Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1982, Page 40
störf hjá KRON 1947, verslunarstjóri 1951
—63. Skrifstofumaður hjá Byggingarsam-
vinnufélagi starfsmanna ríkisstofnana 1964
—73. Verkamaður hjá Kassagerð Reykja-
víkur 1973 til dauðadags. Starfaði í ung-
mennafélagshreyfingunni heima í héraði.
Var félagi í Kommúnistaflokki Islands,
starfaði í Sameingarflokki alþýðu, Sósíal-
istaflokknum og síðan í Alþýðubandalag-
inu. Félagi í verkamannafélaginu Dagsbrún
1936—52. Var í trúnaðarmannaráði félags-
ins frá 1942 og í stjórn 1947—51. Sat í
samninganefndum af hálfu félagsins og átti
um hríð sæti í sexmannanefnd. Var fulltrúi
Dagsbrúnar á Alþýðusambandsþingum
1942-50.
Jakob J. Jakobsson. Sat SVS 1925-27.
F. 18. 2. 1907 á Húsavík og uppalinn þar til
6 ára aldurs, þá í Winnipeg í Kanada til 13
ára aidurs, síðan í Reykjavík, d. 4. 7. 1971.
For.: Jón Ármann Jakobsson, f. 23. 4. 1866
að Grímsstöðum í Mývatnssveit, verslunar-
maður á Húsavík, síðar við ýmis störf í
Kanada en starfsmaður hjá SÍS frá 1920,
d. 1. 10. 1939, og Valgerður Pétursdóttir,
f. 4. 12. 1874 í Ánanaustum í Reykjavík, d.
9. 3. 1961. Maki 27. 7. 1935: Ásthildur Jó-
sepsdóttir Bemhöft, f. 11. 1. 1901 að Otra-
dal, skrifstofustúlka. Bam: Nanna, f. 27. 1.
1936, tónlistarkennari og bamakennari,
maki: Sveinbjörn Jakobsson, rafvirki. —
Lauk gagnfræðaprófi í Reykjavík. Stund-
aði frönskunám við Háskóla íslands 1931—
35, og lærði einnig auglýsingateikningu við
Washington School of Cartoon 1929—32.
36