Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1982, Page 90
öðru hverju sem loftskeytamaður með ýms-
um skipum. Formaður í KFUM í Þórs-
höfn. Tekið þátt í skátastarfi og starfað
með Slysavamarfélagi Þórshafnar. Kosinn
formaður Íslendingafélagsins í Færeyjum
1982.
Haraldur Einarsson. Sat SFS 191+5—lft. F.
8. 8.1927 í Reykjavík og uppalinn þar. For.:
Einar Guðmundsson, f. 12.11.1893 að Eyði
í Sandvík í Flóa, verkamaður, hjá Kol og
Salt 1939—50 og Eimskipafélagi Islands hf.
1950—70, og Guðbjörg Jónsdóttir, f. 22. 8.
1891 að Loftsstöðum í Gaulverjabæjarhr.,
Árnessýslu, húsmóðir. Böm: Þóra, f. 19.11.
1951, starfar hjá Pósti og síma, móðir:
Guðrún Arngrímsdóttir, Guðrún, f. 21. 7.
1963, við nám, móðir: Erla Veturliðadóttir.
— Stundaði nám við Héraðsskólann að
Reykjum í Hrútafirði 1943—44. Starfaði
hjá versluninni Verðandi hf. í Reykjavík
1948—65, hjá Sláturfélagi Suðurlands í
Hafnarstræti 1965—66. Hefur síðan rekið
eigin verslun, Matval hf. í Kópavogi. Hóf
ungur að leika knattspyrnu með K. R., lék
með öllum flokkum og síðast með meistara-
flokki til 1950. Hefur síðan starfað að mál-
efn-um félagsins og er nú í stjóm „Bak-
varða“ K. R.
Hilmar Pétursson. Sat SVS 191+5—1+7. F.
11. 9. 1926 að Ingveldarstöðum í Skarðs-
hreppi, Skagafirði, uppalinn að Steini í
Skarðshreppi. For.: Pétur Lárusson, f. 23.
3. 1892 að Skarði í Skagafirði, fv. bóndi og
86