Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1982, Blaðsíða 83
Geir Runólfsson. Sat SVS 19Jf6~Jf7. F. 2.
10. 1926 í Reykjavík og uppalinn þar. For.:
Runólfur Jónsson, f. 6. 1. 1870 að Holts-
múla í Landssveit, sjómaður í Reykjavík,
d. 10. 1. 1932, og Elka Jónsdóttir, f. 10. 4.
1888 í Skorradal í Rorgarfirði, saumakona.
Maki I 29. 7. 1951: Guðrún H. Sigurðar-
dóttir, f. 26.11. 1927 að Rekavík bak Höfn
í Isafjarðarsýslu, d. 9. 6. 1976. Maki II 6. 5.
1979: Sigrún Jóhannesdóttir, f. 28. 10. 1933
í Reykjavík, sjúkraliði. Börn, með maka I:
Sævar, f. 15.1.1952, tæknifræðingur, maki:
Hafdís Björnsdóttir, Gylfi, f. 8. 4. 1953, bif-
vélavirki, maki: Valgerður Gísladóttir, Jó-
hanna, f. 28. 2. 1956, maki: Halldór Svans-
son, Ingibjörg, f. 22.12.1958, maki: Jóhann
Baldursson. — Stundaði nám við gagn-
fræðask. Vann hjá Feldinum hf. í Reykja-
vík 1948, var á bókhaldsskrifstofu í Oregon
í Bandaríkjunum 1949—51. Hefur starfað
í Landsbanka Islands frá 1. 10. 1951. Hefur
eftir mætti lagt stund á ferðalög.
Gísli Teitsson. Sat SVS 191f6-lf7. F. 26.
10. 1928 í Reykjavík og uppalinn þar. For.:
Teitur Teitsson, f. 15. 6.1889 á Vatnsleysu-
strönd, sjómaður 1921—39 og síðan starfs-
maður Eimskipafélags Islands, d. 3. 5.1960,
og Anna Gísladóttir, f. 17. 7. 1893 í Grafn-
ingi, húsmóðir, d. 6. 10. 1971. Maki 23. 6.
1956: Þóra Stefánsdóttir, f. 2. 5. 1933 í
Eyjafirði, húsmóðir. Böm: Stefán, f. 26.11.
1956, trésmiður, Anna Þóra, f. 21. 5. 1962,
við nám. — Stundaði nám við gagnfræða-
79