Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1982, Blaðsíða 79
Einar Hannesson. Sat SVS 19^5—Jf7. F.
13. 2. 1928 í Reykjavík og uppalinn þar.
For.: Hannes Einarsson, f. 11. 3. 1896 að
Árbæ í Ölfusi, Árnessýslu, fiskmatsmaður
í Reykjavík, d. 7. 8. 1970, og Rósa Steinunn
Guðnadóttir, f. 17. 5.1899 í Reykjavík, hús-
móðir. Maki 25. 8. 1950: Katrín Péturs-
dóttir, f. 13. 6. 1924 að Syðri-Hraundal í
Mýrasýslu, húsmóðir. Röm: Hannes, f. 11.
10. 1950, stýrimaður, maki: Ragnheiður
Gísladóttir, Pétur, f. 27. 5. 1952, bygginga-
tæknifræðingur, sambýliskona: Kristín Sig-
urþórsdóttir, Margrét Rósa, f. 15. 7. 1957,
þjónustustúlka. — Var einn vetur við nám
í Alþýðuskólanum í Reykjavík. Námsdvöl
í Noregi 1951. Varð aðstoðarmaður hjá
veiðimálastjóra 1947 og er nú fulltrúi hans.
Hefur starfað í Góðtemplarareglunni frá
1946 og gegnt þar ýmsum trúnaðarstörf-
um, m. a. æðstitemplar í st. Einingin, í
framkvæmdanefnd IOGT 1961—64, í stjóm
Islenskra ungtemplara frá stofnun 1958 til
1969, formaður 1966—69, í Áfengisvamar-
nefnd Reykjavíkur 1966—70 og í Áfengis-
varnarráði ríkisins 1968—78.1 stjómÆsku-
lýðssambands Islands 1961—63. Hafði á
hendi trúnaðarstörf í Þjóðvarnarflokknum,
í Framkvæmdanefnd Alþýðubandalagsins,
sem þá var kosningabandaiag, 1963—66, í
flokksstj. Samtaka frjálslyndra og vinstri
manna í Reykjavík frá 1969, formaður Sam-
taka frjálslyndra í Reykjavik 1970—71 og
formaður Samtaka frjálslyndra og vinstri
manna í Reykjavík frá 1975 og í fram-
kvæmdastjóm landssamtakanna frá 1977.
Hefur skrifað fjölda greina um veiðimál og
75