Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1982, Page 93
höfn 1965—74 og vann jafnframt hjá úti-
búi Landsbanka Islands á Raufarhöfn 1970
—74. Hefur unnið hjá Landsbankanum í
Reykjavík frá 1974.
Ingólfur Albert Guðnason. Sat SVS 19^5—
47. F. 27. 2. 1926 að Vatnadal í Súganda-
firði, V.-Isafjarðarsýslu, uppalinn þar og
síðar á Suðureyri. For.: Guðni Albert
Guðnason, f. 17. 10. 1895 að Kvíamesi í
Súgandafirði, bóndi að Vatnadal og formað-
ur á vélbátum frá Suðureyri, d. 3. 4. 1930,
og Kristín Jósefsdóttir, f. 20. 9. 1898 að
Lambadal í Dýrafirði, húsmóðir og verka-
kona, d. 23. 3. 1977. Maki 25. 12. 1947:
Anna Guðmundsdóttir, f. 12. 6. 1926 að
Þorfinnsstöðum í V.-Hún., húsmóðir o. fl.
störf. Börn: Kolbrún, f. 22. 5. 1951, hár-
greiðslumeistari, maki: Ingimar Ingimars-
son, Guðmundur, f. 21. 9. 1953, kennari. —
Stundaði nám við Héraðsskólann að Reykj-
um í Hrútafirði. Starfaði hjá Kf. V.-Hún-
vetninga 1947—49. Vann við og rak lengst
af bifreiðaverkstæði á Laugarbakka í Ytri-
Torfustaðahreppi, V.-Hún. 1950—59. Spari-
sjóðsstjóri Sparisjóðs Vestur-Húnavatns-
sýslu frá 1. 11. 1959. Alþingismaður fyrir
Framsóknarflokkinn í Norðurlandskjörd.
vestra frá 3. 12. 1979. Hreppstj. Hvamms-
tangahrepps frá 1. 1. 1960. 1 hreppsnefnd
Hvammstangahrepps 1966—70. 1 skatta-
nefndYtri-Torfustaðahrepps 1955—60. Hef-
ur starfað í ungmennafélagshreyfingunni
frá 10 ára aldri. Form. Umf. Grettis i Y.-
Torfustaðahreppi um skeið, form. Ung-
89