strákur en orðhvatur og einhver sá orðljótasti maður sem
eg hef fyrir hitt. Eg spurði hann einu sinni hver hefði
10