Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1982, Side 98
f. 4. 9.1900 í Gjógv, húsmóðir. Maki 16.11.
1946: Hallgerður Sivertsen, fædd Kallsoy,
f. 19. 4.1925 í Gjógv, húsmóðir og forstöðu-
kona farfuglaheimilis og dagheimilis. Böm:
Kristinn, f. 6. 12. 1947, kennari, maki:
Janne Schantz, kennari, Jónas, f. 20. 4.
1949, nuddlæknir, maki: Selma Fagraklett,
Tryggvi, f. 26. 7. 1950, verkfræðingur,
maki: Lone Hartmann, hjúkrunarkona,
Arnbjöm, f. 17. 10. 1956, við nám í kenn-
araskólanum í Færeyjum, Heini, f. 28. 1.
1959, musikkari, Jóhann, f. 26. 6. 1965, við
nám í studentaskólanum í Færeyjum. —
Var við nám á lýðháskóla í Færeyjum,
Föroya fólkaháskúla í Þórshöfn og tvo vet-
ur við nám að Héraðsskólanum að Laugar-
vatni. Hefur sótt ýmis námskeið um trygg-
ingar ogsölumennsku. Stundaði sjómennsku
í fimm ár frá fjórtán ára aldri. Skrifstofu-
maður á Hótel Skjaldbreið í Reykjavík
1948 og 1949. Skrifstofumaður hjá Föroya
Vanlukkutrygging (Slysatr. Færeyja) frá
1951 til 31. 12. 1961. Fulltrúi þar 1. 1. 1962
—31. 12. 1967. Forstjóri Föroya Vanlukku-
trygging frá 1. 1. 1977. Stofnaði ásamt
konu sinni Farfuglaheimili í Þórshöfn 1967
og 1.1.1972 stofnuðu þau Barnagarðin við
Hoyvíkstjörn (dagheimili við Heyvíkur-
tjörn), er hún forstöðukona en hann nefnd-
arformaður. Var 30. apríl 1973 kjörinn í
Umboðsráðið í Tryggingarsambandið För-
oyar og hefur frá 21. 5. 1973 verið formað-
ur þess.
94