Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1982, Síða 95
Junior Chambers á Islandi. Hefur starfað
í Lionshreyfingunni frá 1965. 1 Verslunar-
ráði Islands frá 1960, Bílgreinasambandinu
frá 1970, Bílaábyrgð frá stofnun 1974. For-
maður Félags bifreiðainnflytjenda 1964—
70. Áhugamál ýmiskonar, s. s. garðrækt,
ferðalög innan lands o. fl.
Ingvar Jónasson. Sat SVS 1946—Jf7. F. 13.
10. 1927 á Isafirði og uppalinn þar. For.:
Jónas Tómasson, f. 13. 4. 1881 að Hróars-
stöðum í Fnjóskadal, bóksali, organisti og
tónskáld á Isafirði, d. 9. 9. 1967, og Anna
Ingvarsdóttir, f. 8. 4. 1900 á Isafirði, hús-
freyja, d. 6. 10. 1943. Maki 10. 9. 1955:
Stella Margrét Sigurjónsdóttir, f. 3. 12.
1935 í Siglufirði, aðstoðarstúlka tannlækn-
is. Börn: Sigurjón Ragnar, f. 8. 4. 1957,
prentari, sambýliskona: Dóra Björgvins-
dóttir, fiðluleikari, Vigfús, f. 15. 7. 1958,
tæknimaður hljóðvarps, Anna, f. 26. 11.
1964, við nám í menntaskóla. — Tók 1. bekk
í Gagnfræðaskóla Ingimars í Reykjavík og
síðan í Gagnfræðaskóla Isafjarðar. Tók
sveinspróf í prentiðn. Lokapróf frá Tón-
listarskólanum í Reykjavík 1950, í Royal
College of Music í London 1950—53, fram-
haldsnám í Vínarborg 1955—57. Sótti nám-
skeið í Bandaríkjunum fjögur sumur 1964
-67. Rak í nokkur ár á sjöunda áratugnum
prentsmiðjuna Kársnesprent í Kópavogi.
Fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Islands
1953—55 og 1957—70. Kennari við Tónlist-
arskólann í Reykjavík 1957—72. Víóluleik-
ari í Sinfóníuhljómsveit Malmöborgar í Sví-
91