Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1982, Side 103
lækningum, maki: Ingunn Svavarsdóttir,
sálfræðingur, Björn, f. 24. 3. 1954, stúdent
og búfræðingur, maki: EMsabet Hauge, frá
Noregi, stúdent og búfræðingur, Halldór
Gunnar, f. 8. 3. 1958, við nám í Háskóla
íslands, Kristján, f. 22. 2. 1961, við nám
í Háskóla íslands, Guðrún, f. 9. 8. 1962, við
nám i Menntask. Akureyrar, Rannveig, f.
21. 5.1964, við nám í Menntask. Akureyrar.
— Stundaði nám við Héraðssk. að Laug-
arvatni 1944—45. Á Folkhögskolan Sigtuna
í Svíþjóð 1948—49. Á dagnámskeiðum í
Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1950. Vann á
unglingsárum við bú föður síns og á heim-
ili foreldra sinna. Hjá Kf. N.-Þingeyinga
1946—48, húsfreyja að Valþjófsstöðum frá
1951. Hefur lengst af starfað í kirkjukór
Snartarstaðakirkju og er nú organisti og
söngstjóri kórsins. Ritari Kvenfélags Prest-
hólahrepps 1965—68 og formaður 1968—
73. Gjaldkeri Kvenfélagasambands N.-Þing-
eyjarsýslu frá 1973 og hefur starfað að
ýmsum málum innan kvenfélaganna. Lék
handbolta 1947—50. Aðrar heimildir: Ættir
Þingeyinga.
Loftur Þórðarson. Sat SVS 19Jf6—Ifl. F.
28.10.1928 í Vestmannaeyjum og uppalinn
þar. For.: Þórður Kristinn Einarsson, f. 31.
3. 1906 að Borgarholti í Stokkseyrarhreppi,
sjómaður í Vestmannaeyjum, d. 1. 3. 1928,
og Svanhvít Loftsdóttir, f. 1. 9.1909 í Vest-
mannaeyjum, húsmóðir í Reykjavík. —
Stundaði nám við Gagnfræðaskóla Vest-
mannaeyja. Hefur alla tíð stundað verslun-
ar- og skrifstofustörf í Reykjavík.
99