Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1982, Page 46
Björn, f. 28. 10. 1943, flugafgreiðslustjóri,
maki: Hrefna Jónsdóttir, Páll Magnús, f.
16. 3. 1949, læknir, maki: Hildur Sigurðar-
dóttir. — Stundaði nám við Alþýðuskólann
að Eiðum 1922—23, og við einkaskóla Bene-
dikts Blöndal að Mjóanesi á Fljótsdalshér-
aði 1923—24. Kynning á danska skattakerf-
inu á vegum ísl. f jármálaráðuneytisins átta
mánuði 1938. Var við verslunarstörf við Kf.
A.-Húnvetninga á Blönduósi 1928—30. Hóf
störf á Skattstofu Reykjavíkur 6. 12. 1930
og var fyrst lausráðinn. Vann eitt sumar í
endurskoðunardeild fjármálaráðuneytisins.
Skrifstofustjóri Skattstofu Reykjavíkur
1940—75 en lét þá af störfum fyrir aldurs
sakir en sinnti alm. skrifstofustörfum til
1979. Kosinn í varastjóm Stf. ríkisstofnana
á framhaldsstofnfundi 1939. Hefur starfað
með Lionshreyfingunni frá 1952. Var fyrst
kosinn endurskoðandi Loftleiða hf. 1944 og
síðan. Eftir sameininguna við Flugfélag Is-
lands hf. kosinn varaendurskoðandi Flug-
leiða hf. Aðrar heimildir: Isl. samtíðar-
menn.
Valgeir Magnússon. Sat SVS 1925—27. F.
29. 5. 1901 að Skerðingsstöðum í Dalasýslu
en uppalinn að Sælingsdalslaug í sömu sveit,
d. 12. 6. 1980. For.: Magnús Magnússon, f.
1. 10. 1876 í Stykkishólmi, vinnumaður,
bóndi og síðar verkamaður í Stykkishólmi,
d. 27. 1. 1946; að vísu er hann þar talinn
f. 7.11.1872 en leiða má líkur að því að um
sama mann sé að ræða, og Karólína Júlíana
Friðrikka Kristjánsd., f. 16. 3.1880 í Stykk-
ishólmi, vinnukona og húsmóðir, d. 29. 10.
1909. Uppeldisforeldrar: Þorleifur Magnús-
42