Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1982, Side 80
bindindismál í blöð og tfcnarit. Sat 1963—
80 í ritnefndum blaða, fyrst Frjálsrar þjóð-
ar, síðan Þjóðmála og loks Nýrra þjóðmála
og einnig um tíma í ritnefnd Nýs lands.
Erlingur Hansson. Sat SVS 19Jf5—Jf7. F.
12. 4. 1926 að Ketilsstöðum í Hörðudals-
hreppi, Dalasýslu og uppalinn þar. For.:
Hans Ágúst Kristjánsson, f. 5. 8. 1897 að
Hamri í Hörðudal, bóndi að Ketilsstöðum,
d. 11. 12. 1944, og Ingiríður Kristín Helga-
dóttir, f. 28. 6. 1890 að Hóli í Hörðudal,
húsmóðir og ljósmóðir, d. 21.12.1972. Maki
7. 6. 1958: Elsa H. Alfreðsdóttir, f. 3. 6.
1938 í Reykjavík, húsmóðir og verslrmar-
stúlka. Böm: Alfreð Svavar,
f. 28. 4. 1958, fulltrúi í ríkisbókhaldinu og
við nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð,
maki: Guðrún Sigurðardóttir, Búi Ingvar,
f. 15. 6.1960, við nám í Iðnskólanum í Rvík,
maki: Bára Jónsdóttir, Hanna, f.23.8.1962,
húsmóðir og verslunarmaður, maki: Karl
Amarson. — Var einn vetur við nám í
Héraðsskólanum að Laugarvatni og síðar
á námskeiði við Jakobsbergsfolkhögskole í
Svíþjóð. Stóð fyrir búi móður 1944—45.
Skrifstofumaður hjá Raftækjasölunni hf.
sumarið 1947. Hjá Ríkisbókhaldinu frá 1949
og er nú deildarstjóri. Stundakennari hjá
Námsflokkum Reykjavíkur 1957—70. End-
urskoðandi nokkurra fyrirtækja og sam-
banda. Formaður söngfélags IOGT 1952.
Ritari Breiðfirðingafélagsins 1957—60. 1
stjóm Sjálfstæðisfélags Kópavogs 1971—78,
í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Kópa-
vogi frá 1968, Kjördæmisráði frá 1974.
76