Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1982, Page 31
síðar félagi í Karlakór Islendinga í Winni-
peg um margra ára skeið. Aðrar heimildir:
1. bindi af Vestur-ísl. æviskrám.
Einar Einarsson. Sat SVS 1925—27. F.
5. 8. 1902 að Syðri-Fljótum í Meðallandi,
V.-Skaft. og uppalinn þar. For.: Einar Ein-
arsson, f. 18. 11. 1831 að Geirlandi á Síðu,
bóndi og húsmaður á ýmsum stöðum á
Síðu, Landbroti og Meðallandi, d. 1. 6.1927,
og Evalía Einarsdóttir, f. 14. 8. 1854 að
Efri-Ey í Meðallandi, vinnukona og síðar
bústýra hjá Einari Einarssyni, d. 1. 5.1918.
Maki 3. 7.1967: Súsanna Martha Vilhjálms-
dóttir, f. 7. 10. 1927 í Berlín, nuddkona á
Heilsuhæli N.L.F.I. í Hveragerði. Böm:
Gunnar, f. 9. 6. 1966, við landbúnaðarstörf,
Grétar, f. 23. 8. 1969. — Var við nám í
Táma Folkhögskola í Svíþjóð 1933—34 og
landbúnaðarnám á Jerstrups Hovedgaard á
Fjóni í Danmörku sumarið 1934. Síðar við
nám í 6 vikur í Guðfræðideild Háskóla Is-
lands til undirbúnings fyrir djáknastörf.
Fékk nokkra tilsögn í fríhendisteikningu
og tréskurði hjá Ríkharði Jónssyni og
Ágústi Sigurmundssyni, og hefur alla tíð
unnið að tréskurði jafnframt öðmm störf-
um. Var við ýmis störf, einkum múrverk
í Reykjavík 1932—54, en fluttist þá til
Grímseyjar. Var vígður djákni að kirkj-
unni í Grímsey 28. 4. 1961 og hafði það að
aukastarfi um margra ára skeið. Formaður
sóknarnefndar í Grímsey frá 1955. Hefur
síðustu árin dvalist í Hveragerði. Aðrar
heimildir: Isl. samtíðarmenn, fyrra bindi.
27