Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1982, Page 44
fjarðar, Karlakórsins Vísis, gamla Norræna
félagsins, Skíðafélagsins, Fegrunarfélags
Siglufjarðar og Verkamannafélagsins, einn-
ig í Lionshreyfingunni. Hefur um lengri eða
skemmri tíma setið í stjórnum þessara fé-
laga og hlotið ýmis heiðursmerki og viður-
kenningar fyrir störf sín fyrir þau. Einnig
tekið mikinn þátt í sönglífi Sigluf jarðar frá
1918 og verið í blönduðum kórum, karla-
kórum, kvartettum og leikið með dans-
hljómsveitum. Lagði á yngri árum stund á
frjálsar iþróttir og skíðaíþróttir, en hefur
síðari ár lagt stund á tónlist, málaralist og
tréskurð. Er jafnframt teiknikennari við
gagnfræða- og iðnskóla Siglufjarðar. Jafn-
an haft mikinn áhuga fyrir ferðalögum og
ferðast til fjölda landa.
Sigurður Ólafsson. Sat SVS 1925—27. F.
3. 8. 1908 að Sámsstöðum í Hvitársíðu,
Mýrasýslu og uppalinn þar, d. 19. 11. 1936.
For.: Ólafur Guðmundsson, f. 3. 4. 1867 að
Sámsstöðum, bóndi þar, d. 1. 2. 1952, og
Margrét Sigurðardóttir, f. 16. 2. 1873 að
Dýrastöðum í Norðurárdal, Mýrasýslu,
húsmóðir og ljósmóðir, d. 8. 11. 1942. Maki
23. 4. 1932: Unnur Gísladóttir, f. 2. 10. 1910
í Borgamesi, kennari, d. 2. 4. 1978. Böm:
Gunnar, f. 5. 4. 1933, dr. í verkfræði, d. 3.
11. 1978, maki: Helga Ólafsdóttir, Ólafur,
f. 5. 8. 1935, arkitekt, maki: Svava Ágústs-
dóttir. — Var við nám í Loftskeytaskóla á
Kirkjubæjarklaustri 1930. Starfaði við Kf.
Borgfirðinga í Borgamesi og síðar kaup-
maður í Borgamesi.
40