Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1982, Page 18
og ég var beðinn að stíga með honum fyrstu sporin inn í
þetta tungumál. Sú kennsla stóð þó stuttan tíma, því Savar
þóttist kunna fótum sínum forráð, eftir að ég hafði lesið
með honum nokkra tíma.
Halldór Sigfússon, síðar skattstjóri, var Suður-Þingey-
ingur.
Það var á allra vitorði, að hann var mesti námsmaðurinn
í skólanum. Ég held jafnvel, að hann hafi vitað það sjálfur.
Halldór var meira en venjulegur námsmaður. Hann var
einnig mikill heimspekingur.
Einu sinni skrifaði hann grein í skólablaðið, sem vakti
mikla athygli. Ekki man ég nú lengur, hvað sú ritsmíð
nefndist. En boðskapur hennar var sá, að nú væri frumieiki
mannkynsins uppurinn og að engin frumleg hugsun myndi
hér eftir sjá dagsins ljós, eða eins og höfundur orðaði það:
Bnmnur frumleikans var þurr og uppausinn.
Leiddi höfundur að þessu mörg rök og sannfærandi.
Ég man enn kvöldið, sem þessi grein var lesin. Það var
dauðahljóð í fundarstofunni. Allir stóðu á öndinni og rnarg-
ir göptu, eins og þeir væru að innbyrða heilagan anda. Sjálf-
ur sat höfundurinn róandi fram í gráðið, veltandi vöngum
og strjúkandi á sér hökuna.
Ég varð einnig fyrir mjög sterkum áhrifum frá höfund-
inum og tilheyrendum hans.
Þetta var víst eitthvað skylt því, sem sálfræðingar kalla
hugljómun. Sú hugljómun var af öðrum toga en hinna.
Þar sem ég sat þama og horfði á hið gapandi fólk og
Halldór í þeim stellingum sem áður er lýst, sló þeirri hugs-
un niður í mig líkt og eldingu, hve þetta allt væri óumræði-
lega kátlegt. Innan í mér urðu til nokkrar hendingar, sem
nærri því voru sloppnar fram yfir varimar. En þær kom-
ust aldrei lengra en á tungubroddinn. Ég man þær þó enn
og hér koma þær:
Sigfússon Halldár,
sjálegur maður
strýkur um skeggrót
með stórum lófa.
14