Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1982, Page 58
1963. I stjóm verksmiðja SlS á Akureyri
1949—51, í stjórn Áburðarverksmiðjunnar
hf. frá 1964, í stjórn Olíufélagsins hf. frá
1967. I stjórn Vinnumálasambands sam-
vinnufélaganna og í samninganefndum fyr-
ir það um margra ára skeið. 1 stjórnum
Dráttarvéla hf., Regins hf., Útgerðarfélags
SlS hf. á Reyðarfirði og í stjórnum fleiri
dótturfyrirtækja SlS. I stjóm Hraðfrysti-
húss Flateyrar hf. og Fiskimjölsverksmiðju
Njarðvíkur hf. Sat í stjórnum Framsóknar-
félaganna í V.-lsafjarðarsýslu, á Siglufirði
og i Reykjavík. I lýðveldishátíðamefnd V.-
Is. 1944. Fulltrúi á Þing- og héraðsmála-
fundum V.-lsafjarðarsýslu. I skólanefnd og
hafnamefnd á Flateyri. I hafnarnefnd á
Siglufirði. Eitt kjörtímabil í stjóm Bæjar-
útgerðar Reykjavíkur. Birti á árunum 1977
—80 ýmsar greinar um samvinnumál í Tím-
anum undir nafninu Samvinnumaður. Aðr-
ar heimildir: Islenskir kaupfélagsstjórar
1882—1977, afmælisviðtal í Tímanum 8. 1.
1967, Samvinnan.
Hrefna Jónsdóttir. Sat SVS 1936—37. F.
18. 1. 1916 að Sandfellshaga í öxarfirði og
uppalin þar. For.: Jón Sigurðsson, f. 17. 12.
1884 að Laxárdal í Þistilfirði, bóndi að
Sandfellshaga, d. 1. 2. 1971, og Kristín
Friðriksdóttir, f. 11. 8. 1881 að Víðihóli í
N.-Þingeyjarsýslu, húsmóðir, d. 2. 4. 1970.
Maki 14. 2. 1959: Alfreð Búason, f. 30. 7.
1909 í Borgamesi, aðalverkstjóri við iðn-
aðardeild Á.T.V.R. -- Hefur stundað skrif-
stofustörf í Reykjavík frá 1937.
54