Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1982, Page 76
alls í tíu landskeppnum fyrir Island, utan-
lands og innan. Hefur skrifað nokkrar
blaðagreinar um ýmis efni. Aðrar heimild-
ir: I ísl. og erlendum blöðum og tímaritum
á keppnistímabilinu. Æviágrip í Vikunni
1961 og í Lesbók Morgunblaðsins í okt.
1979, og víðar.
Ástbjartur Sæmundsson. Sat SVS 19^5—
47. F. 7. 2. 1926 á Stokkseyri, uppalinn þar
til níu ára aldurs, síðan í Vestmannaeyjum.
For.: Sæmundur Benediktsson, f. 6.12.1879
á Stokkseyri, sjómaður á Stokkseyri og i
Vestmannaeyjum, d. 5. 9. 1955, og Ástríður
Helgadóttir, f. 28. 8. 1883 á Stokkseyri,
húsmóðir, d. 30.11.1970. Maki 31.12.1948:
Magnea Rósbjörg Pétursdóttir, f. 25. 11.
1929 á Hellissandi, húsmóðir. Böm: Pétur,
f. 29. 6. 1949, skrifstofum, maki: Hrafn-
hildur Hjartardóttir, Ástríður Sæunn, f. 8.
4. 1951, fóstra, maki: Jón Þór Hallsson,
Bjami Valur, f. 17. 6. 1954, rafvirki, Gylfi,
f. 14. 8. 1963, við nám, Hjalti, f. 8. 12. 1967,
við nám. — Stundaði nám við Gagnfræða-
skóla Vestmannaeyja. Var eftirlitsmaður
hjá Verðlagsstjóra 1947—49, fulltrúi hjá
Bæjarútgerð Vestmeyja 1949—52, skrif-
stofumaður hjá A.S.l. 1952—54, framkvstj.
Alþýðublaðsins 1954—57, fulltrúi á Inn-
flutningsskrifstofunni 1957—60, verslunar-
stj. í bókaversluninni Bókhlaðan 1960—64.
Hefur síðan verið aðalgjaldkeri hjá Vega-
gerð ríkisins. Var í stjóm S. U. J. 1954—56
og í miðstjóm Alþýðuflokksins 1954—58.
Bróðir, Helgi Sæmundsson, sat skólann
1938-40.
72