Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1982, Page 30
brúnar 1936 og fulltrúi á Alþýðusambands-
þingum í mörg ár. Kjörinn í bæjarstjórn
Seyðisf jarðar fyrir Alþýðuflokkinn 1938 og
sat þar til 1941. Einn af stofnendum Sam-
einingarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins
og var í framboði á vegum hans á Seyðis-
firði við alþingiskosningarnar 1942. Ritaði
fjölda greina í blöð og tímarit um stjórn-
mál og verkalýðsmál. Ritstýrði blaðinu
„Samfylking“, sem barðist fyrir samstarfi
og sameiningu verkalýðsflokkanna Alþýðu-
og Kommúnistaflokksins. Af því komu út
7 blöð apr.—júní 1936.
Jóhannes Davíð Jensson. Sat SVS 1926—
27. F. 9. 9. 1907 að Dýrhólum við Þingeyri,
Dýrafirði, uppalinn á Þingeyri. For.: Jens
Albert Guðmundsson, f. 27. 2. 1864 að
Belgsdal í Dalasýslu, kaupmaður á Þing-
eyri, d. 20. 5. 1920, og Margrét Magnús-
dóttir, f. 11. 2. 1870 á ísafirði, ljósmóðir
á Þingeyri, d. 14. 6.1949. Maki 20.11.1948:
Hólmfríður Lennon, f. 7. 9. 1912 í Reykja-
ví'k, húsmóðir. Bam: Carol Joy, f. 11. 3.
1953. — Var við verslun í Reykjavík 1927—
28, fór þá til Kanada og var þar við ýmis
störf til 1930. Var við verslunarstörf í
Reykjavík 1930—31. Fluttist þá til Kanada
og hefur búið í Víðirbyggð, Árborg og
Winnipeg. Hefur stundað ýmis störf. Var
í Kanadíska hemum 1941—44. Var mörg ár
við matreiðslustörf við hermannaspítalann
í Winnipeg, lét af störfum 1969. Stjómaði
karlakór í Víðir og unglingakór í Árborg
og starfaði með leikfélagi Árborgar. Var
26