Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1982, Page 17
Næsta vetur voru þeir Jón og Stefán báðir komnir í efri
deild. Þar var Stefán orðinn Inspektör skole.
Sem stöðutákn barst hann meira á í klæðaburði en aðrir
nemendur. Auk þess gekk hann með gleraugu, er sumir
töldu að væru frekar notuð til skrauts en nytja.
Þá var það einhvemtítna í kennslustund hjá Þorkeli
skólastjóra, að hann spyr: Er ekki eitthvert skáld hér i
bekknum?
Stefán gellur þá við og segir: Jú, Jón Matthíasson.
Jón vill ekki kafna undir þessari nafngift og yrkir á
stundinni:
Stefán Jónsson stoltur mann
stýrir slcólans lýði,
fjögur augu Jvefir Jiann
og Jiáan flibba stífaðan,
en laJcJcsJwr svartir eru Juans aðál prýði.
Jakob Tryggvason var einn af þeim mönnum sem mest
bar á í skólalífinu. Hann var Svarfdælingur.
Ekki minnist ég þess, að hann tæki nokkum tíma til
máls á fundum, enn síður, að eftir hann hafi birst í skóla-
blaðinu.
En það sem aflaði honum frægðar og vinsælda var kunn-
átta hans í tónmennt. Hver skóladagur hófst með söng.
Jakob stjómaði þessum söng og lék undir á píanó. Auk þess
var hann mesta kvennagull skólans.
Jakob var þeirrar náttúm, að hann mætti alltaf til leiks
á elleftu stund, en kom þó ævinlega nógu snemma til þess
að forða mætti messufalli, en það ævinlega móður og más-
andi.
Jakob þessi er fyrir löngu þjóðkunnur fyrir störf sín að
tónmenntun Akureyringa og er hann úr þessari sögu.
Annar maður, sem orðið hefir þjóðkunnur. Hann kom
austan úr Homafirði og mætti síðar til leiks en aðrir, lík-
lega sökum erfiðra samgangna. Það var Svavar Guðnason,
síðar listmálari.
Hann kunni ekkert í danskri tungu, þegar í skólann kom
13