Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1982, Page 16
í
Ég tók stundum þátt í þessum umræðum, því ég var því
ekki óvanur að taka til máls í ungmennafélaginu heima.
En flestir ræðumanna á þessum málþingum voru mér
fremri og snjallari. Skulu hér nokkrir nefndir. Einna sköru-
legastur þótti mér Þórir Þorvarðsson. Hann var Austfirð-
ingur, en dó ungur, fáum árum eftir að hann kom úr skól-
anum. Þórir var einnig ritstjóri skólablaðsins og las það
upp á fundunum, af mikilli snilld.
Ég fór snemma að birta eftir mig í blaðinu, bæði ritgerðir
og Ijóð. Vík ég að því síðar.
Af öðrum ræðumönnum má nefna Runólf Pétursson.
Hann var Austfirðingur, eins og Þórir og óforbetranlegur
krati og hefir vist haldið sinni trú, stöðugur til hinstu
stundar. I þann tíð, er við vorum saman í skóla, stóð ég
hægra megin við hann í minni pólitísku trú. En nokkrum
árum síðar var ég kominn vinstra megin við hann. En
Runólfur stóð sem fyrr er ritað óbifanlegur, sem jarðfastur
klettur í sínum kratisma.
Þá má nefna Jakob Jónsson frá Narfeyri, eða Narfeyrar-
Kobba, eins og við kölluðum hann stundum.
Hann var þeirrar náttúru tæki hann til máls og það gerði
hann oft, minnti hann á vatnsfall, sem brýst áfram með
sívaxandi þunga. Hann fann þetta meira að segja sjálfur,
því stundum sagði hann upp úr miðri ræðunni: Það er
ómögulegt að stoppa sig, þegar maður er kominn af stað.
Allar ræður hans voru án upphaf s og enda eins og eilíf ðin.
Stefán Jónsson frá Kambi í Reykhólasveit var einnig
geysimikill ræðumaður. Ég held, að um þessar mundir hafi
hann gengið með þingmann í maganum og langað til að
bjóða sig fram á móti Hákoni i Haga.
1 ræðum sínum lagði hann venjulega geysiþunga áherslu
á smáorð, svo sem og eða að.
Stefán var herbergisfélagi minn þennan vetur ásamt vini
mínum og sveitunga Jóni Matthíassyni.
Jón var ritfærastur og mest skáld okkar ailra. Þó birti
hann aldrei neitt eftir sig í skólablaðinu og tók aldrei til
máls á fundum.
12