Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1982, Page 20
í Strandasýslu, að kviknaði hjá mér löngun til þess að yrkja
kvæði um þetta brautryðjendastarf.
Eftir mikinn baming og miklar andlegar þjáningar kom
ég loks saman kvæði, f jórum löngum erindum, sem ég nefndi
Brautryðjandann.
Birti ég svo kvæðið í ungmennafélagsblaðinu heima.
Þegar ég kom í Samvinnuskólann birti ég þetta sama
kvæði í skólablaðinu Loka. Mér til mikillar furðu virtist
mér sem þetta ljóð vekti nokkra athygli.
Nokkuð var það, að skömmu seinna plötuðu einhverjir
kratar úr skólanum mig með sér upp á Alþýðublað, sem
þá var til húsa í litlum skúr við Ingólfsstrætið og báðu mig
að hafa kvæðið með, því þeir vildu að ég sýndi það Vil-
hjálmi Vilhjálmssyni, þeim er síðar nefndi sig Hannes á
hominu.
Eftir að Vilhjálmur hafði lesið ljóðið tjáði hann mér, að
sig langaði til að fá ljóðið sem nokkurs konar stefnumót-
andi innlegg í nýtt blað, sem þeir ungu kratamir ætluðu
að fara að gefa út og átti að heita Kyndill.
Auðvitað sagði ég já, kitlaður af hégómagimi, trúandi
því, að þetta myndi verða upphafið að frægðarferli mínum
sem ljóðskáld.
Svo kom blaðið út með kvæðinu á forsíðu. Ég var dálítið
upp með mér að sjá nafnið mitt á prenti. Nafn mitt hafði
ekki birst á prenti fyrr, annars staðar en í markaskránni.
Ég lét það ekki á mig fá, þótt sumir segðu að það væri
bara stæling á Brautinni, aðrir sögðu að þetta væri lof-
kvæði um Jónas frá Hriflu. En það voru bara íhaldsmenn
er mæltu svo.
Nokkru eftir útkomu Kyndils var kvöldvaka í skólanum.
Jónas var þar eins og oftast fyrr og sýndi skuggamyndir.
Eftir að hann hafði lokið því verki kallaði hann á mig
út i hom og segir við mig, einstaklega elskulega:
Þú ert farinn að birta ljóð eftir þig í blaðinu þeirra krat-
anna. Ég viðurkenndi að svo væri, en lét lítið yfir.
Þetta er nú bara nokkuð gott hjá þér og var þá enn
16