Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1982, Side 53
Bentína Fanney Jónsdóttir. Sat SVS 1936
—37. F. 18. 7. 1920 að Krossi á Berufjarð-
arströnd, uppalin þar til 10 ára aldurs, síðan
í Sómastaðagerði í Reyðarfirði. For.: Jón
Eiríksson, f. 24. 6. 1865 að Geirastöðum í
Mýrahreppi, bóndi, d. 9. 6. 1953, og Guð-
björg Jóhanna Elíasdóttir, f. 30. 4. 1877 að
Múla í Nauteyrarhreppi, ísafjarðarsýslu,
húsmóðir og lærð í karlmannafatasaumi,
d. 7. 12. 1968. Maki 9. 1. 1955: Ámi Jóns-
son, f. 12. 8. 1914, uppalinn að Haga í
Þjórsárdal, skrifstofumaður hjá Landleið-
um hf. Börn: Jón Stefán, f. 18. 1. 1955, bif-
vélavirki, Hilmar Elís, f. 6. 7. 1959, gjald-
keri í Útvegsbankanum á Seltjarnarnesi. —
Lærði fótsnyrtingu. Var við verslunarstörf
m. a. hjá H. Biering og Kjólnum og rak þá
verslun um tíma. Rak verslunina Fanney
í Þingholtsstræti í Reykjavik. Starfar nú
við fótsnyrtingu, m. a. á dvalarheimilinu á
Dalbraut.
Friðgeir Ingimundarson. Sat SVS e.d. 1936
—37. F. 30. 4. 1915 að Snartarstöðum í
Presthólahreppi, N.-Þing. og uppalinn þar.
For.: Ingimundur Sigurðsson, f. 26. 7. 1865
að Snartarstöðum og bóndi þar, d. 13. 7.
1935, og Guðný Guðnadóttir, f. 15. 7. 1882
að Hóli í Presthólahreppi, húsmóðir, d. 31.
8. 1944. Maki 3. 7. 1953: Helga Vigfúsdótt-
ir, f. 21.9.1915 að Keldhólum í Vallahreppi,
S.-Múlasýslu, hjúkrunarfræðingur. Börn:
Sigrún, f. 21. 9. 1958, bankastarfsmaður,
Guðmundur, f. 10. 8.1961, kjötiðnaðarmað-
ur. — Tók gagnfræðapróf frá Menntaskól-
4
49